NBA dagsins: Þristapásan virkar vel á gríska undrið Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 15:31 Giannis Antetokounmpo er óárennilegur. Hann nýtti skotin sín vel í nótt og hefur sleppt því að reyna sig utan þriggja stiga línunnar eftir að hafa klikkað á fjórum þristum gegn Charlotte Hornets í síðustu viku. Getty/Jared C. Tilton Þjálfari Milwaukee Bucks þvertekur fyrir að hafa bannað Giannis Antetokounmpo að taka þriggja stiga skot en í fyrsta sinn á ferli sínum hjá Bucks hefur Grikkinn nú spilað tvo leiki í röð án þess að reyna eitt einasta slíkt skot. Báðir leikirnir hafa unnist en Antetokounmpo skilaði þrefaldri tvennu fyrir Bucks í nótt, í þremur leikhlutum, í 130-110 sigri á Indiana Pacers. Svipmyndir úr leiknum má sjá í NBA dagsins hér að neðan ásamt tíu bestu tilþrifum næturinnar, úr þeim tíu leikjum sem fram fóru, og fleira til. Klippa: NBA dagsins 4. febrúar Antetokounmpo er vissulega þekktari fyrir að ráðast að körfunni en hefur vanalega tekið fáein þriggja stiga skot líka í hverjum leik. Eitthvað virðist hafa breyst eftir að hann klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum gegn Charlotte Hornets í síðustu viku því síðan þá hefur hann ekki reynt slíkt skot. Eins og sjá má í tilþrifunum hér að neðan var Antetokounmpo með allt á hreinu gegn Indiana en hann skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann klikkaði aðeins á einu skoti úr opnum leik. Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 122-116 sigri Dallas Mavericks á Atlanta Hawks, þar sem Luka Doncic gerði gæfumuninn en hann skoraði 27 stig og átti 14 stoðsendingar fyrir Dallas. Einnig má sjá úr leik Washington Wizards og Miami Heat en Washington er að rétta úr kútnum og vann 103-100 sigur þar sem Bradley Beal skoraði 32 stig. Hann hefur nú skorað 25 stig eða meira í hverjum leik í 17 leikjum í röð, sem er besta byrjun á leiktíð síðan hjá Michael Jordan leiktíðina 1988-89. NBA dagsins má sjá hér að ofan. Bradley Beal has 17-straight games with 25+ points That s the most to start a season since Michael Jordan in 1988-89. pic.twitter.com/NufBcax2Av— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021 NBA Tengdar fréttir Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. 4. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Báðir leikirnir hafa unnist en Antetokounmpo skilaði þrefaldri tvennu fyrir Bucks í nótt, í þremur leikhlutum, í 130-110 sigri á Indiana Pacers. Svipmyndir úr leiknum má sjá í NBA dagsins hér að neðan ásamt tíu bestu tilþrifum næturinnar, úr þeim tíu leikjum sem fram fóru, og fleira til. Klippa: NBA dagsins 4. febrúar Antetokounmpo er vissulega þekktari fyrir að ráðast að körfunni en hefur vanalega tekið fáein þriggja stiga skot líka í hverjum leik. Eitthvað virðist hafa breyst eftir að hann klikkaði á öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum gegn Charlotte Hornets í síðustu viku því síðan þá hefur hann ekki reynt slíkt skot. Eins og sjá má í tilþrifunum hér að neðan var Antetokounmpo með allt á hreinu gegn Indiana en hann skoraði 21 stig, tók 14 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Hann klikkaði aðeins á einu skoti úr opnum leik. Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 122-116 sigri Dallas Mavericks á Atlanta Hawks, þar sem Luka Doncic gerði gæfumuninn en hann skoraði 27 stig og átti 14 stoðsendingar fyrir Dallas. Einnig má sjá úr leik Washington Wizards og Miami Heat en Washington er að rétta úr kútnum og vann 103-100 sigur þar sem Bradley Beal skoraði 32 stig. Hann hefur nú skorað 25 stig eða meira í hverjum leik í 17 leikjum í röð, sem er besta byrjun á leiktíð síðan hjá Michael Jordan leiktíðina 1988-89. NBA dagsins má sjá hér að ofan. Bradley Beal has 17-straight games with 25+ points That s the most to start a season since Michael Jordan in 1988-89. pic.twitter.com/NufBcax2Av— SportsCenter (@SportsCenter) February 4, 2021
NBA Tengdar fréttir Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. 4. febrúar 2021 07:31 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Þreföld tvenna frá þeim mikilvægasta Giannis Antetokounmpo þurfti aðeins þrjá leikhluta til að ná þrefaldri tvennu í 130-110 sigri Milwaukee Bucks á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta. Tíu leikir fóru fram í nótt. 4. febrúar 2021 07:31