Undirrituðu samning við CureVac um bóluefni gegn Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2021 10:55 Ásta Valdimarsdóttir ráðuneytisstjóri undirritar samninginn. Heilbrigðisráðuneytið Íslensk stjórnvöld hafa undirritað samningum um kaup á bóluefni þýska líftæknilyfjaframleiðandans CureVac gegn Covid-19 sem dugir fyrir um 90 þúsund einstaklinga. Vonir standa til að afhending bóluefnisins geti hafist á öðrum fjórðungi þessa árs, að undangengnu mati Lyfjastofnunar Evrópu og útgáfu markaðsleyfis, af því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Er um að ræða fimmta samninginn sem íslensk stjórnvöld gera um afhendingu bóluefnis við Covid-19 og var hann undirritaður mánudaginn 1. febrúar. Bóluefni CureVac er nú í fasa III í prófunum. Bóluefnið er af sömu gerð og bóluefni Pfizer og Moderna, að því leyti að hluti af RNA erfðaefni veiru er notað til að vekja mótefnasvar hjá bólusettum einstaklingum. Bólusetja þarf hvern og einn tvisvar sinnum með CureVac bóluefninu með fjögurra vikna millibili til að ná fullri virkni en ólíkt efni Pfizer og Moderna þarf ekki að flytja það í miklu frosti. Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur gefið út að bílaframleiðandinn hyggist vinna með CureVac til að útbúa nokkurs konar örverksmiðjur. Vonast milljarðamæringurinn til þess að hægt verði að dreifa umræddum búnaði um allan heim og nýta til að framleiða milljarða skammta af bóluefninu. Sanofi eitt eftir Með undirrituninni hafa íslensk heilbrigðisyfirvöld samið við alla framleiðendur sem eru nú hluti af bóluefnasamstarfi Evrópusambandsins, að undanskildu Sanofi. Tafir hafa orðið á þróun bóluefnis franska lyfjafyrirtækisins eftir að það reyndist ekki veita eldra fólki nógu góða vörn og er stefnt að því að það komi á markað í lok þessa árs. Sanofi hyggst í millitíðinni aðstoða Pfizer við framleiðslu á bóluefni þess síðarnefnda gegn Covid-19 en erfitt hefur reynst að anna eftirspurn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér fyrir neðan má sjá samantekt heilbrigðisráðuneytisins um stöðu bóluefnasamninga. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Þýskaland Tengdar fréttir Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Vonir standa til að afhending bóluefnisins geti hafist á öðrum fjórðungi þessa árs, að undangengnu mati Lyfjastofnunar Evrópu og útgáfu markaðsleyfis, af því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Er um að ræða fimmta samninginn sem íslensk stjórnvöld gera um afhendingu bóluefnis við Covid-19 og var hann undirritaður mánudaginn 1. febrúar. Bóluefni CureVac er nú í fasa III í prófunum. Bóluefnið er af sömu gerð og bóluefni Pfizer og Moderna, að því leyti að hluti af RNA erfðaefni veiru er notað til að vekja mótefnasvar hjá bólusettum einstaklingum. Bólusetja þarf hvern og einn tvisvar sinnum með CureVac bóluefninu með fjögurra vikna millibili til að ná fullri virkni en ólíkt efni Pfizer og Moderna þarf ekki að flytja það í miklu frosti. Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur gefið út að bílaframleiðandinn hyggist vinna með CureVac til að útbúa nokkurs konar örverksmiðjur. Vonast milljarðamæringurinn til þess að hægt verði að dreifa umræddum búnaði um allan heim og nýta til að framleiða milljarða skammta af bóluefninu. Sanofi eitt eftir Með undirrituninni hafa íslensk heilbrigðisyfirvöld samið við alla framleiðendur sem eru nú hluti af bóluefnasamstarfi Evrópusambandsins, að undanskildu Sanofi. Tafir hafa orðið á þróun bóluefnis franska lyfjafyrirtækisins eftir að það reyndist ekki veita eldra fólki nógu góða vörn og er stefnt að því að það komi á markað í lok þessa árs. Sanofi hyggst í millitíðinni aðstoða Pfizer við framleiðslu á bóluefni þess síðarnefnda gegn Covid-19 en erfitt hefur reynst að anna eftirspurn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér fyrir neðan má sjá samantekt heilbrigðisráðuneytisins um stöðu bóluefnasamninga.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Þýskaland Tengdar fréttir Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54
Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19
Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24