Guardiola í góðum málum með allt nema vítin: Ederson gæti tekið næsta víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2021 10:01 Ederson er spyrnumaður góður og segist sjálfur vera frábær vítaskytta. AP/Laurence Griffiths Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, getur ekki kvartað yfir miklu þessa dagana en City jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 4-1 stórsigri á Liverpool á Anfield í gær. Manchester City hefði getað komist yfir í fyrri hálfleiknum en Ilkay Gundogan skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Þetta var þriðja vítaklúðrið á móti Liverpool á síðustu árum. Manchester City skoraði fjögur mörk í seinni hálfleiknum og náði fimms stiga forskoti á Manchester United á toppi deildarinnar. City er nú tíu stigum á undan Liverpool og á að auki einn leik til góða á ríkjandi Englandsmeistara. Pep Guardiola claims goalkeeper Ederson may take Man City's next penaltyhttps://t.co/ftAsTK0eXR pic.twitter.com/83UQ3Iw8WL— Mirror Football (@MirrorFootball) February 7, 2021 Guardiola var spurður út í vítaspyrnurnar eftir leikinn en liðið er aðeins með fimmtíu prósent vítanýtingu á tímabilinu. „Þetta er vandamál hjá okkur. Það mikilvægasta er að við megum ekki klikka á þessum vítaspyrnum og þá skiptir engu máli hver vítaskyttan er,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. „Eins og ég hef sagt áður þá ætla ég að hugsa um að láta Ederson taka víti. Hann gæti verið næsta vítaskyttan hjá okkur,“ sagði Guardiola. Ederson er eins og flestir vita markvörður Manchester City liðsins en hann er spyrnumaður góður og hefur sjálfur talað um það að hann sé besta vítaskyttan í City liðinu. Pep Guardiola on penalty woes:"Maybe I am going to think about Ederson taking it the next time." pic.twitter.com/576b9I8jju— Man City Report (@cityreport_) February 7, 2021 „Þetta var risastór sigur fyrir okkur. Þrjú stig til viðbótar í safnið en ég var ánægður með hvernig liðið brást við því að klikka bæði á vítaspyrnu og að fá á sig mark. Það skipti öllu máli,“ sagði Guardiola „Þetta var mikilvægur sigur en við erum enn í febrúar. Auðvitað er fimm stiga forskot mikið núna og það ætti að fara lang með að tryggja okkur Meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Það er líka stórkostlegt að ná að vinna tíu leiki í röð,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira
Manchester City hefði getað komist yfir í fyrri hálfleiknum en Ilkay Gundogan skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Þetta var þriðja vítaklúðrið á móti Liverpool á síðustu árum. Manchester City skoraði fjögur mörk í seinni hálfleiknum og náði fimms stiga forskoti á Manchester United á toppi deildarinnar. City er nú tíu stigum á undan Liverpool og á að auki einn leik til góða á ríkjandi Englandsmeistara. Pep Guardiola claims goalkeeper Ederson may take Man City's next penaltyhttps://t.co/ftAsTK0eXR pic.twitter.com/83UQ3Iw8WL— Mirror Football (@MirrorFootball) February 7, 2021 Guardiola var spurður út í vítaspyrnurnar eftir leikinn en liðið er aðeins með fimmtíu prósent vítanýtingu á tímabilinu. „Þetta er vandamál hjá okkur. Það mikilvægasta er að við megum ekki klikka á þessum vítaspyrnum og þá skiptir engu máli hver vítaskyttan er,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn. „Eins og ég hef sagt áður þá ætla ég að hugsa um að láta Ederson taka víti. Hann gæti verið næsta vítaskyttan hjá okkur,“ sagði Guardiola. Ederson er eins og flestir vita markvörður Manchester City liðsins en hann er spyrnumaður góður og hefur sjálfur talað um það að hann sé besta vítaskyttan í City liðinu. Pep Guardiola on penalty woes:"Maybe I am going to think about Ederson taking it the next time." pic.twitter.com/576b9I8jju— Man City Report (@cityreport_) February 7, 2021 „Þetta var risastór sigur fyrir okkur. Þrjú stig til viðbótar í safnið en ég var ánægður með hvernig liðið brást við því að klikka bæði á vítaspyrnu og að fá á sig mark. Það skipti öllu máli,“ sagði Guardiola „Þetta var mikilvægur sigur en við erum enn í febrúar. Auðvitað er fimm stiga forskot mikið núna og það ætti að fara lang með að tryggja okkur Meistaradeildarsæti á næsta tímabili. Það er líka stórkostlegt að ná að vinna tíu leiki í röð,“ sagði Pep Guardiola eftir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sjá meira