Fjölskylduharmleikur við Lækjartorg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2021 09:44 Jón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð er hafin í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, gegn Aldísi Schram dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á föstudaginn með málflutningi lögmanna aðila. Málið snýr að ummælum sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar árið 2019 og í framhaldi á Facebook-síðu Aldísar 5. febrúar. Jón Baldvin krefst ómerkingar á fjórtán ummælum sem féllu í þættinum og hann telur að séu ærumeiðandi. Jón Baldvin krefst 2,5 milljóna króna í bætur frá Sigmari en gerir ekki kröfu um fjárhagslegar bætur frá dóttur sinni. Miskabótakrafan á hendur Sigmari byggir á því að hann hafi með alvarlegum hætti vegið að æru Jóns Baldvins; framið ólögmæta meingerð gagnvart Jóni og beri á því ábyrgð; „enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði eru rangar og bornar út og birtar opinberlega gegn betri vitund. Það er ljóst að virðing stefnda hefur beðið hnekki, sem og æra hans og persóna.“ Jón Baldvin, Aldís og Sigmar munu öll gefa skýrslu í dag. Sömuleiðis er reiknað með því að Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, komi fyrir dóminn auk Kolfinnu Baldvinsdóttur dóttur þeirra hjóna. Deilur Jóns Baldvins og Bryndísar við dóttur þeirra Aldísi hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri. Hafa hjónin lýst deilum sínum við Aldísi sem fjölskylduharmleik. Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg áður en aðalmeðferð í málinu hófst. Kolfinna Baldvinsdóttir kom við á Te & kaffi á leiðinni í Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjartorg.Vísir/VilhelmJón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst.Vísir/VilhelmAldís Schram mætir og heilsar Gunnari Inga lögmanni sínum.Vísir/VilhelmVilhjálmur tekur af sér leðurhanskana við komuna í héraðsdóm.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson brosti áður en fólki var hleypt inn í dómsal.Vísir/VilhelmJón Baldvin ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmAldís ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmStefndu ásamt verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52 Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Málið snýr að ummælum sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar árið 2019 og í framhaldi á Facebook-síðu Aldísar 5. febrúar. Jón Baldvin krefst ómerkingar á fjórtán ummælum sem féllu í þættinum og hann telur að séu ærumeiðandi. Jón Baldvin krefst 2,5 milljóna króna í bætur frá Sigmari en gerir ekki kröfu um fjárhagslegar bætur frá dóttur sinni. Miskabótakrafan á hendur Sigmari byggir á því að hann hafi með alvarlegum hætti vegið að æru Jóns Baldvins; framið ólögmæta meingerð gagnvart Jóni og beri á því ábyrgð; „enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði eru rangar og bornar út og birtar opinberlega gegn betri vitund. Það er ljóst að virðing stefnda hefur beðið hnekki, sem og æra hans og persóna.“ Jón Baldvin, Aldís og Sigmar munu öll gefa skýrslu í dag. Sömuleiðis er reiknað með því að Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins, komi fyrir dóminn auk Kolfinnu Baldvinsdóttur dóttur þeirra hjóna. Deilur Jóns Baldvins og Bryndísar við dóttur þeirra Aldísi hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri. Hafa hjónin lýst deilum sínum við Aldísi sem fjölskylduharmleik. Að neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í Héraðsdómi Reykjavíkur við Lækjartorg áður en aðalmeðferð í málinu hófst. Kolfinna Baldvinsdóttir kom við á Te & kaffi á leiðinni í Héraðsdóm Reykjavíkur í Lækjartorg.Vísir/VilhelmJón Baldvin hugsi í dómsal áður en aðalmeðferðin hófst.Vísir/VilhelmAldís Schram mætir og heilsar Gunnari Inga lögmanni sínum.Vísir/VilhelmVilhjálmur tekur af sér leðurhanskana við komuna í héraðsdóm.Vísir/VilhelmSigmar Guðmundsson brosti áður en fólki var hleypt inn í dómsal.Vísir/VilhelmJón Baldvin ásamt Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmAldís ásamt Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum.Vísir/VilhelmStefndu ásamt verjendum sínum í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm
Dómsmál Fjölmiðlar Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00 Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52 Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Um mannréttindi og misnotkun þeirra Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“? 22. nóvember 2020 16:00
Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Líf og fjör að heimili þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins um helgina. 15. september 2020 14:52
Segir Bryndísi hafa beðist fyrirgefningar á atvikinu Kona sem kærði Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir kynferðisbrot segir að eiginkona hans hafi beðið fyrirgefningar á atvikinu á sínum tíma. Lögmaður Jóns Baldvins segir að ásakanirnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. september 2020 19:30