Hið umdeilda Óðinstorg hefur verið áberandi í þjóðmálaumræðu undanfarna daga og vikur. Ýmsu hefur verið fleygt fram um framkvæmdir við torgið og nágrenni þess, kostnað og samþykktir. En hverjar eru staðreyndir málsins? Framkvæmdum við Óðinstorg og nágrenni lauk endanlega í fyrrasumar, eftir að hafa dregist nokkuð á langinn. Umræða um torgið gekk svo nýlega í endurnýjun lífdaga vegna myndbands um framkvæmdirnar, sem borgarfulltrúi Miðflokksins ljáði rödd sína - og sett hefur verið í samhengi við skotárás á heimili Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra. Í myndbandinu var því til að mynda haldið fram að framkvæmdin hefði kostað 657 milljónir króna og að borgarstjóri hefði keypt bílastæði af borginni við heimili sitt án útboðs. Síðari fullyrðingin reyndist beinlínis röng – og sú fyrri reyndist í það minnsta villandi. Í þessari umfjöllun verður farið yfir staðreyndir, rangfærslur og „gráa svæðið“ varðandi framkvæmdirnar við Óðinstorg; kostnað, bílastæðakaup borgarstjóra, uppruna hugmyndarinnar og viðhorf nágranna til torgsins. Hvað er fullyrt í myndbandinu? Hópurinn Björgum miðbænum stóð að birtingu áðurnefnds myndbands, sem birt var undir yfirskriftinni Óðinstorg, bruðl og spilling. Í myndbandinu, sem nú hefur verið fjarlægt af YouTube en nálgast má í spilaranum hér fyrir neðan, voru framkvæmdirnar við Óðinstorg harðlega gagnrýndar. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins ljær gagnrýninni rödd sína. Hér er textinn sem Vigdís les í heild: „Valdníðsla, hroki, skuldasöfnun og bruðl í gæluverkefni hefur einkennt valdatíð Dags B. Eggertssonar, að ekki sé talað um árásir á fjölskyldubílinn og rekstraraðila á Laugavegi og nágrenni. Nýjasta dæmið er Óðinstorg. Framkvæmd upp á 657 milljónir króna. Vissulega var skipt um lagnir og sett upp snjóbræðslukerfi fyrir utan heimili borgarstjóra en torgið er umfram allt gæluverkefni sem hefur þann eina tilgang að útrýma fjölda bílastæða fyrir íbúa, nágranna og gesti hótelsins sem þurfa að leita í nærliggjandi götur eftir stæðum sem eru af skornum skammti. Dagur þarf sjálfur ekki að hafa áhyggjur af bílastæðaskorti þar sem hann kaupir á sama tíma þrjú bílastæði af borginni við sitt hús án útboðs. Ekkert tillit er tekið til eins eða neins eins og venjulega. Valdhrokinn er algjör. Viðhorf borgarstjórans er: Það er ég sem ræð og fer með fjármuni borgarbúa og sameiginlegar eignir borgarinnar eins og mér sýnist. Er þetta ekki spilling? Dæmi hver fyrir sig.“ Fá þessar fullyrðingar staðist? Hér á eftir verður leitast við að svara því. Nýjasta dæmið er Óðinstorg. Framkvæmd upp á 657 milljónir króna. Í myndbandinu er fullyrt að framkvæmd við Óðinstorg hafi kostað 657 milljónir króna. Sú staðhæfing er í það minnsta villandi, samkvæmt svari fjármála- og áhættustýringasviðs Reykjavíkurborgar um kostnað við framkvæmdirnar frá því í desember síðastliðnum. Framsetning myndbandsins á umfangi framkvæmdanna, sem og kostnaðinum við þær, verður að teljast villandi. Eingöngu er sýnt frá Óðinstorgi sjálfu og heimili borgarstjóra að Óðinsgötu, sem stendur við torgið. Túlka mætti textann á þá leið að framkvæmdin við Óðinstorgið ein og sér hafi kostað 657 milljónir. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins virðist að mestu andsnúin stefnu meirihlutans í skipulagsmálum í borginni. Hún ljær hópnum Björgum miðbænum rödd sína í myndbandi um framkvæmdir við Óðinstorg, sem fjarlægt var af YouTube eftir að bent var á rangfærslu sem þar var að finna um bílastæðakaup borgarstjóra.Vísir/vilhelm Það er ekki rétt en líkt og komið hefur fram eru framkvæmdir á Óðinstorgi sjálfu hluti af umfangsmeiri framkvæmdum á svæðinu, sem alls náðu til sjö gatna og tveggja torga; Freyjutorgs og Óðinstorgs, á árunum 2017 til 2020. Þannig eru til dæmis framkvæmdir við Freyjutorg, sem boðnar voru út árið 2017 og lauk í árslok 2018, innifaldar í þessum heildarkostnaði. Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar vegna framkvæmdanna, sem lutu m.a. að gatnaviðgerðum, lagningu snjóbræðslukerfis og raflýsingu, var samkvæmt svarinu 474 milljónir króna á umræddu tímabili. Fjárheimildir til framkvæmdanna þessi ár hafi verið 505 milljónir. Heildarkostnaður Veitna, sem er dótturfélag OR og þannig í eigu Reykjavíkurborgar líkt og Vigdís hefur bent á, var um 183 milljónir. Samanlagður kostnaður Reykjavíkurborgar og Veitna við allar framkvæmdir á svæðinu var því 657 milljónir króna; talan sem nefnd er í myndbandinu. Yfirlitsmynd af framkvæmdunum á svæðinu við Óðinstorg sem stóðu yfir frá 2017 til 2020, og kostuðu Reykjavíkurborg samtals 474 milljónir króna.Vísir/Hjalti Reikna 60 milljónirnar út frá flatarmáli Kostnaður borgarinnar við Óðinstorg eitt og sér er í svarinu sagður 60,6 milljónir króna, tæpur tíundi hluti af milljónunum 657. Fram kemur í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis að kostnaður við Óðinstorg hafi verið reiknaður út frá „hreyfðu yfirborði“, mældu í fermetrum, þ.e. með þeirri aðferð sem Vigdís lýsir í grein sem birtist eftir hana á Vísi á mánudag. Heildarkostnaði, 474 milljónum, var þannig deilt á heildarflatarmál framkvæmdasvæðisins og fermetraverðið margfaldað með flatarmáli Óðinstorgs, 675 fermetrum. Ekki fékkst frekari útlistun á kostnaðinum við torgið fyrir utan það að framkvæmdin var sögð samanstanda af þeim verkþáttum sem lýst er í svarinu frá því í desember 2020; gatnagerð, jarðvinnu, hönnun og svo framvegis. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/vilhelm Villandi samanburður Þá ber að geta þess að árið 2019 var áætlaður heildarkostnaður borgarinnar við framkvæmdir á Óðinstorgi, Óðinsgötu, Týsgötu og efsta hluta Spítalastígs 330 milljónir króna, líkt og Vigdís bendir á í áðurnefndri grein. Inni í þeirri upphæð eru þó ekki meðtaldar framkvæmdir við Freyjutorg, Skólavörðustíg og hluta Spítalastígs. Það er því villandi að tala um að kostnaður við framkvæmdirnar hafi á einu ári „hækkað um 327 milljónir króna“, líkt og Vigdís heldur fram í grein sinni. Fyrir það fyrsta nær endanlegur heildarkostnaður yfir stærra svæði en áðurnefnd kostnaðaráætlun frá 2019 fjallar um. Í kostnaðaráætluninni er jafnframt aðeins fjallað um kostnað borgarinnar en Vigdís notar samanlagðan kostnað borgarinnar og Veitna til samanburðar. Í svari við fyrirspurn Vigdísar í febrúar 2020 kemur fram að áfallinn kostnaður vegna framkvæmda á áðurnefndum hluta svæðisins hafi verið 331 milljón króna. Heildarkostnaður umræddra verkhluta virðist á endanum hafa farið nokkuð fram úr fyrstu kostnaðaráætlunum, samkvæmt sundurliðuðum kostnaði úr svari borgarinnar frá því í desember. [Dagur] kaupir á sama tíma þrjú bílastæði af borginni við sitt hús án útboðs. Þetta er rangt, líkt og aðstandendur myndbandsins hafa viðurkennt. Enginn nafngreindur ábyrgðarmaður er skráður fyrir myndbandinu en Bolla Kristinssyni, athafnamanni sem lengi var kenndur við verslunina 17, eru þar færðar „sérstakar þakkir“. Bolli, sem er harður andstæðingur göngugatna í miðbænum og forsvarsmaður samtakanna Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn, baðst á sunnudag afsökunar á fullyrðingunni um hin meintu bílastæðakaup Dags án útboðs. „Flest er rétt með haft en ein alvarleg rangfærsla hefur komið fram, að Dagur B. Eggertsson hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs, þetta er rangt og þar sem mitt nafn er í kredit lista í lok myndbandsins bið ég borgarstjóra og aðra aðila málsins afsökunar,“ segir í færslu Bolla. Reykjavíkurborg leiðrétti jafnframt umrædda fullyrðingu í svari vegna umræðu um framkvæmdirnar á föstudag. Þar kemur fram að fyrir tíu árum hafi nágrannar borgarstjórahjónanna boðið þeim að kaupa af sér tvö bílastæði „til að þau héldust í eigu fólks sem byggi við lóðina“. Fyrir þau hafi verið greitt uppsett verð. „Borgarstjóri og fjölskylda hefur aldrei keypt bílastæði af Reykjavíkurborg einsog ranglega hefur verið haldið fram. Þau hafa heldur aldrei átt þrjú bílastæði á lóðinni eins og fullyrt hefur verið,“ segir í svari borgarinnar. Frá framkvæmdum við Óðinstorg þegar þær stóðu einna hæst.Vísir/vilhelm Keypti „rósabeð í órækt“ af nágrönnum Þá var greint frá því árið 2017 að Dagur hefði keypti 37 fermetra skika af öðrum nágrönnum sínum á sama stað. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti deiliskipulag þess efnis í nóvember 2018. Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis segir að lengst af hafi rósabeð í órækt verið hluti af bílastæðalóðinni. Borgarstjórahjónin hafi keypt þennan hluta lóðarinnar og með honum stækkað garð sinn. „Bílastæðin á bílastæðalóðinni voru áfram óbreytt en í stað rósabeðsins bættist við garð hússins við Óðinsgötu 8B. Meðeigendurnir fengu greitt fyrir þennan hluta lóðarinnar skv. matsverði en borgarstjórahjónin greiddu til viðbótar allan kostnað af breytingum og fegrun svæðisins. Í engum af þessum viðskiptum var borgin seljandi, hvorki með eða án útboðs. Deiliskipulagi þurfti þó að breyta til að færa lóðamörk,“ segir í svari Reykjavíkurborgar. [Óðinstorg] er umfram allt gæluverkefni sem hefur þann eina tilgang að útrýma fjölda bílastæða fyrir íbúa, nágranna og gesti hótelsins sem þurfa að leita í nærliggjandi götur eftir stæðum sem eru af skornum skammti. Ekki er ljóst á hverju fullyrðing um þennan „eina tilgang“ Óðinstorgs er byggð en eftir því sem Vísir kemst næst ríkir ánægja um torgið meðal íbúa og gesta á svæðinu frekar en hitt. Áður en nýtt deiliskipulag að Óðinstorgi og nágrenni var samþykkt hafði bílastæðunum sem þar voru verið breytt í torg undir ýmiss konar mannlíf í tilraunaskyni. Þá hafði ítrekað verið lagt til að torginu yrði breytt á þennan máta í hugmyndasamkeppnum Betri Reykjavíkur. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur.Facebook Benóný Ægisson formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur segir í samtali við Vísi að einu umkvartanirnar frá íbúum sem samtökin hafi fengið inn á sitt borð vegna Óðinstorgs hafi tengst ónæði vegna framkvæmdanna. Það eina sem samtökin hafi út á torgið að setja sé að það sé ef til vill ekki nógu barnvænt, auk þess sem setja mætti niður meiri gróður á svæðinu. „En við höfum verið mjög meðmælt því að búa til litla garða og lítil torg um miðbæinn, þar sem fólk getur komið saman,“ segir Benóný. Hann hafi ekki orðið var við annað en að ánægja ríki um torgið meðal íbúa. „Ég veit ekki um neinn sem saknar þessara bílastæða,“ bætir hann við. Hótelgestir gátu sjaldan notað stæðin Bjarni Hákonarson, hótelstjóri Hótel Óðinsvéa, hótelsins sem vísað er til í myndbandinu, segir í samtali við Vísi að torgið sjálft hafi reynst ágætlega – og trekki sérstaklega að á góðviðrisdögum. Þó að framkvæmdirnar á svæðinu hafi komið hótelinu illa meðan á þeim stóð séu nýjar lagnir mikið fagnaðarefni. Lagnir í götunum á svæðinu hafi verið handónýtar. „En gestir hjá okkur, í þann stutta tíma sem þetta hefur verið, hafa verið mjög ánægðir með torgið. Gestir hjá Snaps og Bodega hafa verið alveg sérstaklega ánægðir. Og maður hefur séð fullt af færslum um það á samfélagsmiðlum. Þannig að ég get ekki annað séð en að það sé almenn ánægja með torgið og niðurstöðu þess,“ segir Bjarni. Hótel Óðinsvé gnæfir yfir Óðinstorgið. Á neðstu hæðinni er hinn vinsæli veitingastaður Snaps.Vísir/vilhelm Bílastæðum hafi þó vissulega fækkað í kjölfar endurskipulagningarinnar á svæðinu, það sé óumdeilt. Á torginu hafi verið áður um tólf til fjórtán stæði. „En það var mjög sjaldan sem gestir gátu fengið stæði þarna hvort sem er. Þeir fóru í aðrar götur og við bentum þeim á bílastæðahús og annað svoleiðis.“ Bjarni segir að hótelið hafi þó sent Reykjavíkurborg athugasemdir vegna fjögurra bílastæða sem staðsett eru beint fyrir framan hótelið. Með endurskipulagningunni á torginu hafi þremur stæðanna verið breytt í bílastæði fyrir sendibíla en einu komið undir gróðurbeð. Bjarni segir að sendibílastæðin séu nær aldrei notuð og þá sé ítrekað ekið yfir gróðurbeðið. Nær væri, líkt og hótelið kalli eftir, að reitunum yrði breytt í stæði fyrir leigubíla og smárútur, sem aka með gesti til og frá hótelinu. Fæðingin tók rúman áratug Vígdís hefur talað um framkvæmdirnar sem „fegrunaraðgerðir borgarstjóra fyrir framan heimili hans“ og ýjað að óeðlilegum tengslum borgarstjóra við verkið. Fyrir liggur að tillaga um endurbætur á torgum á Skólavörðuholti, þar á meðal Óðinstorgi, kom upphaflega frá Evu Maríu Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu og þáverandi fulltrúa íbúa í svokallaðri Miðborgarstjórn, í kringum aldamótin 2000. Frá Óðinstorgi fyrir framkvæmdir, þegar bílastæði voru þar ráðandi.Reykjavíkurborg Sjálf bendir Eva María á í Facebook-færslu um málið síðan í lok janúar að hugmyndin hafi verið kynnt í Miðborgarstjórn um það leyti - „og [...] þá bjó enginn DBE við Óðinstorg.“ Þá bendir Eva María einnig á að áðurnefndur Bolli hafi einmitt setið sjálfur í þeirri stjórn, sem fulltrúi kaupmanna. Honum ætti því að vera fullkunnugt um uppruna hugmyndarinnar. Mér liggur það á hjarta að þetta myndband sem nú er í umferð og fjallar t.d. um árásir á einkabílinn er fyrirlitleg...Posted by Eva María Jónsdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 Samkvæmt tilkynningu Reykjavíkurborgar var samkeppni um torgin samþykkt árið 2008 í umhverfis- og samgönguráði, þegar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór fyrir ráðinu. Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn mynduðu þá meirihluta í borgarstjórn. Ekkert varð þó af verkinu, sem slegið var á frest eftir efnahagshrunið 2008. Nokkrum árum síðar var svo blásið til hönnunarsamkeppni um endurgerð á Óðinstorgi. Vinningstillagan var kynnt árið 2015, deiliskipulag var samþykkt árið 2018 og í mars 2019 samþykkti borgarráð að bjóða skyldi út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu. Framkvæmdirnar drógust nokkuð á langinn en lauk að endingu í fyrra. Dagur var fyrst kosinn í borgarstjórn árið 2002 og var formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar 2004 til 2006. Þá var hann borgarstjóri frá október 2007 til janúar 2008. Hann hefur nú gegnt embættinu óslitið frá því í júní 2014. Fram kemur í tilkynningu Reykjavíkurborgar að hann hafi ætíð vikið af fundum þegar fjallað hafi verið um nágrenni heimilis hans, líkt og borgarfulltrúum beri að gera. Fréttin hefur verið uppfærð. Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Göngugötur Fréttaskýringar Tengdar fréttir Höfum leyft okkur að kalla stjórnmálafólk ónytjunga og aumingja Forsætisráðherra vonar að hægt verði að taka fyrir dreifingu á kostuðum nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum með nýju frumvarpi. Forrystufólk í stjórnmálum þarf að sammælast um að forðast persónuárásir og ofbeldisfulla umræðu í aðdraganda kosninga, að mati formanns Viðreisnar. 1. febrúar 2021 19:28 Reikningskúnstir Reykjavíkur vegna Óðinstorgs Fermeter af Óðinstorgi kostar það sama og fermeter af gangstétt samkvæmt reiknikúnstum borgarinnar. 1. febrúar 2021 15:00 Dóra Björt segir gífuryrði og uppspuna einkenna pólitíkina í borginni Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir það hafa verið áfall að uppgötva hversu frjálslega „ákveðnir“ stjórmálamenn umgangast sannleikann. 1. febrúar 2021 11:24 Deila um tölur snýst raunverulega um umfang og forgangsröðun Framkvæmdakostnaður Reykjavíkurborgar vegna Óðinstorgs nam 60,6 milljónum króna samkvæmt svari fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar en heildarkostnaður framkvæmda á torginu og í nágrenni var 474 milljónir króna. 11. desember 2020 11:45 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent
Framkvæmdum við Óðinstorg og nágrenni lauk endanlega í fyrrasumar, eftir að hafa dregist nokkuð á langinn. Umræða um torgið gekk svo nýlega í endurnýjun lífdaga vegna myndbands um framkvæmdirnar, sem borgarfulltrúi Miðflokksins ljáði rödd sína - og sett hefur verið í samhengi við skotárás á heimili Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra. Í myndbandinu var því til að mynda haldið fram að framkvæmdin hefði kostað 657 milljónir króna og að borgarstjóri hefði keypt bílastæði af borginni við heimili sitt án útboðs. Síðari fullyrðingin reyndist beinlínis röng – og sú fyrri reyndist í það minnsta villandi. Í þessari umfjöllun verður farið yfir staðreyndir, rangfærslur og „gráa svæðið“ varðandi framkvæmdirnar við Óðinstorg; kostnað, bílastæðakaup borgarstjóra, uppruna hugmyndarinnar og viðhorf nágranna til torgsins. Hvað er fullyrt í myndbandinu? Hópurinn Björgum miðbænum stóð að birtingu áðurnefnds myndbands, sem birt var undir yfirskriftinni Óðinstorg, bruðl og spilling. Í myndbandinu, sem nú hefur verið fjarlægt af YouTube en nálgast má í spilaranum hér fyrir neðan, voru framkvæmdirnar við Óðinstorg harðlega gagnrýndar. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins ljær gagnrýninni rödd sína. Hér er textinn sem Vigdís les í heild: „Valdníðsla, hroki, skuldasöfnun og bruðl í gæluverkefni hefur einkennt valdatíð Dags B. Eggertssonar, að ekki sé talað um árásir á fjölskyldubílinn og rekstraraðila á Laugavegi og nágrenni. Nýjasta dæmið er Óðinstorg. Framkvæmd upp á 657 milljónir króna. Vissulega var skipt um lagnir og sett upp snjóbræðslukerfi fyrir utan heimili borgarstjóra en torgið er umfram allt gæluverkefni sem hefur þann eina tilgang að útrýma fjölda bílastæða fyrir íbúa, nágranna og gesti hótelsins sem þurfa að leita í nærliggjandi götur eftir stæðum sem eru af skornum skammti. Dagur þarf sjálfur ekki að hafa áhyggjur af bílastæðaskorti þar sem hann kaupir á sama tíma þrjú bílastæði af borginni við sitt hús án útboðs. Ekkert tillit er tekið til eins eða neins eins og venjulega. Valdhrokinn er algjör. Viðhorf borgarstjórans er: Það er ég sem ræð og fer með fjármuni borgarbúa og sameiginlegar eignir borgarinnar eins og mér sýnist. Er þetta ekki spilling? Dæmi hver fyrir sig.“ Fá þessar fullyrðingar staðist? Hér á eftir verður leitast við að svara því. Nýjasta dæmið er Óðinstorg. Framkvæmd upp á 657 milljónir króna. Í myndbandinu er fullyrt að framkvæmd við Óðinstorg hafi kostað 657 milljónir króna. Sú staðhæfing er í það minnsta villandi, samkvæmt svari fjármála- og áhættustýringasviðs Reykjavíkurborgar um kostnað við framkvæmdirnar frá því í desember síðastliðnum. Framsetning myndbandsins á umfangi framkvæmdanna, sem og kostnaðinum við þær, verður að teljast villandi. Eingöngu er sýnt frá Óðinstorgi sjálfu og heimili borgarstjóra að Óðinsgötu, sem stendur við torgið. Túlka mætti textann á þá leið að framkvæmdin við Óðinstorgið ein og sér hafi kostað 657 milljónir. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins virðist að mestu andsnúin stefnu meirihlutans í skipulagsmálum í borginni. Hún ljær hópnum Björgum miðbænum rödd sína í myndbandi um framkvæmdir við Óðinstorg, sem fjarlægt var af YouTube eftir að bent var á rangfærslu sem þar var að finna um bílastæðakaup borgarstjóra.Vísir/vilhelm Það er ekki rétt en líkt og komið hefur fram eru framkvæmdir á Óðinstorgi sjálfu hluti af umfangsmeiri framkvæmdum á svæðinu, sem alls náðu til sjö gatna og tveggja torga; Freyjutorgs og Óðinstorgs, á árunum 2017 til 2020. Þannig eru til dæmis framkvæmdir við Freyjutorg, sem boðnar voru út árið 2017 og lauk í árslok 2018, innifaldar í þessum heildarkostnaði. Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar vegna framkvæmdanna, sem lutu m.a. að gatnaviðgerðum, lagningu snjóbræðslukerfis og raflýsingu, var samkvæmt svarinu 474 milljónir króna á umræddu tímabili. Fjárheimildir til framkvæmdanna þessi ár hafi verið 505 milljónir. Heildarkostnaður Veitna, sem er dótturfélag OR og þannig í eigu Reykjavíkurborgar líkt og Vigdís hefur bent á, var um 183 milljónir. Samanlagður kostnaður Reykjavíkurborgar og Veitna við allar framkvæmdir á svæðinu var því 657 milljónir króna; talan sem nefnd er í myndbandinu. Yfirlitsmynd af framkvæmdunum á svæðinu við Óðinstorg sem stóðu yfir frá 2017 til 2020, og kostuðu Reykjavíkurborg samtals 474 milljónir króna.Vísir/Hjalti Reikna 60 milljónirnar út frá flatarmáli Kostnaður borgarinnar við Óðinstorg eitt og sér er í svarinu sagður 60,6 milljónir króna, tæpur tíundi hluti af milljónunum 657. Fram kemur í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis að kostnaður við Óðinstorg hafi verið reiknaður út frá „hreyfðu yfirborði“, mældu í fermetrum, þ.e. með þeirri aðferð sem Vigdís lýsir í grein sem birtist eftir hana á Vísi á mánudag. Heildarkostnaði, 474 milljónum, var þannig deilt á heildarflatarmál framkvæmdasvæðisins og fermetraverðið margfaldað með flatarmáli Óðinstorgs, 675 fermetrum. Ekki fékkst frekari útlistun á kostnaðinum við torgið fyrir utan það að framkvæmdin var sögð samanstanda af þeim verkþáttum sem lýst er í svarinu frá því í desember 2020; gatnagerð, jarðvinnu, hönnun og svo framvegis. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.Vísir/vilhelm Villandi samanburður Þá ber að geta þess að árið 2019 var áætlaður heildarkostnaður borgarinnar við framkvæmdir á Óðinstorgi, Óðinsgötu, Týsgötu og efsta hluta Spítalastígs 330 milljónir króna, líkt og Vigdís bendir á í áðurnefndri grein. Inni í þeirri upphæð eru þó ekki meðtaldar framkvæmdir við Freyjutorg, Skólavörðustíg og hluta Spítalastígs. Það er því villandi að tala um að kostnaður við framkvæmdirnar hafi á einu ári „hækkað um 327 milljónir króna“, líkt og Vigdís heldur fram í grein sinni. Fyrir það fyrsta nær endanlegur heildarkostnaður yfir stærra svæði en áðurnefnd kostnaðaráætlun frá 2019 fjallar um. Í kostnaðaráætluninni er jafnframt aðeins fjallað um kostnað borgarinnar en Vigdís notar samanlagðan kostnað borgarinnar og Veitna til samanburðar. Í svari við fyrirspurn Vigdísar í febrúar 2020 kemur fram að áfallinn kostnaður vegna framkvæmda á áðurnefndum hluta svæðisins hafi verið 331 milljón króna. Heildarkostnaður umræddra verkhluta virðist á endanum hafa farið nokkuð fram úr fyrstu kostnaðaráætlunum, samkvæmt sundurliðuðum kostnaði úr svari borgarinnar frá því í desember. [Dagur] kaupir á sama tíma þrjú bílastæði af borginni við sitt hús án útboðs. Þetta er rangt, líkt og aðstandendur myndbandsins hafa viðurkennt. Enginn nafngreindur ábyrgðarmaður er skráður fyrir myndbandinu en Bolla Kristinssyni, athafnamanni sem lengi var kenndur við verslunina 17, eru þar færðar „sérstakar þakkir“. Bolli, sem er harður andstæðingur göngugatna í miðbænum og forsvarsmaður samtakanna Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn, baðst á sunnudag afsökunar á fullyrðingunni um hin meintu bílastæðakaup Dags án útboðs. „Flest er rétt með haft en ein alvarleg rangfærsla hefur komið fram, að Dagur B. Eggertsson hafi keypt þrjú bílastæði af borginni án útboðs, þetta er rangt og þar sem mitt nafn er í kredit lista í lok myndbandsins bið ég borgarstjóra og aðra aðila málsins afsökunar,“ segir í færslu Bolla. Reykjavíkurborg leiðrétti jafnframt umrædda fullyrðingu í svari vegna umræðu um framkvæmdirnar á föstudag. Þar kemur fram að fyrir tíu árum hafi nágrannar borgarstjórahjónanna boðið þeim að kaupa af sér tvö bílastæði „til að þau héldust í eigu fólks sem byggi við lóðina“. Fyrir þau hafi verið greitt uppsett verð. „Borgarstjóri og fjölskylda hefur aldrei keypt bílastæði af Reykjavíkurborg einsog ranglega hefur verið haldið fram. Þau hafa heldur aldrei átt þrjú bílastæði á lóðinni eins og fullyrt hefur verið,“ segir í svari borgarinnar. Frá framkvæmdum við Óðinstorg þegar þær stóðu einna hæst.Vísir/vilhelm Keypti „rósabeð í órækt“ af nágrönnum Þá var greint frá því árið 2017 að Dagur hefði keypti 37 fermetra skika af öðrum nágrönnum sínum á sama stað. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti deiliskipulag þess efnis í nóvember 2018. Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis segir að lengst af hafi rósabeð í órækt verið hluti af bílastæðalóðinni. Borgarstjórahjónin hafi keypt þennan hluta lóðarinnar og með honum stækkað garð sinn. „Bílastæðin á bílastæðalóðinni voru áfram óbreytt en í stað rósabeðsins bættist við garð hússins við Óðinsgötu 8B. Meðeigendurnir fengu greitt fyrir þennan hluta lóðarinnar skv. matsverði en borgarstjórahjónin greiddu til viðbótar allan kostnað af breytingum og fegrun svæðisins. Í engum af þessum viðskiptum var borgin seljandi, hvorki með eða án útboðs. Deiliskipulagi þurfti þó að breyta til að færa lóðamörk,“ segir í svari Reykjavíkurborgar. [Óðinstorg] er umfram allt gæluverkefni sem hefur þann eina tilgang að útrýma fjölda bílastæða fyrir íbúa, nágranna og gesti hótelsins sem þurfa að leita í nærliggjandi götur eftir stæðum sem eru af skornum skammti. Ekki er ljóst á hverju fullyrðing um þennan „eina tilgang“ Óðinstorgs er byggð en eftir því sem Vísir kemst næst ríkir ánægja um torgið meðal íbúa og gesta á svæðinu frekar en hitt. Áður en nýtt deiliskipulag að Óðinstorgi og nágrenni var samþykkt hafði bílastæðunum sem þar voru verið breytt í torg undir ýmiss konar mannlíf í tilraunaskyni. Þá hafði ítrekað verið lagt til að torginu yrði breytt á þennan máta í hugmyndasamkeppnum Betri Reykjavíkur. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur.Facebook Benóný Ægisson formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur segir í samtali við Vísi að einu umkvartanirnar frá íbúum sem samtökin hafi fengið inn á sitt borð vegna Óðinstorgs hafi tengst ónæði vegna framkvæmdanna. Það eina sem samtökin hafi út á torgið að setja sé að það sé ef til vill ekki nógu barnvænt, auk þess sem setja mætti niður meiri gróður á svæðinu. „En við höfum verið mjög meðmælt því að búa til litla garða og lítil torg um miðbæinn, þar sem fólk getur komið saman,“ segir Benóný. Hann hafi ekki orðið var við annað en að ánægja ríki um torgið meðal íbúa. „Ég veit ekki um neinn sem saknar þessara bílastæða,“ bætir hann við. Hótelgestir gátu sjaldan notað stæðin Bjarni Hákonarson, hótelstjóri Hótel Óðinsvéa, hótelsins sem vísað er til í myndbandinu, segir í samtali við Vísi að torgið sjálft hafi reynst ágætlega – og trekki sérstaklega að á góðviðrisdögum. Þó að framkvæmdirnar á svæðinu hafi komið hótelinu illa meðan á þeim stóð séu nýjar lagnir mikið fagnaðarefni. Lagnir í götunum á svæðinu hafi verið handónýtar. „En gestir hjá okkur, í þann stutta tíma sem þetta hefur verið, hafa verið mjög ánægðir með torgið. Gestir hjá Snaps og Bodega hafa verið alveg sérstaklega ánægðir. Og maður hefur séð fullt af færslum um það á samfélagsmiðlum. Þannig að ég get ekki annað séð en að það sé almenn ánægja með torgið og niðurstöðu þess,“ segir Bjarni. Hótel Óðinsvé gnæfir yfir Óðinstorgið. Á neðstu hæðinni er hinn vinsæli veitingastaður Snaps.Vísir/vilhelm Bílastæðum hafi þó vissulega fækkað í kjölfar endurskipulagningarinnar á svæðinu, það sé óumdeilt. Á torginu hafi verið áður um tólf til fjórtán stæði. „En það var mjög sjaldan sem gestir gátu fengið stæði þarna hvort sem er. Þeir fóru í aðrar götur og við bentum þeim á bílastæðahús og annað svoleiðis.“ Bjarni segir að hótelið hafi þó sent Reykjavíkurborg athugasemdir vegna fjögurra bílastæða sem staðsett eru beint fyrir framan hótelið. Með endurskipulagningunni á torginu hafi þremur stæðanna verið breytt í bílastæði fyrir sendibíla en einu komið undir gróðurbeð. Bjarni segir að sendibílastæðin séu nær aldrei notuð og þá sé ítrekað ekið yfir gróðurbeðið. Nær væri, líkt og hótelið kalli eftir, að reitunum yrði breytt í stæði fyrir leigubíla og smárútur, sem aka með gesti til og frá hótelinu. Fæðingin tók rúman áratug Vígdís hefur talað um framkvæmdirnar sem „fegrunaraðgerðir borgarstjóra fyrir framan heimili hans“ og ýjað að óeðlilegum tengslum borgarstjóra við verkið. Fyrir liggur að tillaga um endurbætur á torgum á Skólavörðuholti, þar á meðal Óðinstorgi, kom upphaflega frá Evu Maríu Jónsdóttur, dagskrárgerðarkonu og þáverandi fulltrúa íbúa í svokallaðri Miðborgarstjórn, í kringum aldamótin 2000. Frá Óðinstorgi fyrir framkvæmdir, þegar bílastæði voru þar ráðandi.Reykjavíkurborg Sjálf bendir Eva María á í Facebook-færslu um málið síðan í lok janúar að hugmyndin hafi verið kynnt í Miðborgarstjórn um það leyti - „og [...] þá bjó enginn DBE við Óðinstorg.“ Þá bendir Eva María einnig á að áðurnefndur Bolli hafi einmitt setið sjálfur í þeirri stjórn, sem fulltrúi kaupmanna. Honum ætti því að vera fullkunnugt um uppruna hugmyndarinnar. Mér liggur það á hjarta að þetta myndband sem nú er í umferð og fjallar t.d. um árásir á einkabílinn er fyrirlitleg...Posted by Eva María Jónsdóttir on Fimmtudagur, 28. janúar 2021 Samkvæmt tilkynningu Reykjavíkurborgar var samkeppni um torgin samþykkt árið 2008 í umhverfis- og samgönguráði, þegar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór fyrir ráðinu. Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn mynduðu þá meirihluta í borgarstjórn. Ekkert varð þó af verkinu, sem slegið var á frest eftir efnahagshrunið 2008. Nokkrum árum síðar var svo blásið til hönnunarsamkeppni um endurgerð á Óðinstorgi. Vinningstillagan var kynnt árið 2015, deiliskipulag var samþykkt árið 2018 og í mars 2019 samþykkti borgarráð að bjóða skyldi út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu. Framkvæmdirnar drógust nokkuð á langinn en lauk að endingu í fyrra. Dagur var fyrst kosinn í borgarstjórn árið 2002 og var formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar 2004 til 2006. Þá var hann borgarstjóri frá október 2007 til janúar 2008. Hann hefur nú gegnt embættinu óslitið frá því í júní 2014. Fram kemur í tilkynningu Reykjavíkurborgar að hann hafi ætíð vikið af fundum þegar fjallað hafi verið um nágrenni heimilis hans, líkt og borgarfulltrúum beri að gera. Fréttin hefur verið uppfærð.
Höfum leyft okkur að kalla stjórnmálafólk ónytjunga og aumingja Forsætisráðherra vonar að hægt verði að taka fyrir dreifingu á kostuðum nafnlausum áróðri á samfélagsmiðlum með nýju frumvarpi. Forrystufólk í stjórnmálum þarf að sammælast um að forðast persónuárásir og ofbeldisfulla umræðu í aðdraganda kosninga, að mati formanns Viðreisnar. 1. febrúar 2021 19:28
Reikningskúnstir Reykjavíkur vegna Óðinstorgs Fermeter af Óðinstorgi kostar það sama og fermeter af gangstétt samkvæmt reiknikúnstum borgarinnar. 1. febrúar 2021 15:00
Dóra Björt segir gífuryrði og uppspuna einkenna pólitíkina í borginni Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir það hafa verið áfall að uppgötva hversu frjálslega „ákveðnir“ stjórmálamenn umgangast sannleikann. 1. febrúar 2021 11:24
Deila um tölur snýst raunverulega um umfang og forgangsröðun Framkvæmdakostnaður Reykjavíkurborgar vegna Óðinstorgs nam 60,6 milljónum króna samkvæmt svari fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar en heildarkostnaður framkvæmda á torginu og í nágrenni var 474 milljónir króna. 11. desember 2020 11:45