„Eins og fangar í búri“ þegar brotist var inn í húsbílinn Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2021 17:00 Hér má sjá var ferðamaðurinn lagði húsbílnum og vettvang árásarinnar. Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað þýskan ferðamann af ákæru um stórfellda líkamsárás á mann sem reyndi að brjótast inn í Volkswagen Caddy húsbíl ferðamannsins og kærustu hans sem hafði verið lagt á bílastæði við hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar febrúarnótt á síðasta ári. Ákærði stakk manninn í upphandlegg eftir að sá hafði brotið rúðu í húsbílnum og sett handlegginn þar inn. Hlaut hann sjö sentimetra djúpan skurð á hægri upphandlegg og taugaskaða, en dómarinn í málinu mat það sem svo að um neyðarvörn hafi verið að ræða og sýknaði því ferðamanninn. Í dómnum segir frá því að maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn hafi gefið sig á tal við parið í húsbílnum um klukkan 23 kvöldið fyrir árásina og hafi þau þótt hann koma skringilega fram og virst í annarlegu ástandi. Sagðist maðurinn vera að leita að snjóruðningstæki og stjórnanda þess sem hann vildi meina að hafi valdið skemmdum á bíl sínum. Maðurinn hafi síðar ekið á brott. Adrenalínsjokk og greip til hnífs Um klukkan þrjú hafi konan í húsbílnum vaknað við það að einhver væri fyrir utan húsbílinn og síðar hafi málmhlutur skollið á rúðuna farþegamegin og splundrast. Við það hafi ákærði fengið adrenalínsjokk, gripið í vasahníf af gerðinni Smith & Wesson, sem hafi verið í vaskinum, og stungið manninn í upphandlegg hans sem hann hafi stungið inn um brotna rúðuna. Við þetta hafi gerandinn hlaupið frá húsbílnum, sest inn í hvítan bíl hans sem beið í gangi og ekið á brott í átt að Keflavík. Hann var skömmu síðar handtekinn af lögreglu og reyndist vera undir áhrifum amfetamíns og kvíðastillandi lyfja. Ákærði sagði atburðarásina hafa verið mjög hraða og allt gerst á um fimmtán sekúndum. Sagðist hann á þeirri stundu sem árásin var gerð hafa óttast um líf sitt og kærustu sinnar. Engin verðmæti í bílnum Ákærði sagðist ekki hafa ætlað að meiða árásarmanninn og lagt til hans í blindni. Eina útgönguleiðin úr húsbílnum hafi verið gegnum dyrnar að framanverðu og þau því verið „eins og fangar í búri“ þegar ráðist var til atlögu að bílnum. Sagði hann engin verðmæti hafa verið í framsætum húsbílsins og því talið að einu ástæðuna fyrir innrásinni vera að meiða hann og kærustu hans. Brotaþolinn, það er maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn, útskýrði ferðir sínar að hann hafi séð hreyfingu í húsbílnum og því aftur ætlað að spyrja hvort fólki hefði séð téð snjóruðningstæki. Mjög svo sérstakar ástæður Dómari mat framburð bæði ákærða og kærustu hans trúverðuga, en að frásögn brotaþolans væri í öllum meginatriðum ótrúverðug og að engu hafandi við úrlausn málsins. Við rannsókn málsins var sömuleiðis rætt við fjóra pólska ríkisborgara sem voru í öðrum bíl við hringtorgið sömu nótt. Dómari segir að við mat á því hvort viðbrögð ákærða geti talist forsvaranleg bæri að líta til þess að atburðarásin hafi verið afar hröð og að ekki hafi liðið margar sekúndur frá því að ákærði vaknaði og þar til hann greip til varna gegn „ólögmætri árás brotaþola“ í húsbílinn. „Á þeirri stundu var alls óvíst hvað brotaþola gekk til með framferði sínu, hve mikil hætta stafaði af honum, hvort hann væri vopnaður og hvort fleiri væru með honum á ferð. Við þessar mjög svo sérstöku aðstæður, sem brotaþoli stofnaði til með ólögmætri árás á húsbílinn, verða það ekki talin óeðlileg viðbrögð að ákærði gripi til þess næsta sem hann fann og beitti gegn brotaþola, sjálfum sér og kærustu til varnar,“ segir í dómnum. Hafi því verið ákveðið að sýkna manninn. Vogar Dómsmál Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Ákærði stakk manninn í upphandlegg eftir að sá hafði brotið rúðu í húsbílnum og sett handlegginn þar inn. Hlaut hann sjö sentimetra djúpan skurð á hægri upphandlegg og taugaskaða, en dómarinn í málinu mat það sem svo að um neyðarvörn hafi verið að ræða og sýknaði því ferðamanninn. Í dómnum segir frá því að maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn hafi gefið sig á tal við parið í húsbílnum um klukkan 23 kvöldið fyrir árásina og hafi þau þótt hann koma skringilega fram og virst í annarlegu ástandi. Sagðist maðurinn vera að leita að snjóruðningstæki og stjórnanda þess sem hann vildi meina að hafi valdið skemmdum á bíl sínum. Maðurinn hafi síðar ekið á brott. Adrenalínsjokk og greip til hnífs Um klukkan þrjú hafi konan í húsbílnum vaknað við það að einhver væri fyrir utan húsbílinn og síðar hafi málmhlutur skollið á rúðuna farþegamegin og splundrast. Við það hafi ákærði fengið adrenalínsjokk, gripið í vasahníf af gerðinni Smith & Wesson, sem hafi verið í vaskinum, og stungið manninn í upphandlegg hans sem hann hafi stungið inn um brotna rúðuna. Við þetta hafi gerandinn hlaupið frá húsbílnum, sest inn í hvítan bíl hans sem beið í gangi og ekið á brott í átt að Keflavík. Hann var skömmu síðar handtekinn af lögreglu og reyndist vera undir áhrifum amfetamíns og kvíðastillandi lyfja. Ákærði sagði atburðarásina hafa verið mjög hraða og allt gerst á um fimmtán sekúndum. Sagðist hann á þeirri stundu sem árásin var gerð hafa óttast um líf sitt og kærustu sinnar. Engin verðmæti í bílnum Ákærði sagðist ekki hafa ætlað að meiða árásarmanninn og lagt til hans í blindni. Eina útgönguleiðin úr húsbílnum hafi verið gegnum dyrnar að framanverðu og þau því verið „eins og fangar í búri“ þegar ráðist var til atlögu að bílnum. Sagði hann engin verðmæti hafa verið í framsætum húsbílsins og því talið að einu ástæðuna fyrir innrásinni vera að meiða hann og kærustu hans. Brotaþolinn, það er maðurinn sem reyndi að brjótast inn í húsbílinn, útskýrði ferðir sínar að hann hafi séð hreyfingu í húsbílnum og því aftur ætlað að spyrja hvort fólki hefði séð téð snjóruðningstæki. Mjög svo sérstakar ástæður Dómari mat framburð bæði ákærða og kærustu hans trúverðuga, en að frásögn brotaþolans væri í öllum meginatriðum ótrúverðug og að engu hafandi við úrlausn málsins. Við rannsókn málsins var sömuleiðis rætt við fjóra pólska ríkisborgara sem voru í öðrum bíl við hringtorgið sömu nótt. Dómari segir að við mat á því hvort viðbrögð ákærða geti talist forsvaranleg bæri að líta til þess að atburðarásin hafi verið afar hröð og að ekki hafi liðið margar sekúndur frá því að ákærði vaknaði og þar til hann greip til varna gegn „ólögmætri árás brotaþola“ í húsbílinn. „Á þeirri stundu var alls óvíst hvað brotaþola gekk til með framferði sínu, hve mikil hætta stafaði af honum, hvort hann væri vopnaður og hvort fleiri væru með honum á ferð. Við þessar mjög svo sérstöku aðstæður, sem brotaþoli stofnaði til með ólögmætri árás á húsbílinn, verða það ekki talin óeðlileg viðbrögð að ákærði gripi til þess næsta sem hann fann og beitti gegn brotaþola, sjálfum sér og kærustu til varnar,“ segir í dómnum. Hafi því verið ákveðið að sýkna manninn.
Vogar Dómsmál Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira