Handjárnuðu níu ára stúlku og sprautuðu á hana piparúða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2021 19:28 Lögreglan í Rochester hefur verið gagnrýnd vegna málsins. Joshua Rashaad McFadden/Getty Lögreglan í Rochesterborg í New York-ríki birti í gær upptökur úr búkmyndavél eins lögreglumanna sinna, þar sem lögreglumenn sjást handjárna níu ára stúlku og beita á hana piparúða. Atvikið átti sér stað síðastliðinni föstudag. Í myndbandi af því sést hvernig lögreglumenn halda stúlkunni niðri til að handjárna hana. Á meðan grét stúlkan og kallaði á föður sinn. Þegar hún neitaði að setjast inn í lögreglubíl sprautaði annar lögreglumannanna piparúða í andlit hennar. Myndbandið, sem rétt er að vara viðkvæma lesendur við því að horfa á, má finna á YouTube-síðu lögregluumdæmisins. Þar heyrist annar lögreglumannanna segja stúlkunni, sem streittist á móti, að hún væri að haga sér „eins og barn.“ „Ég er barn,“ svaraði stúlkan þá til. Yfirmenn lögreglu lofa öllu fögru Á blaðamannafundi vegna málsins í gær hétu yfirmenn lögreglunnar auknu gagnsæi í störfum lögreglunnar. „Ég ætla ekki að standa hér og segja ykkur að það sé í lagi að beita piparúða á níu ára barn,“ sagði Cynthia Herriott-Sullivan, lögreglustjórinn í Rochester, á fundinum. Þá sagði borgarstjórinn Lovely Warren að málið væri einfaldlega óréttlætanlegt og að „eitthvað þyrfti að breytast.“ Á fundinum hvöttu bæði borgarstjórinn og lögreglustjórinn lögreglulið borgarinnar til þess að bregðast við útköllum af meiri samkennd, og sögðu lögregluþjóna þurfa meiri þjálfun í að draga úr spennu á vettvangi. Til þess þyrfti lögregluumdæmið að leita inn á við. Handjárnuðu stúlkuna því hún vildi ekki koma með þeim Samkvæmt aðstoðarlögreglustjóranum Andre Anderson, sem á blaðamannafundi gærdagsins rakti atburðarásina sem leiddi til þess að níu ára stúlka var handtekin og beitt piparúða, hafði lögreglunni borist tilkynning um heimiliserjur. Stúlkan hafi tjáð lögreglumönnum að hún hafi viljað valda sjálfri sér og móður sinni skaða. Stúlkan hafi síðan reynt að flýja lögreglumennina, sem hafi þá handjárnað hana. Hún hafi kallað í sífellu á föður sinn meðan hún lá í jörðinni handjárnuð. Stúlkan neitaði að fara inn í lögreglubíl án þess að sjá fyrst föður sinn. Þá er hún sögð hafa sparkað í lögreglumann. Lögreglumennirnir hafi þá reynt að fá stúlkuna til að róa sig, án árangurs. Þá hafi þeir tekið ákvörðun um að sprauta piparúða framan í hana. Stúlkan var flutt á spítala í kjölfarið og hefur síðan verið sleppt. Í myndbandinu sem lögreglan gaf út var búið að afmá andlit stúlkunnar og önnur persónugreinanleg einkenni. Lögreglan áður gagnrýnd fyrir harkaleg viðbrögð Á síðasta ári var lögreglan í Rochester harðlega gagnrýnd fyrir meðferð sína á Daniel Prude, svörtum manni sem kafnaði í vörslu lögreglu eftir að hetta var sett á höfuð hans og lögregla þrýsti honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude, sem átti við geðræn vandamál að stríða, hljóp nakinn eftir götum borgarinnar. Bróðir hans ákvað því að hringja í neyðarlínuna til þess að fá aðstoð. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í september í fyrra. Atvikið átti sér stað í mars en fjölskylda Prude opinberaði myndbönd af handtöku hans í september. Í kjölfarið var sjö lögregluþjónum sagt upp störfum. Þá voru stjórnendur innan lögreglunnar sakaðir um að hylma yfir með lögreglumönnunum sem báru ábyrgð, þar sem skráning lögreglu á andláti Prude sýndi í fyrstu að dánarorsökin væri ofneysla lyfja. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðastliðinni föstudag. Í myndbandi af því sést hvernig lögreglumenn halda stúlkunni niðri til að handjárna hana. Á meðan grét stúlkan og kallaði á föður sinn. Þegar hún neitaði að setjast inn í lögreglubíl sprautaði annar lögreglumannanna piparúða í andlit hennar. Myndbandið, sem rétt er að vara viðkvæma lesendur við því að horfa á, má finna á YouTube-síðu lögregluumdæmisins. Þar heyrist annar lögreglumannanna segja stúlkunni, sem streittist á móti, að hún væri að haga sér „eins og barn.“ „Ég er barn,“ svaraði stúlkan þá til. Yfirmenn lögreglu lofa öllu fögru Á blaðamannafundi vegna málsins í gær hétu yfirmenn lögreglunnar auknu gagnsæi í störfum lögreglunnar. „Ég ætla ekki að standa hér og segja ykkur að það sé í lagi að beita piparúða á níu ára barn,“ sagði Cynthia Herriott-Sullivan, lögreglustjórinn í Rochester, á fundinum. Þá sagði borgarstjórinn Lovely Warren að málið væri einfaldlega óréttlætanlegt og að „eitthvað þyrfti að breytast.“ Á fundinum hvöttu bæði borgarstjórinn og lögreglustjórinn lögreglulið borgarinnar til þess að bregðast við útköllum af meiri samkennd, og sögðu lögregluþjóna þurfa meiri þjálfun í að draga úr spennu á vettvangi. Til þess þyrfti lögregluumdæmið að leita inn á við. Handjárnuðu stúlkuna því hún vildi ekki koma með þeim Samkvæmt aðstoðarlögreglustjóranum Andre Anderson, sem á blaðamannafundi gærdagsins rakti atburðarásina sem leiddi til þess að níu ára stúlka var handtekin og beitt piparúða, hafði lögreglunni borist tilkynning um heimiliserjur. Stúlkan hafi tjáð lögreglumönnum að hún hafi viljað valda sjálfri sér og móður sinni skaða. Stúlkan hafi síðan reynt að flýja lögreglumennina, sem hafi þá handjárnað hana. Hún hafi kallað í sífellu á föður sinn meðan hún lá í jörðinni handjárnuð. Stúlkan neitaði að fara inn í lögreglubíl án þess að sjá fyrst föður sinn. Þá er hún sögð hafa sparkað í lögreglumann. Lögreglumennirnir hafi þá reynt að fá stúlkuna til að róa sig, án árangurs. Þá hafi þeir tekið ákvörðun um að sprauta piparúða framan í hana. Stúlkan var flutt á spítala í kjölfarið og hefur síðan verið sleppt. Í myndbandinu sem lögreglan gaf út var búið að afmá andlit stúlkunnar og önnur persónugreinanleg einkenni. Lögreglan áður gagnrýnd fyrir harkaleg viðbrögð Á síðasta ári var lögreglan í Rochester harðlega gagnrýnd fyrir meðferð sína á Daniel Prude, svörtum manni sem kafnaði í vörslu lögreglu eftir að hetta var sett á höfuð hans og lögregla þrýsti honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude, sem átti við geðræn vandamál að stríða, hljóp nakinn eftir götum borgarinnar. Bróðir hans ákvað því að hringja í neyðarlínuna til þess að fá aðstoð. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í september í fyrra. Atvikið átti sér stað í mars en fjölskylda Prude opinberaði myndbönd af handtöku hans í september. Í kjölfarið var sjö lögregluþjónum sagt upp störfum. Þá voru stjórnendur innan lögreglunnar sakaðir um að hylma yfir með lögreglumönnunum sem báru ábyrgð, þar sem skráning lögreglu á andláti Prude sýndi í fyrstu að dánarorsökin væri ofneysla lyfja.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Sjá meira