Erlent

Bóka þúsundir hótel­her­bergja til að bregðast við nýjum reglum

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Nýju reglurnar fela í sér að allir þeir sem koma frá slíkum löndum þurfa að vera á hótelherbergi í tíu daga, og mega aðeins yfirgefa herbergið í fylgd öryggisvarðar.
Nýju reglurnar fela í sér að allir þeir sem koma frá slíkum löndum þurfa að vera á hótelherbergi í tíu daga, og mega aðeins yfirgefa herbergið í fylgd öryggisvarðar. Getty

Bresk yfirvöld hafa bókað þúsundir hótelherbergja í landinu til að bregðast við nýjum reglum sem taka gildi 15. febrúar næstkomandi og varða íbúa í Bretlandi sem snúa aftur til heimalandsins eftir að hafa verið í löndum þar sem nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa verið sérstaklega skæð.

Nýju reglurnar fela í sér að allir þeir sem koma frá slíkum löndum þurfa að vera á hótelherbergi í tíu daga, og mega aðeins yfirgefa herbergið í fylgd öryggisvarðar.

Talið er að um eitt þúsund manns komi til Bretlands á hverjum degi að meðaltali frá þessum tilteknu löndum en löndin eru alls þrjátíu og þrjú.

Flest öll lönd Suður-Ameríku eru á listanum, þorri landa í sunnanverðri Afríku auk Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Portúgal.

Reglurnar eiga aðeins við um þá sem búsettir eru í Bretlandi, en aðrir frá þessum löndum fá einfaldlega ekki landvistarleyfi.


Tengdar fréttir

Ísland enn eina græna landið í Evrópu

Líkt og í liðinni viku er Ísland eina landið sem merkt er með grænum lit á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×