Fundu stafla af reiðufé niðurgrafna á landareign viðskiptafélaga Hatuikulipi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2021 09:16 Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður Fishcor, hefur verið ákærður fyrir að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Samkvæmt fjölmiðlinum The Namibian er talið að sumir ákærðu í Samherjamálinu svokallaða hafi tekið milljónir namibíudala af bankareikningum áður en þeir voru handteknir í nóvember 2019 og komið þeim í hendur samverkamanna. Miðillinn greinir frá því að samverkamennirnir noti nú peningana til að standa straum af ýmsum útgjöldum fyrir ákærðu, sem eru sagðir búa við nokkurn munað í fangelsunum þar sem þeim er haldið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt The Namibian þar sem greint er frá því að verkamenn á landareign David nokkurs Moller hafi komist í feitt þegar þeir fundu stafla af reiðufé niðurgrafna á jörðinni. Moller þessi er sagður viðskiptafélagi James Hatuikulipi, sem er meðal annars fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor. Sagan segir að í nóvember síðastliðnum hafi verkamennirnir tekið eftir því hvernig tveir reipisendar stóðu upp úr jörðinni. Þegar betur var að gáð og togað í reipin reyndust þau bundin við skjalatösku fulla af peningum. Samkvæmt The Namibian virðast verkamennirnir hafa stungið einhverju af fénu í vasann og þá er lögreglumaður einnig sakaður um að hafa haft peninga með sér á brott eftir að málið var tilkynnt til yfirvalda. Íbúar tilkynntu grunsamlega eyðslu Landareign Moller liggur að rándýrri jörð sem er sögð í eigu Hatuikulipi og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem einnig kemur við sögu í Samherjamálinu. Þess ber að geta að það hefur verið kallað „Fishrot-hneykslið“ í namibískum miðlum. Moller er framkvæmdastjóri D&M Construction, sem hann á með Hatuikulipi og athafnamanni að nafni John Walenga, meðal annarra. Lögregluyfirvöld staðfestu í síðustu viku að peningar hefðu fundist á landareign Moller og að málið væri í rannsókn. Þá hefði það verið tilkynnt til þeirra löggæsluaðila sem hafa Samherjamálið til rannsóknar. Lögreglustjórinn Andres Guim sagði að eftir að þeir hefðu fundið fjármunina hefðu nokkrir verkamannanna tekið hluta þeirra og farið að nota féð. „Áður en við mættum á vettvang og fundum það sem var eftir höfðu þeir falið sinn hlut í runnum og fóru svo um nágrennið og eyddu peningunum í sjálfa sig. Þeir létu yfirmann sinn fá hluta þeirra,“ segir Guim. Hann sagði grun uppi um að verkamennirnir hefðu fundið peninga í tveimur holum en önnur hefði verið tóm þegar lögregla mætti á vettvang. Moller ákærður fyrir peningaþvætti Samkvæmt Guim gáfu verkamennirnir fjölskyldu og vinum hluta af fénu en íbúar tilkynntu málið til lögreglu þegar þess varð vart að verkamennirnir voru að eyða stórum fjárhæðum, meðal annars í áfengi. Moller hefur sagt fjármunina sína og meðal annars verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að vera með óútskýrðar fjárhæðir í fórum sínum. Þá var yfirmaður verkamannanna handtekinn þegar hann neitaði að gefa upplýsingar um málið. Lögregluyfirvöld hafa vísað þeim sögusögnum á bug að lögreglumaður eða lögreglumenn hafi mætt á vettvang án leitarheimilda og haft fé með sér á brott án þess að geta þess í lögregluskýrslum. Heimildarmenn The Namibian segja „hákarlana“ svokallaða í Fishrot-málinu hafa getað komið peningum undan þar sem þeir hafi verið varaðir við því að þeir væru til rannsóknar vegna spillingar árið 2019. Fjármununum sé nú varið af ættingjum og samverkamönnum til að standa straum af ýmsum útgjöldum þeirra á meðan þeir dvelja í fangelsum. Frétt The Namibian. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Miðillinn greinir frá því að samverkamennirnir noti nú peningana til að standa straum af ýmsum útgjöldum fyrir ákærðu, sem eru sagðir búa við nokkurn munað í fangelsunum þar sem þeim er haldið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt The Namibian þar sem greint er frá því að verkamenn á landareign David nokkurs Moller hafi komist í feitt þegar þeir fundu stafla af reiðufé niðurgrafna á jörðinni. Moller þessi er sagður viðskiptafélagi James Hatuikulipi, sem er meðal annars fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarinnar Fishcor. Sagan segir að í nóvember síðastliðnum hafi verkamennirnir tekið eftir því hvernig tveir reipisendar stóðu upp úr jörðinni. Þegar betur var að gáð og togað í reipin reyndust þau bundin við skjalatösku fulla af peningum. Samkvæmt The Namibian virðast verkamennirnir hafa stungið einhverju af fénu í vasann og þá er lögreglumaður einnig sakaður um að hafa haft peninga með sér á brott eftir að málið var tilkynnt til yfirvalda. Íbúar tilkynntu grunsamlega eyðslu Landareign Moller liggur að rándýrri jörð sem er sögð í eigu Hatuikulipi og Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem einnig kemur við sögu í Samherjamálinu. Þess ber að geta að það hefur verið kallað „Fishrot-hneykslið“ í namibískum miðlum. Moller er framkvæmdastjóri D&M Construction, sem hann á með Hatuikulipi og athafnamanni að nafni John Walenga, meðal annarra. Lögregluyfirvöld staðfestu í síðustu viku að peningar hefðu fundist á landareign Moller og að málið væri í rannsókn. Þá hefði það verið tilkynnt til þeirra löggæsluaðila sem hafa Samherjamálið til rannsóknar. Lögreglustjórinn Andres Guim sagði að eftir að þeir hefðu fundið fjármunina hefðu nokkrir verkamannanna tekið hluta þeirra og farið að nota féð. „Áður en við mættum á vettvang og fundum það sem var eftir höfðu þeir falið sinn hlut í runnum og fóru svo um nágrennið og eyddu peningunum í sjálfa sig. Þeir létu yfirmann sinn fá hluta þeirra,“ segir Guim. Hann sagði grun uppi um að verkamennirnir hefðu fundið peninga í tveimur holum en önnur hefði verið tóm þegar lögregla mætti á vettvang. Moller ákærður fyrir peningaþvætti Samkvæmt Guim gáfu verkamennirnir fjölskyldu og vinum hluta af fénu en íbúar tilkynntu málið til lögreglu þegar þess varð vart að verkamennirnir voru að eyða stórum fjárhæðum, meðal annars í áfengi. Moller hefur sagt fjármunina sína og meðal annars verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að vera með óútskýrðar fjárhæðir í fórum sínum. Þá var yfirmaður verkamannanna handtekinn þegar hann neitaði að gefa upplýsingar um málið. Lögregluyfirvöld hafa vísað þeim sögusögnum á bug að lögreglumaður eða lögreglumenn hafi mætt á vettvang án leitarheimilda og haft fé með sér á brott án þess að geta þess í lögregluskýrslum. Heimildarmenn The Namibian segja „hákarlana“ svokallaða í Fishrot-málinu hafa getað komið peningum undan þar sem þeir hafi verið varaðir við því að þeir væru til rannsóknar vegna spillingar árið 2019. Fjármununum sé nú varið af ættingjum og samverkamönnum til að standa straum af ýmsum útgjöldum þeirra á meðan þeir dvelja í fangelsum. Frétt The Namibian.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira