Fjölskylduharmleikur við Lækjartorg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2021 09:44 Jón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð er hafin í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, gegn Aldísi Schram dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á föstudaginn með málflutningi lögmanna aðila. Málið snýr að ummælum sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar árið 2019 og í framhaldi á Facebook-síðu Aldísar 5. febrúar. Jón Baldvin krefst ómerkingar á fjórtán ummælum sem féllu í þættinum og hann telur að séu ærumeiðandi. Jón Baldvin krefst 2,5 milljóna króna í bætur frá Sigmari en gerir ekki kröfu um fjárhagslegar bætur frá dóttur sinni. Miskabótakrafan á hendur Sigmari byggir á því að hann hafi með alvarlegum hætti vegið að æru Jóns Baldvins; framið ólögmæta meingerð gagnvart Jóni og beri á því ábyrgð; „enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði eru rangar og bornar út og birtar opinberlega gegn betri vitund. Það er ljóst að virðing stefnda hefur beðið hnekki, sem og æra hans og persóna.“ Jón Baldvin, Aldís og Sigmar munu öll gefa skýrslu í dag. Sömuleiðis er reiknað með því að Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, komi fyrir dóminn auk Kolfinnu Baldvinsdóttur dóttur þeirra hjóna. Deilur Jóns Baldvins og Bryndísar við dóttur þeirra Aldísi hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri. Hafa hjónin lýst deilum sínum við Aldísi sem fjölskylduharmleik. Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg áður en aðalmeðferð í málinu hófst. Kolfinna Baldvinsdóttir kom við á Te & kaffi á leiðinni í Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjartorg.Vísir/VilhelmJón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst.Vísir/VilhelmAldís Schram mætir og heilsar Gunnari Inga lögmanni sínum.Vísir/VilhelmVilhjálmur tekur af sér leðurhanskana við komuna í héraðsdóm.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson brosti áður en fólki var hleypt inn í dómsal.Vísir/VilhelmJón Baldvin ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmAldís ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmStefndu ásamt verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52 Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Málið snýr að ummælum sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar árið 2019 og í framhaldi á Facebook-síðu Aldísar 5. febrúar. Jón Baldvin krefst ómerkingar á fjórtán ummælum sem féllu í þættinum og hann telur að séu ærumeiðandi. Jón Baldvin krefst 2,5 milljóna króna í bætur frá Sigmari en gerir ekki kröfu um fjárhagslegar bætur frá dóttur sinni. Miskabótakrafan á hendur Sigmari byggir á því að hann hafi með alvarlegum hætti vegið að æru Jóns Baldvins; framið ólögmæta meingerð gagnvart Jóni og beri á því ábyrgð; „enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði eru rangar og bornar út og birtar opinberlega gegn betri vitund. Það er ljóst að virðing stefnda hefur beðið hnekki, sem og æra hans og persóna.“ Jón Baldvin, Aldís og Sigmar munu öll gefa skýrslu í dag. Sömuleiðis er reiknað með því að Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, komi fyrir dóminn auk Kolfinnu Baldvinsdóttur dóttur þeirra hjóna. Deilur Jóns Baldvins og Bryndísar við dóttur þeirra Aldísi hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri. Hafa hjónin lýst deilum sínum við Aldísi sem fjölskylduharmleik. Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg áður en aðalmeðferð í málinu hófst. Kolfinna Baldvinsdóttir kom við á Te & kaffi á leiðinni í Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjartorg.Vísir/VilhelmJón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst.Vísir/VilhelmAldís Schram mætir og heilsar Gunnari Inga lögmanni sínum.Vísir/VilhelmVilhjálmur tekur af sér leðurhanskana við komuna í héraðsdóm.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson brosti áður en fólki var hleypt inn í dómsal.Vísir/VilhelmJón Baldvin ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmAldís ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmStefndu ásamt verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm
Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52 Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00
Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52
Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30