Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 14:02 Styrmir Snær hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í Dominos deild karla í körfubolta. Hér er hann í leik gegn Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Styrmir Snær Þrastarson er við það að gera Kjartan Atla Kjartansson og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi orðlausa. Þeir héldu áfram að mæra leikmanninn í síðasta þætti. Segja má að Styrmir hafi komið eins og stormsveipur inn í deildina á þessu tímabili. Styrmir Snær var enn og aftur frábær í liði Þórs sem sótti sigur að Hlíðarenda í liðinni viku. Hann skoraði 16 stig ásamt því að sjö fráköst og gefa sex stoðsendingar. „Hann var að henda í flottar stoðsendingar í þessum leik. Hann er með þetta allt. Þetta eru þroskaðar og flottar sendingar,“ sagði Kjartan Atli. „Var að pæla í hvenær þetta gerðist hjá Styrmi. Fullt af strákum sem voru með honum í yngri landsliðum sem eru að sjá hann núna stinga sig af. Hann er að stinga aðra leikmenn af. Ég vill sjá fleiri svona, stráka sem koma bara og stíga þetta skref inn í deildina. Ekki væla að það séu útlendingar fyrir, verið bara betri en þeir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það voru einhver meiðsli sem hægðu aðeins á honum. Hugsa að hann hefði verið kominn þarna fyrr,“ bætti Kjartan Atli við. Einnig var örstutt umræða er varðar yngri flokka feril Styrmis þar sem hann spilaði mest í C eða B-riðli á Íslandsmótinu. „Það skiptir engu máli hvort þú sért A-liði eða A, B eða C-riðli. Haltu áfram, æfðu og þú munt uppskera,“ sagði Kjartan Atli einnig. „Þetta er geggjað blokk hjá honum, tímasetningarnar hans eru frábærar. Og býr til tvö stig,“ sagði Hermann Hauksson er varnarleikur Styrmis var skoðaður. „Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þegar hann áttar sig á þessu. 99 prósent af öllum leikmönnum standa við þriggja stiga línuna og horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina. Hann var að dekka Jón Arnór þarna, var að dekka Tomsick um daginn og Sabin þar á undan. Hann fer alltaf á þá sem skora mest í hinu liðinu.“ „Hann er svo langur, hreyfanlegur og með svo gott jafnvægi á löppunum þegar menn eru að reyna ráðast á hann á dripplinu,“ bætti Kjartan Atli við. Hér að neðan má sjá umræðu Kjartans, Hermanns og Teits um Styrmi Snæ í þætti gærkvöldsins. Klippa: Halda áfram að mæra Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01 Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
Styrmir Snær var enn og aftur frábær í liði Þórs sem sótti sigur að Hlíðarenda í liðinni viku. Hann skoraði 16 stig ásamt því að sjö fráköst og gefa sex stoðsendingar. „Hann var að henda í flottar stoðsendingar í þessum leik. Hann er með þetta allt. Þetta eru þroskaðar og flottar sendingar,“ sagði Kjartan Atli. „Var að pæla í hvenær þetta gerðist hjá Styrmi. Fullt af strákum sem voru með honum í yngri landsliðum sem eru að sjá hann núna stinga sig af. Hann er að stinga aðra leikmenn af. Ég vill sjá fleiri svona, stráka sem koma bara og stíga þetta skref inn í deildina. Ekki væla að það séu útlendingar fyrir, verið bara betri en þeir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það voru einhver meiðsli sem hægðu aðeins á honum. Hugsa að hann hefði verið kominn þarna fyrr,“ bætti Kjartan Atli við. Einnig var örstutt umræða er varðar yngri flokka feril Styrmis þar sem hann spilaði mest í C eða B-riðli á Íslandsmótinu. „Það skiptir engu máli hvort þú sért A-liði eða A, B eða C-riðli. Haltu áfram, æfðu og þú munt uppskera,“ sagði Kjartan Atli einnig. „Þetta er geggjað blokk hjá honum, tímasetningarnar hans eru frábærar. Og býr til tvö stig,“ sagði Hermann Hauksson er varnarleikur Styrmis var skoðaður. „Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þegar hann áttar sig á þessu. 99 prósent af öllum leikmönnum standa við þriggja stiga línuna og horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina. Hann var að dekka Jón Arnór þarna, var að dekka Tomsick um daginn og Sabin þar á undan. Hann fer alltaf á þá sem skora mest í hinu liðinu.“ „Hann er svo langur, hreyfanlegur og með svo gott jafnvægi á löppunum þegar menn eru að reyna ráðast á hann á dripplinu,“ bætti Kjartan Atli við. Hér að neðan má sjá umræðu Kjartans, Hermanns og Teits um Styrmi Snæ í þætti gærkvöldsins. Klippa: Halda áfram að mæra Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01 Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Sjá meira
„Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01
Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01