Haukar ekki að íhuga þjálfaraskipti og ætla að styrkja liðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2021 10:00 Haukar eru með vindinn í fangið þessa dagana. vísir/vilhelm Þrátt fyrir sex töp í röð og vera á botni Domino's deildar karla eru Haukar ekki af baki dottnir, hafa trú á þjálfaranum Israel Martin og ætlar að styrkja leikmannahópinn fyrir átökin sem framundan eru. „Fyrir tímabilið höfðum við þær væntingar að geta verið í efri helmingi deildarinnar. Topp sex var það sem við vildum allavega vera öruggir í,“ sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi. Hann segir að Haukar hafi þó ekki spennt bogann of hátt í ljósi allrar óvissunar sem ríkti fyrir tímabilið. „Miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur í upphafi fórum við samt ofsalega varlega. Við vissum ekkert hvernig þetta tímabil myndi fara, vissum ekkert hvaða styrktaraðilar yrðu með okkur og hvernig fjáröflunarverkefni myndu fara. Við keyptum ekki dýrustu útlendingana í upphafi tímabils en gerðum okkur samt vonir um að keppa um sæti í efri helmingi deildarinnar. En það hefur ýmislegt fallið gegn okkur í þessu.“ Allir þjálfarar dæmdir eftir genginu Bragi segir að Haukar styðji við bakið á Israel Martin. „Við berum mjög mikla virðingu fyrir Israel og hann hefur gert mjög margt gott hérna. En auðvitað er það þannig að allir þjálfarar eru á endanum dæmdir eftir gengi liðsins. Gengið er slæmt en við erum samt ekki á þeim buxunum að húrra því frá okkur sem við höfum byggt upp. Við erum ekki að skoða það eins og er að láta Israel fara. Við viljum frekar koma undir hann liði,“ sagði Bragi. Haukar hafa leikið án bandarísks leikmann í undanförnum sjö leikjum, eða síðan keppni hófst á ný. Haukar voru búnir að fá Earvin Lee Mooris og bundu miklar vonir við hann en hann hefur ekkert leikið með liðinu vegna meiðsla. Aldrei verið með fullt lið „Við höfðum miklar væntingar til hans og það er afskaplega vont að spila í fimm manna liði með besta skorarann úti. Israel hefur í raun aldrei verið með fullt lið til að spila á. Við viljum frekar dæma hann af hans verkum þegar hann er með lið í höndunum sem er samkeppnishæft,“ sagði Bragi. Haukar búast við að kynna nýjan bandarískan leikmann á næstu dögum. „Við erum að klára samning við Bandaríkjamann og hann kemur um leið og pappírsvinnan er klár,“ sagði Bragi. Umræddur Bandaríkjamaður byrjar að öllu eðlilegu að spila eftir landsleikjahléið en fyrsti leikur Hauka eftir það er gegn Þór á heimavelli 28. febrúar. Þetta er atvinnumannadeild Haukar ætla að styrkja sig enn frekar því ekkert annað sé í boði að sögn Braga. „Svo erum við klárlega að skoða fleiri styrkingar gegn minni eigin sannfæringu. Þetta er bara atvinnumannadeild í dag. Við þurfum bara að ákveða hvort við ætlum að taka þátt í þessu eða ekki,“ sagði Bragi. „Það er ekkert endanlega ákveðið í þessu en það eru allar líkur á að við mætum með töluvert öðruvísi uppsetningu eftir hlé.“ Ætla að bíta frá sér Haukar ætla að gera allt til að halda sér í Domino's deildinni segir Bragi. „Við ætlum að bíta frá okkur af öllu afli og keppa í þessari deild. Það þarf að draga mig niður öskrandi og sparkandi. Það verður slegist af fullri hörku fyrir veru okkar í deildinni og helst að skríða inn í úrslitakeppnina.“ Haukar mæta Val í Ólafssal klukkan 19:15 annað kvöld. Líkt og Haukum hefur Valsmönnum gengið illa að undanförnu og tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
„Fyrir tímabilið höfðum við þær væntingar að geta verið í efri helmingi deildarinnar. Topp sex var það sem við vildum allavega vera öruggir í,“ sagði Bragi Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Vísi. Hann segir að Haukar hafi þó ekki spennt bogann of hátt í ljósi allrar óvissunar sem ríkti fyrir tímabilið. „Miðað við þær forsendur sem við gáfum okkur í upphafi fórum við samt ofsalega varlega. Við vissum ekkert hvernig þetta tímabil myndi fara, vissum ekkert hvaða styrktaraðilar yrðu með okkur og hvernig fjáröflunarverkefni myndu fara. Við keyptum ekki dýrustu útlendingana í upphafi tímabils en gerðum okkur samt vonir um að keppa um sæti í efri helmingi deildarinnar. En það hefur ýmislegt fallið gegn okkur í þessu.“ Allir þjálfarar dæmdir eftir genginu Bragi segir að Haukar styðji við bakið á Israel Martin. „Við berum mjög mikla virðingu fyrir Israel og hann hefur gert mjög margt gott hérna. En auðvitað er það þannig að allir þjálfarar eru á endanum dæmdir eftir gengi liðsins. Gengið er slæmt en við erum samt ekki á þeim buxunum að húrra því frá okkur sem við höfum byggt upp. Við erum ekki að skoða það eins og er að láta Israel fara. Við viljum frekar koma undir hann liði,“ sagði Bragi. Haukar hafa leikið án bandarísks leikmann í undanförnum sjö leikjum, eða síðan keppni hófst á ný. Haukar voru búnir að fá Earvin Lee Mooris og bundu miklar vonir við hann en hann hefur ekkert leikið með liðinu vegna meiðsla. Aldrei verið með fullt lið „Við höfðum miklar væntingar til hans og það er afskaplega vont að spila í fimm manna liði með besta skorarann úti. Israel hefur í raun aldrei verið með fullt lið til að spila á. Við viljum frekar dæma hann af hans verkum þegar hann er með lið í höndunum sem er samkeppnishæft,“ sagði Bragi. Haukar búast við að kynna nýjan bandarískan leikmann á næstu dögum. „Við erum að klára samning við Bandaríkjamann og hann kemur um leið og pappírsvinnan er klár,“ sagði Bragi. Umræddur Bandaríkjamaður byrjar að öllu eðlilegu að spila eftir landsleikjahléið en fyrsti leikur Hauka eftir það er gegn Þór á heimavelli 28. febrúar. Þetta er atvinnumannadeild Haukar ætla að styrkja sig enn frekar því ekkert annað sé í boði að sögn Braga. „Svo erum við klárlega að skoða fleiri styrkingar gegn minni eigin sannfæringu. Þetta er bara atvinnumannadeild í dag. Við þurfum bara að ákveða hvort við ætlum að taka þátt í þessu eða ekki,“ sagði Bragi. „Það er ekkert endanlega ákveðið í þessu en það eru allar líkur á að við mætum með töluvert öðruvísi uppsetningu eftir hlé.“ Ætla að bíta frá sér Haukar ætla að gera allt til að halda sér í Domino's deildinni segir Bragi. „Við ætlum að bíta frá okkur af öllu afli og keppa í þessari deild. Það þarf að draga mig niður öskrandi og sparkandi. Það verður slegist af fullri hörku fyrir veru okkar í deildinni og helst að skríða inn í úrslitakeppnina.“ Haukar mæta Val í Ólafssal klukkan 19:15 annað kvöld. Líkt og Haukum hefur Valsmönnum gengið illa að undanförnu og tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Haukar Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira