Borgarstjórinn grínaðist með að skíra borgina „Tompa Bay“ ef Brady vinnur Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 16:31 Tom Brady er búinn að leiða lið Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á sínu fyrsta tímabili. Getty/Dylan Buell Tom Brady hefur gert magnaða hluti á fyrsta tímabili sínu með Tampa Bay Buccaneers og er nú aðeins einum sigri frá því að færa nýja félaginu sínu sigur í Super Bowl. Leikurinn um Ofurskálina er á sunnudagskvöldið og þar verður Tampa Bay Buccaneers fyrsta félagið í sögunni til að spila á heimavelli í Super Bowl. Mótherjarnir eru ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs. Jane Castor er borgarstjóri Tampa í Flórída fylki en hún er mikil íþróttaáhugakona. Hún sló á létta strengi í samtali við ESPN íþróttastöðina í aðdraganda Super Bowl. „Ég sagði honum að við ætlum ekki að fara pæla neitt í því að breyta nafni borgarinnar fyrr en hann komi heim með Lombardi bikarinn. Ég og Tom munum ræða þetta betur þegar að því kemur,“ sagði Jane Castor sem er sextug og hefur verið borgarstjóri frá því í maí 2019. Drop your captions below... pic.twitter.com/EeVX1Mq2gW— Tom Brady (@TomBrady) February 2, 2021 „Já við munum ræða það hvort við breytum nafni Tampa, nú þegar við erum orðin titlabær, í ‚Tompa Bay'. Við munum ræða það,“ sagði Castor í léttum tón. Þau eiga sér smá sögu því Tom Brady var rekinn úr almenningsgarði í apríl í fyrra þegar hann braut sóttvarnarreglur með því að vera að æfa í garðinum. Castor skrifaði í framhaldinu afsökunarbréf og talaði um misskilning en skaut um leið aðeins á Brady. „Tom, þetta er Tampa Bay. Ekki Tampa Brady. Ef þú færir okkur sigur í Super Bowl þá getum við rætt Tampa Brady,“ skrifaði Jane Castor. Tom Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots þar sem hann spilaði í tuttugu ár. Hann var hins vegar ekki lengi að breyta í Tampa Bay Buccaneers í lið sem getur farið alla leið. Liðið hefur ekki verið inn í myndinni síðustu ár en það beyttist snögglega með komu Brady. Day of @CityofTampa #BucsSpiritWeek - my office is repping the Bucs all the way! Details on how to participate throughout the week: https://t.co/Ub4ekUwfZm. Don t forget to tag @CityofTampa and @Buccaneers. pic.twitter.com/q0IIrT5mx5— Jane Castor (@JaneCastor) February 1, 2021 Jane Castor lofar því jafnframt að ef Tampa Bay Buccaneers liðið vinni leikinn á sunnudaginn þá muni borgin halda hér eftir upp á Tom Brady daginn. Super Bowl leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Ofurskálin Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sjá meira
Leikurinn um Ofurskálina er á sunnudagskvöldið og þar verður Tampa Bay Buccaneers fyrsta félagið í sögunni til að spila á heimavelli í Super Bowl. Mótherjarnir eru ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs. Jane Castor er borgarstjóri Tampa í Flórída fylki en hún er mikil íþróttaáhugakona. Hún sló á létta strengi í samtali við ESPN íþróttastöðina í aðdraganda Super Bowl. „Ég sagði honum að við ætlum ekki að fara pæla neitt í því að breyta nafni borgarinnar fyrr en hann komi heim með Lombardi bikarinn. Ég og Tom munum ræða þetta betur þegar að því kemur,“ sagði Jane Castor sem er sextug og hefur verið borgarstjóri frá því í maí 2019. Drop your captions below... pic.twitter.com/EeVX1Mq2gW— Tom Brady (@TomBrady) February 2, 2021 „Já við munum ræða það hvort við breytum nafni Tampa, nú þegar við erum orðin titlabær, í ‚Tompa Bay'. Við munum ræða það,“ sagði Castor í léttum tón. Þau eiga sér smá sögu því Tom Brady var rekinn úr almenningsgarði í apríl í fyrra þegar hann braut sóttvarnarreglur með því að vera að æfa í garðinum. Castor skrifaði í framhaldinu afsökunarbréf og talaði um misskilning en skaut um leið aðeins á Brady. „Tom, þetta er Tampa Bay. Ekki Tampa Brady. Ef þú færir okkur sigur í Super Bowl þá getum við rætt Tampa Brady,“ skrifaði Jane Castor. Tom Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots þar sem hann spilaði í tuttugu ár. Hann var hins vegar ekki lengi að breyta í Tampa Bay Buccaneers í lið sem getur farið alla leið. Liðið hefur ekki verið inn í myndinni síðustu ár en það beyttist snögglega með komu Brady. Day of @CityofTampa #BucsSpiritWeek - my office is repping the Bucs all the way! Details on how to participate throughout the week: https://t.co/Ub4ekUwfZm. Don t forget to tag @CityofTampa and @Buccaneers. pic.twitter.com/q0IIrT5mx5— Jane Castor (@JaneCastor) February 1, 2021 Jane Castor lofar því jafnframt að ef Tampa Bay Buccaneers liðið vinni leikinn á sunnudaginn þá muni borgin halda hér eftir upp á Tom Brady daginn. Super Bowl leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Upphitunun hefst klukkan 22.00 en leikurinn síðan um klukkan 23.25. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Ofurskálin Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sjá meira