Landsréttur taldi ekki sannað að faðir hafi kýlt dóttur sína í andlitið Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2021 21:53 Landsréttur sýknaði hinn ákærða af kröfum ákæruvaldsins. vísir/hanna Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði föður af ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sína líkamlegu ofbeldi árið 2016. Maðurinn var sakfelldur í héraði árið 2019 fyrir að hafa veist að dóttur sinni og kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot og bólgu yfir hægra kinnbeini. Var hann þá dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn ákærði hefur ætíð neitað sök. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að faðirinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Sagðist hafa verið sofandi Manninum var einnig gert að sök að hafa rifið í hár dóttur sinnar og ýtt henni upp við vegg en hann var sýknaður af þeim ásökunum í héraði. Hann sagði í skýrslu fyrir héraðsdómi að hann hafi verið að vinna fram undir morgun þann dag sem um ræðir og því verið sofandi þegar brotaþoli fékk áverkana. Hann hefði síðan frétt hjá eiginkonu sinni um kvöldið að brotaþoli hefði dottið. Í dómi Landsréttar kemur fram að dóttirin hefði verið eina vitnið sem hafi beinlínis borið um að faðir hennar hefði ráðist á hana. Önnur vitni sem hefðu komið fyrir dóm í héraði eru sögð hafa byggt frásögn sína um ætlaða árás á frásögn dótturinnar og því hefði sá vitnisburður ekki verið bein sönnun fyrir því hvernig áverkar hennar hefðu komið til. Hið sama hefði gilt um upplýsingar sem hefðu komið fram í læknisvottorði og gögnum frá geðsviði Landspítalans. Í dómnum segir að dóttirin hefði upphaflega lýst því fyrir öðrum vitnum í héraði að hún hefði hlotið áverkana vegna falls í stiga en gefið þá skýringu að það hefði hún gert að áeggjan móður sinnar og að hún væri vön að segja ósatt um ofbeldi sem hún hefði sætt frá unga aldri. Dóttirin vildi ekki gefa skýrslu Þrátt fyrir þessa skýringu segir Landsréttur ekki verið fram hjá því litið að framburður hennar hefði ekki verið stöðugur um það hvernig hún hefði hlotið þá áverka sem ákært hefði verið fyrir. Systur hennar skoruðust undan því að gefa skýrslu fyrir dómi og því var ekki unnt að spyrja þær nánar út í framburð þeirra hjá lögreglu og atvik málsins. Þá segir í dómi Landsréttar að þótt framburður þeirra kynni að hafa styrkt frásögn brotaþola um ofbeldi á heimilinu yrði hann ekki talinn bein sönnun um þá háttsemi sem ákært var fyrir í málinu og hefði því ekki stutt lýsingu hennar að því leyti. Við flutning málsins fyrir Landsrétti staðfesti réttargæslumaður brotaþola að hún vildi ekki gefa skýrslu fyrir Landsrétti þar sem hún væri að reyna að ná tengslum við móður sína og systkin. Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira
Var hann þá dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi en hinn ákærði hefur ætíð neitað sök. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að faðirinn hafi gerst sekur um líkamsárásina. Sagðist hafa verið sofandi Manninum var einnig gert að sök að hafa rifið í hár dóttur sinnar og ýtt henni upp við vegg en hann var sýknaður af þeim ásökunum í héraði. Hann sagði í skýrslu fyrir héraðsdómi að hann hafi verið að vinna fram undir morgun þann dag sem um ræðir og því verið sofandi þegar brotaþoli fékk áverkana. Hann hefði síðan frétt hjá eiginkonu sinni um kvöldið að brotaþoli hefði dottið. Í dómi Landsréttar kemur fram að dóttirin hefði verið eina vitnið sem hafi beinlínis borið um að faðir hennar hefði ráðist á hana. Önnur vitni sem hefðu komið fyrir dóm í héraði eru sögð hafa byggt frásögn sína um ætlaða árás á frásögn dótturinnar og því hefði sá vitnisburður ekki verið bein sönnun fyrir því hvernig áverkar hennar hefðu komið til. Hið sama hefði gilt um upplýsingar sem hefðu komið fram í læknisvottorði og gögnum frá geðsviði Landspítalans. Í dómnum segir að dóttirin hefði upphaflega lýst því fyrir öðrum vitnum í héraði að hún hefði hlotið áverkana vegna falls í stiga en gefið þá skýringu að það hefði hún gert að áeggjan móður sinnar og að hún væri vön að segja ósatt um ofbeldi sem hún hefði sætt frá unga aldri. Dóttirin vildi ekki gefa skýrslu Þrátt fyrir þessa skýringu segir Landsréttur ekki verið fram hjá því litið að framburður hennar hefði ekki verið stöðugur um það hvernig hún hefði hlotið þá áverka sem ákært hefði verið fyrir. Systur hennar skoruðust undan því að gefa skýrslu fyrir dómi og því var ekki unnt að spyrja þær nánar út í framburð þeirra hjá lögreglu og atvik málsins. Þá segir í dómi Landsréttar að þótt framburður þeirra kynni að hafa styrkt frásögn brotaþola um ofbeldi á heimilinu yrði hann ekki talinn bein sönnun um þá háttsemi sem ákært var fyrir í málinu og hefði því ekki stutt lýsingu hennar að því leyti. Við flutning málsins fyrir Landsrétti staðfesti réttargæslumaður brotaþola að hún vildi ekki gefa skýrslu fyrir Landsrétti þar sem hún væri að reyna að ná tengslum við móður sína og systkin.
Dómsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Sjá meira