Býst við að skila tillögum að tilslökunum í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 12:34 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í dag en þau Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, voru einnig á fundinum. Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, gerir ráð fyrir því að skila heilbrigðisráðherra tillögum að tilslökunum á samkomutakmörkunum síðar í vikunni. Hann er núna með tillögurnar í skoðun en var á upplýsingafundi í dag ekki tilbúinn til að ræða í hverju þær felast. Þá lagði hann áherslu á að það þyrfti að fara varlega í að létta á takmörkunum. Þórólfur sagði að smittölur undanfarna daga sýndu að gengið hefði vel að halda kórónuveirufaraldrinum niðri. Aðeins tíu hafa greinst með veiruna innanlands síðastliðna viku og hafa þeir allir verið í sóttkví. Einn greindist með veiruna á föstudag en enginn um helgina. „Þetta sýnir að okkur hefur tekist vel að ná utan um þriðju bylgjuna þó ekki sé hægt að fullyrða á þessari stundu að tekist hafi að uppræta veiruna innanlands. Ég held að það sé gott að hafa það í huga. Ég er nú með í skoðun tillögur til ráðherra um frekari tilslakanir innanlands en ég er ekki tilbúinn að ræða í hverju þær munu felast. Það verður tilkynnt þegar þar að kemur. En það er ljóst að við þurfum að fara varlega í allar tilslakanir til að koma í veg fyrir bakslag. Það hefur reynslan sýnt okkur,“ sagði Þórólfur. Þá áréttaði Þórólfur og biðlaði til atvinnurekenda að sjá til þess að fólk sem sé að koma til landsins mæti ekki í vinnu fyrr en seinni skimun sé lokið. Greint var frá því í gær að níu skipverjar væru í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með Covid-19. Skipverjinn hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var svo nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Enn er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá skipverjanum, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem sker þá úr um hvort um sé að ræða gamalt smit eða nýtt. Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur það geta skipt sköpum að halda sóttkví þar til endanleg niðurstaða úr landamæraskimun liggur fyrir. „Við sáum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði hjá fólki sem var greint á landamærum en fór sennilega ekki eftir reglum. Þannig að það þarf mjög lítið til til þess að hleypa faraldrinum af stað aftur og sérstaklega þegar við höfum í huga að við erum að eiga við þetta breska afbrigði sem er meira smitandi en önnur afbrigði,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Hann er núna með tillögurnar í skoðun en var á upplýsingafundi í dag ekki tilbúinn til að ræða í hverju þær felast. Þá lagði hann áherslu á að það þyrfti að fara varlega í að létta á takmörkunum. Þórólfur sagði að smittölur undanfarna daga sýndu að gengið hefði vel að halda kórónuveirufaraldrinum niðri. Aðeins tíu hafa greinst með veiruna innanlands síðastliðna viku og hafa þeir allir verið í sóttkví. Einn greindist með veiruna á föstudag en enginn um helgina. „Þetta sýnir að okkur hefur tekist vel að ná utan um þriðju bylgjuna þó ekki sé hægt að fullyrða á þessari stundu að tekist hafi að uppræta veiruna innanlands. Ég held að það sé gott að hafa það í huga. Ég er nú með í skoðun tillögur til ráðherra um frekari tilslakanir innanlands en ég er ekki tilbúinn að ræða í hverju þær munu felast. Það verður tilkynnt þegar þar að kemur. En það er ljóst að við þurfum að fara varlega í allar tilslakanir til að koma í veg fyrir bakslag. Það hefur reynslan sýnt okkur,“ sagði Þórólfur. Þá áréttaði Þórólfur og biðlaði til atvinnurekenda að sjá til þess að fólk sem sé að koma til landsins mæti ekki í vinnu fyrr en seinni skimun sé lokið. Greint var frá því í gær að níu skipverjar væru í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með Covid-19. Skipverjinn hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var svo nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun. Enn er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar hjá skipverjanum, að því er fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem sker þá úr um hvort um sé að ræða gamalt smit eða nýtt. Á upplýsingafundi í dag sagði Þórólfur það geta skipt sköpum að halda sóttkví þar til endanleg niðurstaða úr landamæraskimun liggur fyrir. „Við sáum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði hjá fólki sem var greint á landamærum en fór sennilega ekki eftir reglum. Þannig að það þarf mjög lítið til til þess að hleypa faraldrinum af stað aftur og sérstaklega þegar við höfum í huga að við erum að eiga við þetta breska afbrigði sem er meira smitandi en önnur afbrigði,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira