Moderna vill fjölga skömmtum í hverju glasi til að auka framleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2021 14:03 Geyma þarf bóluefni Moderna við um 20 gráðu frost. Charlie Riedel/AP Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna vill fjölga þeim skömmtum sem fást úr hverju hettuglasi af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Með þessu hyggst Moderna auka framleiðslugetu sína sem nálgast nú milljón bóluefnaskammta á dag. Ef áformin ganga eftir verða fimmtán skammtar í hverju glasi í stað tíu líkt og nú er en fram kemur í tilkynningu frá Moderna að fyrirtækið þurfi samþykki bandarísku Lyfja- og matvælastofnunarinnar áður en hægt verður að ráðast í breytinguna. Að sögn Stephen Hoge, forsvarsmanns Moderna, myndi aukningin hjálpa fyrirtækinu að bregðast við framleiðslutakmörkunum sem takmarka þann fjölda glasa sem hægt sé að fylla á hverjum tíma. Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar að fyrst hafi borist fregnir af því á föstudag að Moderna hafi óskað eftir áðurnefndu leyfi hjá Matvæla- og lyfjastofnuninni. Ísland fær 128 þúsund skammta Bóluefni Moderna gegn Covid-19 var veitt skilyrt markaðsleyfi á Íslandi þann 6. janúar og hófst bólusetning með efninu viku síðar. Hafa nú 1.259 einstaklingar verið bólusettir með efni Moderna hér á landi, samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefnum covid.is. Alls hafa íslensk stjórnvöld samið um afhendingu 128 þúsund skammta af bóluefninu og er áætlað að Ísland verði búið að fá um fimm þúsund skammta fyrir lok febrúar. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif möguleg framleiðsluaukning Moderna mun hafa á afhendingaráætlun Íslands. Í desember kom í ljós að fleiri skammtar næðust í sumum tilfellum úr glösum af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 en gert var ráð fyrir, eða sex í stað fimm. Í síðustu viku greindi sænska blaðið Dagens Nyheter frá því að Pfizer væri farið að rukka stjórnvöld fyrir sjötta skammtinn, við mikla óanægju samninganefndar framkvæmdastjórnar ESB. Var þá haft eftir Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, að Lýðheilsustofnun Svíþjóðar muni ekki greiða viðbótarreikningana frá Pfizer fyrr en samkomulag hafi náðst í deilunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Sjá meira
Ef áformin ganga eftir verða fimmtán skammtar í hverju glasi í stað tíu líkt og nú er en fram kemur í tilkynningu frá Moderna að fyrirtækið þurfi samþykki bandarísku Lyfja- og matvælastofnunarinnar áður en hægt verður að ráðast í breytinguna. Að sögn Stephen Hoge, forsvarsmanns Moderna, myndi aukningin hjálpa fyrirtækinu að bregðast við framleiðslutakmörkunum sem takmarka þann fjölda glasa sem hægt sé að fylla á hverjum tíma. Fram kemur í frétt Reuters-fréttastofunnar að fyrst hafi borist fregnir af því á föstudag að Moderna hafi óskað eftir áðurnefndu leyfi hjá Matvæla- og lyfjastofnuninni. Ísland fær 128 þúsund skammta Bóluefni Moderna gegn Covid-19 var veitt skilyrt markaðsleyfi á Íslandi þann 6. janúar og hófst bólusetning með efninu viku síðar. Hafa nú 1.259 einstaklingar verið bólusettir með efni Moderna hér á landi, samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefnum covid.is. Alls hafa íslensk stjórnvöld samið um afhendingu 128 þúsund skammta af bóluefninu og er áætlað að Ísland verði búið að fá um fimm þúsund skammta fyrir lok febrúar. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif möguleg framleiðsluaukning Moderna mun hafa á afhendingaráætlun Íslands. Í desember kom í ljós að fleiri skammtar næðust í sumum tilfellum úr glösum af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 en gert var ráð fyrir, eða sex í stað fimm. Í síðustu viku greindi sænska blaðið Dagens Nyheter frá því að Pfizer væri farið að rukka stjórnvöld fyrir sjötta skammtinn, við mikla óanægju samninganefndar framkvæmdastjórnar ESB. Var þá haft eftir Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, að Lýðheilsustofnun Svíþjóðar muni ekki greiða viðbótarreikningana frá Pfizer fyrr en samkomulag hafi náðst í deilunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34 Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Sjá meira
Pfizer farið að rukka fyrir sjötta skammtinn Eftir að fram kom að hægt er að ná sex bóluefnaskömmtum út úr flöskum Pfizer í stað fimm, er bandaríski lyfjaframleiðandinn nú farinn að rukka fyrir sjötta skammtinn. Hærri reikningar Pfizer eru þó sendir út án samþykkis frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 26. janúar 2021 11:34
Bóluefni Moderna virðist virka gegn nýjum afbrigðum veirunnar Bóluefni frá Moderna virðist virka gegn afbrigðum kórónuveirunnar nýju sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. BBC greinir frá og hefur eftir vísindamönnum hjá lyfjafyrirtækinu sem rannsökuðu blóðsýni úr átta manns sem höfðu verið bólusett með tveimur skömmum af bóluefninu frá Moderna. 25. janúar 2021 14:54
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila