Sport

Eva Margrét og Freyja tryggðu sér sæti á EM ung­linga í sundi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eva Margrét hefur tryggt sér sæti á EM unglinga.
Eva Margrét hefur tryggt sér sæti á EM unglinga. Sundsamband Íslands

Þær Eva Margrét Falsdóttir og Freyja Birkisdóttir fóru vel af stað á Reykjavíkurleikunum, Reykjavík International Games [RIG]. Tryggðu sundkonurnar sér þátttökurétt á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi sem fram fer í sumar.

Mótið fer fram þann 6. til 11. júlí en í tilkynningu frá Sundsambandi Íslands hefur ekki enn verið staðfest hvar mótið fari fram.

Eva Margrét, úr ÍRB, náði lágmarki á EM unglinga í 400 metra fjórsundi þegar hún sigraði greinina á tímanum 5:03,37. Lágmarkið er 5:05,83.

Freyja Birkisdóttir, úr Breiðabliki, náði einnig lágmarki á mótið í 800 metra skriðsundi. Hún sigraði greinina á tímanum 9:19,05. Lágmarkið er 9:19,56.

Freyja hefur einnig tryggt sér sæti á EM unglinga.Sundsamband Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×