Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 12:14 Margrét Lillý sagði frá átakanlegri barnæsku sinni í þættinum Kompás fyrir rúmu ári síðan. Þar segir hún Seltjarnarnesbæ hafa brugðist sér. vísir/vilhelm Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. Fjallað var um mál stúlkunnar í fréttaskýringaþættinum Kompási í nóvember 2019. Hún sagði þar frá því að hún hefði alist upp ein hjá móður sinni á Seltjarnarnesi og búið við verulega vanrækslu og ofbeldi alla ævi. Hún kvað barnaverndarnefnd Seltjarnarness, sem hefði fengið þónokkrar ábendingar um aðstæður hennar, brugðist. Kompásþáttinn í heild má nálgast hér fyrir neðan og hér má lesa ítarlega umfjöllun Kompáss um mál stúlkunnar. Kvartað var vegna málsins til Barnaverndarstofu, sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að meðferð málsins hjá barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi hafi ekki verið í samræmi við lög. Ekki boðlegar aðstæður Sævar Þór Jónsson lögmaður stúlkunnar bendir á að alvarlegar athugasemdir séu til dæmis gerðar við að ekki hafi verið haft samráð við föður stúlkunnar, sem og að hún hafi verið vistuð hjá ættingjum sínum. Barnaverndarstofa vekur athygli á því í úrskurði sínum að alls óvíst væri hvort heimilið sem stúlkan var vistuð á hefði verið samþykkt sem vistunarstaður vegna áfengisvanda ættingja hennar. Sævar Þór Jónsson, lögmaður.Vísir/vilhelm „Og það eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að það hafi ekki verið fullnægjandi, hún hafi verið í aðstæðum sem hafi ekki verið boðlegar. Það er auðvitað brotið á rétti barnsins í því tilviki því það skiptir máli í svona málum að börn séu vistuð í öruggu umhverfi, sem ég tel að hafi ekki verið,“ segir Sævar Þór í samtali fréttastofu. „Faðir stúlkunnar hefur haft athugasemdir við það í mörg ár að hann hafi ekki verið upplýstur um stöðu stúlkunnar. Og þarna eru gerðar athugasemdir við það að það hafi ekki verið haft samráð við hann um úrræði.“ Með ólíkindum að svona viðgangist Sævar telur ljóst að alvarlegar brotalamir hafi orðið á meðferð málsins. „Það er með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist í nútímanum að það sé ekki betur unnið úr málum en gert var og það er búið að brjóta á réttindum umbjóðanda míns í þessu máli með alvarlegum hætti.“ Nú verði rætt við Seltjarnarnesbæ. „Um bæði úrbætur, viðurkenningu á því að það hafi verið gerð alvarleg mistök, og að þau bæti þá umbjóðanda mínum það upp með þeim hætti sem talið er eðlilegt,“ segir Sævar. Barnavernd Réttindi barna Seltjarnarnes Kompás Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Fjallað var um mál stúlkunnar í fréttaskýringaþættinum Kompási í nóvember 2019. Hún sagði þar frá því að hún hefði alist upp ein hjá móður sinni á Seltjarnarnesi og búið við verulega vanrækslu og ofbeldi alla ævi. Hún kvað barnaverndarnefnd Seltjarnarness, sem hefði fengið þónokkrar ábendingar um aðstæður hennar, brugðist. Kompásþáttinn í heild má nálgast hér fyrir neðan og hér má lesa ítarlega umfjöllun Kompáss um mál stúlkunnar. Kvartað var vegna málsins til Barnaverndarstofu, sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að meðferð málsins hjá barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi hafi ekki verið í samræmi við lög. Ekki boðlegar aðstæður Sævar Þór Jónsson lögmaður stúlkunnar bendir á að alvarlegar athugasemdir séu til dæmis gerðar við að ekki hafi verið haft samráð við föður stúlkunnar, sem og að hún hafi verið vistuð hjá ættingjum sínum. Barnaverndarstofa vekur athygli á því í úrskurði sínum að alls óvíst væri hvort heimilið sem stúlkan var vistuð á hefði verið samþykkt sem vistunarstaður vegna áfengisvanda ættingja hennar. Sævar Þór Jónsson, lögmaður.Vísir/vilhelm „Og það eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að það hafi ekki verið fullnægjandi, hún hafi verið í aðstæðum sem hafi ekki verið boðlegar. Það er auðvitað brotið á rétti barnsins í því tilviki því það skiptir máli í svona málum að börn séu vistuð í öruggu umhverfi, sem ég tel að hafi ekki verið,“ segir Sævar Þór í samtali fréttastofu. „Faðir stúlkunnar hefur haft athugasemdir við það í mörg ár að hann hafi ekki verið upplýstur um stöðu stúlkunnar. Og þarna eru gerðar athugasemdir við það að það hafi ekki verið haft samráð við hann um úrræði.“ Með ólíkindum að svona viðgangist Sævar telur ljóst að alvarlegar brotalamir hafi orðið á meðferð málsins. „Það er með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist í nútímanum að það sé ekki betur unnið úr málum en gert var og það er búið að brjóta á réttindum umbjóðanda míns í þessu máli með alvarlegum hætti.“ Nú verði rætt við Seltjarnarnesbæ. „Um bæði úrbætur, viðurkenningu á því að það hafi verið gerð alvarleg mistök, og að þau bæti þá umbjóðanda mínum það upp með þeim hætti sem talið er eðlilegt,“ segir Sævar.
Barnavernd Réttindi barna Seltjarnarnes Kompás Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira