Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2021 10:00 Mitch McConnell og Marjorie Taylor Greene. Vísir/AP/GETTY Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. Hann nefndi Taylor Greene ekki á nafn en hvern hann er að tala um er öllum ljóst. Þeirra á meðal henni, en þingkonan frá Georgíu svaraði McConnell á Twitter. „Klikkaðar lygar og samsæriskenningar eru krabbamein fyrir Repúblikanaflokkinn og ríki okkar,“ sagði McConnell í yfirlýsingu til The Hill. „Einhver sem heldur kannski að engar flugvélar hafi lent á Pentagon, að skotárásir í skólum séu tilbúningur og að Clinton fjölskyldan hafi brotlent flugvél JFK yngri, býr ekki í raunveruleikanum. Þetta hefur ekkert með vandræði bandarískra fjölskylda að ræða eða þá málefnalegu umræðu sem getur styrkt flokk okkar.“ Fjölmiðlar vestanhafs hafa verið að grafa upp fjölmörg umdeild mál Taylor Greene á undanförnum dögum og vikum. Þar á meðal eru myndbönd þar sem hún heldur því fram að skotárásirnar í Las Vegas, þar sem 58 dóu og um 900 særðust og slösuðust, og Parkland hafi verið verið sviðsettar. Einnig hafa fundist rasísk ummæli. Einnig hafa fundist færslur eftir hana á netinu þar sem hún hefur kallað eftir því að leiðtogar Demókrataflokksins og útsendarar alríkisstofnanna verði teknir af lífi. Áreitti ungmenni eftir skotárás Þá hefur myndband af þingkonunni verið í dreifingu, sem tekið var upp nokkrum vikum eftir árásina í Parkland, þar sem sautján nemendur og kennarar í Stoneman Douglas skólanum voru skotnir til bana. Á þessu myndbandi sést Taylor Greene elta og áreita einn nemenda skólans sem var þá ekki orðinn átján ára gamall. Taylor Greene elti hann, kallaði hann lygara, leikara og heigul. Hún tjáði drengnum, sem heitir David Hogg, einnnig að hún væri vopnuð. Fred Guttenberg, faðir stúlku sem var skotin til bana í skólanum, dreifði meðal annars myndbandinu sem var upprunalega birt á Youtube síðu Taylor Greene. .@mtgreenee, is this you harassing @davidhogg111 weeks after the Parkland shooting, that my daughter was killed in & he was in? Calling him a coward for ignoring your insanity. I will answer all of your questions in person. Get ready to record again.pic.twitter.com/aQjL74x7kh— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) January 27, 2021 Taylor Greene, sem er yfirlýstur stuðningsmaður Qanon samsærishreyfingarinnar, svaraði McConnell á Twitter í gær. Þar sagði hún hið raunverulega krabbamein í Repúblikanaflokknum vera veikgeðja Repúblikana sem kunni ekkert annað en að tapa með reisn. „Þess vegna erum við að tapa landinu okkar,“ skrifaði hún. The real cancer for the Republican Party is weak Republicans who only know how to lose gracefully.This is why we are losing our country.— Marjorie Taylor Greene (@mtgreenee) February 2, 2021 Í annarri yfirlýsingu til CNN í gærkvöldi, kom McConnell þingkonunni Liz Cheney til varnar. Hún er þriðji æðsti þingmaður flokksins og hefur átt undir högg að sækja eftir að hún og níu aðrir Repúblikanar í fulltrúadeildinni greiddu atkvæði með því að ákæra Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Bandamenn Trumps hafa gengið hart fram gegn Cheney síðan þá og jafnvel krafist þess að henni verði vikið úr flokknum. McConnell sagði hana hins vegar hafa sýnt hugrekki og að hún hefði fylgt sannfæringu sinni. Hann sagði Cheney vera mikilvægan leiðtoga, bæði fyrir Repúblikana og Bandaríkin. „Ég er þakklátur henni fyrir þjónustu hennar og hlakka til að halda áfram að vinna með henni að þeim mikilvægu málefnum sem þjóð okkar stendur frammi fyrir,“ sagði McConnell. Saman þykja þessar yfirlýsingar til marks um það að McConnell sé þeirrar skoðunar að flokknum sé nauðsynlegt að halda hefðbundnum Repúblikönum eins og Cheney og setja öfgamenn eins og Taylor Greene á hliðarlínuna, eins og það er orðað í frétt Washington Post. Fulltrúadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins munu halda símafund á morgun þar sem fastlega er búist við því að málefni beggja kvenna verði rædd innan þingflokksins. Taylor Greene fékk nýverið sæti í Mennta- og atvinnumálanefnd fulltrúadeildarinnar og hafa Demókratar krafist þess að henni verði vikið úr nefndinni. Þeir hafa einnig kallað eftir því að henni verði vikið af þingi, sem nokkrir Repúblikanar hafa einnig gert. Jimmy Gomez, þingmaður Demókrataflokksins, hefur sagt að verði Taylor Greene ekki vikið af þingi af Repúblikönum, muni hann leggja fram frumvarp þar að lútandi. Til stendur að hún ræði við Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni, í dag. Bandaríkin Tengdar fréttir Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Hann nefndi Taylor Greene ekki á nafn en hvern hann er að tala um er öllum ljóst. Þeirra á meðal henni, en þingkonan frá Georgíu svaraði McConnell á Twitter. „Klikkaðar lygar og samsæriskenningar eru krabbamein fyrir Repúblikanaflokkinn og ríki okkar,“ sagði McConnell í yfirlýsingu til The Hill. „Einhver sem heldur kannski að engar flugvélar hafi lent á Pentagon, að skotárásir í skólum séu tilbúningur og að Clinton fjölskyldan hafi brotlent flugvél JFK yngri, býr ekki í raunveruleikanum. Þetta hefur ekkert með vandræði bandarískra fjölskylda að ræða eða þá málefnalegu umræðu sem getur styrkt flokk okkar.“ Fjölmiðlar vestanhafs hafa verið að grafa upp fjölmörg umdeild mál Taylor Greene á undanförnum dögum og vikum. Þar á meðal eru myndbönd þar sem hún heldur því fram að skotárásirnar í Las Vegas, þar sem 58 dóu og um 900 særðust og slösuðust, og Parkland hafi verið verið sviðsettar. Einnig hafa fundist rasísk ummæli. Einnig hafa fundist færslur eftir hana á netinu þar sem hún hefur kallað eftir því að leiðtogar Demókrataflokksins og útsendarar alríkisstofnanna verði teknir af lífi. Áreitti ungmenni eftir skotárás Þá hefur myndband af þingkonunni verið í dreifingu, sem tekið var upp nokkrum vikum eftir árásina í Parkland, þar sem sautján nemendur og kennarar í Stoneman Douglas skólanum voru skotnir til bana. Á þessu myndbandi sést Taylor Greene elta og áreita einn nemenda skólans sem var þá ekki orðinn átján ára gamall. Taylor Greene elti hann, kallaði hann lygara, leikara og heigul. Hún tjáði drengnum, sem heitir David Hogg, einnnig að hún væri vopnuð. Fred Guttenberg, faðir stúlku sem var skotin til bana í skólanum, dreifði meðal annars myndbandinu sem var upprunalega birt á Youtube síðu Taylor Greene. .@mtgreenee, is this you harassing @davidhogg111 weeks after the Parkland shooting, that my daughter was killed in & he was in? Calling him a coward for ignoring your insanity. I will answer all of your questions in person. Get ready to record again.pic.twitter.com/aQjL74x7kh— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) January 27, 2021 Taylor Greene, sem er yfirlýstur stuðningsmaður Qanon samsærishreyfingarinnar, svaraði McConnell á Twitter í gær. Þar sagði hún hið raunverulega krabbamein í Repúblikanaflokknum vera veikgeðja Repúblikana sem kunni ekkert annað en að tapa með reisn. „Þess vegna erum við að tapa landinu okkar,“ skrifaði hún. The real cancer for the Republican Party is weak Republicans who only know how to lose gracefully.This is why we are losing our country.— Marjorie Taylor Greene (@mtgreenee) February 2, 2021 Í annarri yfirlýsingu til CNN í gærkvöldi, kom McConnell þingkonunni Liz Cheney til varnar. Hún er þriðji æðsti þingmaður flokksins og hefur átt undir högg að sækja eftir að hún og níu aðrir Repúblikanar í fulltrúadeildinni greiddu atkvæði með því að ákæra Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Bandamenn Trumps hafa gengið hart fram gegn Cheney síðan þá og jafnvel krafist þess að henni verði vikið úr flokknum. McConnell sagði hana hins vegar hafa sýnt hugrekki og að hún hefði fylgt sannfæringu sinni. Hann sagði Cheney vera mikilvægan leiðtoga, bæði fyrir Repúblikana og Bandaríkin. „Ég er þakklátur henni fyrir þjónustu hennar og hlakka til að halda áfram að vinna með henni að þeim mikilvægu málefnum sem þjóð okkar stendur frammi fyrir,“ sagði McConnell. Saman þykja þessar yfirlýsingar til marks um það að McConnell sé þeirrar skoðunar að flokknum sé nauðsynlegt að halda hefðbundnum Repúblikönum eins og Cheney og setja öfgamenn eins og Taylor Greene á hliðarlínuna, eins og það er orðað í frétt Washington Post. Fulltrúadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins munu halda símafund á morgun þar sem fastlega er búist við því að málefni beggja kvenna verði rædd innan þingflokksins. Taylor Greene fékk nýverið sæti í Mennta- og atvinnumálanefnd fulltrúadeildarinnar og hafa Demókratar krafist þess að henni verði vikið úr nefndinni. Þeir hafa einnig kallað eftir því að henni verði vikið af þingi, sem nokkrir Repúblikanar hafa einnig gert. Jimmy Gomez, þingmaður Demókrataflokksins, hefur sagt að verði Taylor Greene ekki vikið af þingi af Repúblikönum, muni hann leggja fram frumvarp þar að lútandi. Til stendur að hún ræði við Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni, í dag.
Bandaríkin Tengdar fréttir Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01 Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Mál horfinna systra skekur Skotland Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Trump situr á digrum sjóðum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, safnaði 31,5 milljónum dala (rétt rúmum fjórum milljörðum króna) í sérstakan stjórnmálasjóð á vikunum eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði í nóvember. 1. febrúar 2021 16:00
Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54
Afar hæpið að Trump verði sakfelldur Ólíklegt er að öldungadeild bandaríska þingsins sakfelli Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot. Langflestir Repúblikanar greiddu atkvæði með frávísunartillögu í gærkvöldi. 27. janúar 2021 19:01
Framleiðandi kosningavéla krefur Guiliani um háar bætur vegna lyga Framleiðandi Dominion-kosningavélanna (e. Dominion Voting Systems) hefur stefnt Rudy Giuliani, lögmanni Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir ærumeiðingar og farið fram á greiðslu 1,3 milljarða Bandaríkjadala í miskabætur. 25. janúar 2021 14:07