Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 12:06 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. vísir/vilhelm Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. Skýrsla starfshóps um Sundabraut var kynnt í gær en samkvæmt henni yrði Sundabraut með brú fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Mat sérfræðihópsins er stóð að skýrslunni er að brú sé töluvert betri kostur en jarðgöng og sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, líta svo á að komin sé loka niðurstaða í málið; Sundabrú. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, bendir á að í skýrslunni séu göngin þó ekki slegin út af borðinu. „Niðurstaða skýrslunnar er á báðar leiðir. Að Sundabraut í göng og brú séu raunhæfar til áframhaldandi skoðunar. Brúin kemur betur út en í fyrri athugunum þannig að núna siptir máli að fá viðbrögð við þessari skýrsu og svara þeim spurningum sem koma fram og síðan ná saman á milli ríkis og borgar um næstu skref,“ segir Dagur. Skýrslan verður kynnt í borgarráði í næstu viku og í kjölfarið tekin til umfjöllunar hjá borginni. Dagur bendir á að borgin hafi markað sé þá stefnu, þvert á flokka, að Sundabraut væri best í göngum. „Það var eftir ítarlegt samráð við íbúa í þeim hverfum sem verða fyrir mestum áhrifum af Sundabraut og við höfum sagt frá upphafi að til þess að breyta stefnu borgarinnar, að þá þurfi að eiga sér stað samtal og samráð, meðal annars við þá sem búa í þessum hverfum og meta báða kosti út frá öllum hliðum. Skýrslan er bara mjög mikilvægt innlegg í það.“ Hann segir jákvætt að í skýrslunni sé dregið fram að brúin sé góð lausn fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Ég held að það sé bara tímanna tákn að þessir fjölbreyttu ferðamátar og almenningssamgöngur séu teknir svona inn í þessa mynd. Við getum ekki lagt heildstætt mat á neitt í samgöngumálum án þess að hugsa um hvernig það nýtist okkur til að efla almenningssamgöngur og auka ekki umferðarálagið sem er mikið fyrir í borginni.“ Aðspurður um efasemdir segir hann að fara þurfi betur yfir kostnaðarmatið. „Það hefur verið bent á að þarna er verið að bera saman beinan kostnað við Sundabrautarframkvæmdina, en það er ýmis kostnaður sem fellur til, við til að mynda hafnarsvæðið og hugsanlega nálæg íbúahverfi sem þarf að taka inn í myndina. Þannig að næsta skref yrði þá félagshagfræðileg greining annars vegar og umhverfismat hins vegar. En mér sýnist þessi vinna vera góð og leggja grunn að því samtali sem þarf að eiga sér stað,“ segir Dagur. Reykjavík Samgöngur Sundabraut Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Skýrsla starfshóps um Sundabraut var kynnt í gær en samkvæmt henni yrði Sundabraut með brú fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Mat sérfræðihópsins er stóð að skýrslunni er að brú sé töluvert betri kostur en jarðgöng og sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, líta svo á að komin sé loka niðurstaða í málið; Sundabrú. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, bendir á að í skýrslunni séu göngin þó ekki slegin út af borðinu. „Niðurstaða skýrslunnar er á báðar leiðir. Að Sundabraut í göng og brú séu raunhæfar til áframhaldandi skoðunar. Brúin kemur betur út en í fyrri athugunum þannig að núna siptir máli að fá viðbrögð við þessari skýrsu og svara þeim spurningum sem koma fram og síðan ná saman á milli ríkis og borgar um næstu skref,“ segir Dagur. Skýrslan verður kynnt í borgarráði í næstu viku og í kjölfarið tekin til umfjöllunar hjá borginni. Dagur bendir á að borgin hafi markað sé þá stefnu, þvert á flokka, að Sundabraut væri best í göngum. „Það var eftir ítarlegt samráð við íbúa í þeim hverfum sem verða fyrir mestum áhrifum af Sundabraut og við höfum sagt frá upphafi að til þess að breyta stefnu borgarinnar, að þá þurfi að eiga sér stað samtal og samráð, meðal annars við þá sem búa í þessum hverfum og meta báða kosti út frá öllum hliðum. Skýrslan er bara mjög mikilvægt innlegg í það.“ Hann segir jákvætt að í skýrslunni sé dregið fram að brúin sé góð lausn fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Ég held að það sé bara tímanna tákn að þessir fjölbreyttu ferðamátar og almenningssamgöngur séu teknir svona inn í þessa mynd. Við getum ekki lagt heildstætt mat á neitt í samgöngumálum án þess að hugsa um hvernig það nýtist okkur til að efla almenningssamgöngur og auka ekki umferðarálagið sem er mikið fyrir í borginni.“ Aðspurður um efasemdir segir hann að fara þurfi betur yfir kostnaðarmatið. „Það hefur verið bent á að þarna er verið að bera saman beinan kostnað við Sundabrautarframkvæmdina, en það er ýmis kostnaður sem fellur til, við til að mynda hafnarsvæðið og hugsanlega nálæg íbúahverfi sem þarf að taka inn í myndina. Þannig að næsta skref yrði þá félagshagfræðileg greining annars vegar og umhverfismat hins vegar. En mér sýnist þessi vinna vera góð og leggja grunn að því samtali sem þarf að eiga sér stað,“ segir Dagur.
Reykjavík Samgöngur Sundabraut Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira