Komin „yfir toppinn“ en eiga langt í land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 23:03 Chris Whitty, landlæknir Englands, og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Toby Melville - WPA Pool/Getty Bretland er nú „komið yfir toppinn“ á þeirri bylgju kórónuveirunnar sem ríður yfir ríkið, samkvæmt landlækni Englands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir landlækninum, Chris Whitty, að tölur yfir spítalainnlagnir, fólk sem greinist daglega með veiruna og dauðsföll væru á niðurleið. Það þýddi þó ekki að tölurnar gætu ekki farið hækkandi aftur. Á fréttamannafundi í dag sagði Whitty að þrátt fyrir að tölurnar hefðu lækkað tilfinnanlega þá væru þær enn hærri en þegar mest lét í fyrstu bylgju faraldursins í apríl 2020. „Þetta er því enn stórt vandamál. En þetta er vandamál sem er á réttri leið,“ sagði Whitty. Hann bætti því við að ef tölur yfir smitaða færu aftur hækkandi þá kæmist breska heilbrigðiskerfið „aftur í vandræði á ógnarhraða“ en mikið hefur mætt á kerfinu þegar faraldurinn hefur látið finna hvað mest fyrir sér í Bretlandi. Í dag, miðvikudag, létust 1.322 manns sem greinst höfðu með Covid-19 á síðustu 28 dögum í Bretlandi. Alls hafa tæplega 110 þúsund manns látist á innan við 28 dögum eftir Covid-19 greiningu. Þá greindust 19.202 með kórónuveiruna í Bretlandi í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, talaði einnig á fundinum og lofsamaði það „tröllvaxna átak“ að hafa þegar bólusett tíu prósent bresku þjóðarinnar við Covid-19, þar af 90 prósent þeirra sem eru 75 ára eða eldri. „Þó að í dag séu á lofti teikn vonar, þar sem Covid-sjúklingum á spítölum fer fækkandi frá upphafi þessarar bylgju, er tíðni smita enn skelfilega há,“ sagði Johnson og bætti við að um 32 þúsund manns lægju nú inni á spítala með Covid-19. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir landlækninum, Chris Whitty, að tölur yfir spítalainnlagnir, fólk sem greinist daglega með veiruna og dauðsföll væru á niðurleið. Það þýddi þó ekki að tölurnar gætu ekki farið hækkandi aftur. Á fréttamannafundi í dag sagði Whitty að þrátt fyrir að tölurnar hefðu lækkað tilfinnanlega þá væru þær enn hærri en þegar mest lét í fyrstu bylgju faraldursins í apríl 2020. „Þetta er því enn stórt vandamál. En þetta er vandamál sem er á réttri leið,“ sagði Whitty. Hann bætti því við að ef tölur yfir smitaða færu aftur hækkandi þá kæmist breska heilbrigðiskerfið „aftur í vandræði á ógnarhraða“ en mikið hefur mætt á kerfinu þegar faraldurinn hefur látið finna hvað mest fyrir sér í Bretlandi. Í dag, miðvikudag, létust 1.322 manns sem greinst höfðu með Covid-19 á síðustu 28 dögum í Bretlandi. Alls hafa tæplega 110 þúsund manns látist á innan við 28 dögum eftir Covid-19 greiningu. Þá greindust 19.202 með kórónuveiruna í Bretlandi í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, talaði einnig á fundinum og lofsamaði það „tröllvaxna átak“ að hafa þegar bólusett tíu prósent bresku þjóðarinnar við Covid-19, þar af 90 prósent þeirra sem eru 75 ára eða eldri. „Þó að í dag séu á lofti teikn vonar, þar sem Covid-sjúklingum á spítölum fer fækkandi frá upphafi þessarar bylgju, er tíðni smita enn skelfilega há,“ sagði Johnson og bætti við að um 32 þúsund manns lægju nú inni á spítala með Covid-19.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira