Ákæra var gefin út á hendur henni í gær en Suu Kyi er sökuð um ólöglegan innflutning á samskiptatækjum, en sex talstöðvar fundust á heimili hennar að sögn hersins.
Mikil ólga er í landinu en í nóvember fór flokkur Suu Kyi með yfirburðasigur í kosningum í landinu og fengu um sjötíu prósent greiddra atkvæða.
Herforingjarnir fullyrða að brögð hafi verið í tafli og tóku því völdin af hinni borgaralegu stjórn, en herinn hafði stjórnað landinu að miklu leyti á bak við tjöldin og aldrei fyllilega sleppt takinu frá því borgaraleg stjórn komst á árið 2015.