Tími til að tengja: Hattarmenn geta unnið sögulegan sigur í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2021 14:31 Hattarmenn geta skrifað nýjan kafla í sögu félagsins í kvöld. Instagram/@hotturkarfa Höttur getur í kvöld tengt saman heimasigra í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Höttur vann Njarðvík í síðasta heimaleik sínum og fær lið Þórs frá Akureyri í heimsókn til sín í kvöld. Sigurinn á Njarðvíkingunum var sjötti heimasigur Hattar í efstu deild frá upphafi en í hinum fimm tilfellunum hefur Hattarliðið tapað næsta heimaleik sínum. Það sem meira er að allir þessir næstu heimaleikir Hattar eftir heimasigur hafa tapast með tíu stigum eða meira. Einn af þessum fimm heimasigrum Hattarliðsins var einmitt þegar Þórsarar komu síðast í heimsókn í Egilsstaði í Domino´s deildinni. Það var í lok janúar 2018 og Höttur vann þann leik með ellefu stigum, 86-75. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattarliðsins, setti einmitt niður tvær þriggja stiga körfur á þeim tæpu sex mínútum sem hann spilaði í leiknum. Lokakaflinn var rosalegur í þessum leik fyrir þremur árum en leikurinn endaði í framlengingu. Höttur vann framlenginguna síðan 13-2. Bæði lið koma kát inn í þennan leik. Höttur vann eins og áður sagði sinn síðasta leik en Þórsarar hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína sem voru á móti Tindastól og Val. Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld Leikur Hattar og Þórs frá Akureyri hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinna í kvöld verður síðan sýndur beint leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar úr Ljónagryfjunni en hann hefst klukkan 20.15 á Stöð 2 Sport 3. Allir fjórir leikir kvöldsins í Domino´s deild karla verða síðan gerðir upp í Dominos Tilþrifunum á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 22.00. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Höttur vann Njarðvík í síðasta heimaleik sínum og fær lið Þórs frá Akureyri í heimsókn til sín í kvöld. Sigurinn á Njarðvíkingunum var sjötti heimasigur Hattar í efstu deild frá upphafi en í hinum fimm tilfellunum hefur Hattarliðið tapað næsta heimaleik sínum. Það sem meira er að allir þessir næstu heimaleikir Hattar eftir heimasigur hafa tapast með tíu stigum eða meira. Einn af þessum fimm heimasigrum Hattarliðsins var einmitt þegar Þórsarar komu síðast í heimsókn í Egilsstaði í Domino´s deildinni. Það var í lok janúar 2018 og Höttur vann þann leik með ellefu stigum, 86-75. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattarliðsins, setti einmitt niður tvær þriggja stiga körfur á þeim tæpu sex mínútum sem hann spilaði í leiknum. Lokakaflinn var rosalegur í þessum leik fyrir þremur árum en leikurinn endaði í framlengingu. Höttur vann framlenginguna síðan 13-2. Bæði lið koma kát inn í þennan leik. Höttur vann eins og áður sagði sinn síðasta leik en Þórsarar hafa aftur á móti unnið tvo síðustu leiki sína sem voru á móti Tindastól og Val. Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld Leikur Hattar og Þórs frá Akureyri hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinna í kvöld verður síðan sýndur beint leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar úr Ljónagryfjunni en hann hefst klukkan 20.15 á Stöð 2 Sport 3. Allir fjórir leikir kvöldsins í Domino´s deild karla verða síðan gerðir upp í Dominos Tilþrifunum á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 22.00. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Næsti heimaleikur eftir heimrasigra Hattar í úrvalsdeild: 2005-06 Unnu Hamar/Selfoss 84-74 á Egilsstöðum 17. janúar 2006 Næsti heimaleikur: 24 stiga tap fyrir Snæfelli (77-101) --- Unnu Fjölni 89-86 á Egilsstöðum 23. febrúar 2006 Næsti heimaleikur: 11 stiga tap fyrir Skallagrími (87-98) --- 2015-16 Unnu Njarðvík 86-79 á Egilsstöðum 8. janúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Grindavík (71-81) -- Unnu ÍR 93-70 á Egilsstöðum 25. febrúar 2016 Næsti heimaleikur: 10 stiga tap fyrir Þór Þorl. (93-104) --- 2017-18 Unnu Þór Ak. 86-75 á Egilsstöðum 25. janúar 2018 Næsti heimaleikur: 22 stiga tap fyrir Haukum (69-91) --- 2020-21 Unnu Njarðvík 88-83 á Egilsstöðum 31. janúar 2021 Næsti heimaleikur: Á móti Þór Ak. í kvöld
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Höttur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira