Dóra Björt segir gífuryrði og uppspuna einkenna pólitíkina í borginni Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2021 11:24 Dóra Björt, Líf og Vigdís hafa tekist harkalega á í borgarstjórninni það sem af er kjörtímabils og sér ekki fyrir enda á því. vÍsir/vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir það hafa verið áfall að uppgötva hversu frjálslega „ákveðnir“ stjórmálamenn umgangast sannleikann. „Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna,“ segir Dóra Björt í pistli á Facebook. Útgangspunktur pistils Dóru Bjartar er frétt af því að Bolli Kristinsson kaupmaður hafi beðist afsökunar á rangfærslum sem fram komu í umdeildum myndbandi sem í umræðunni hefur verið beintengt við riffilskot sem fundust í hurð bíls Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Frjálslega farið með sannleikann „Áður en ég kom inn í stjórnmálin gerði ég mér enga grein fyrir hve frjálslega er farið með sannleikann meðal margra þeirra sem best ættu að þekkja til. Ef ég ætti að leiðrétta allt það rugl sem ákveðnir flokkar fleyta af stað í umræðuna gerði ég ekkert annað,“ segir Dóra í pistli sínum. Ekki ætti nokkur maður að þurfa að velkjast í vafa um að flokkarnir sem Dóra vísar til eru þeir sem eru í minnihluta í borginni; Sjálfstæðisflokkur en þó kannski einkum Miðflokkurinn sem Vigdís Hauksdóttir fer fyrir. En Dóra hefur áður sagt að Vigdís umgangist sannleikann frjálslega. Afar grunnt hefur verið á því góða milli Vigdísar og fulltrúa meirihlutans í borginni: Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Vigdís er þulur í myndbandinu sem jafnan er nefnt í sömu andrá og skotin sem fundust í bíl borgarstjórans. Vert er að geta þess að enn hefur ekkert hefur komið fram sem tengir þetta tvennt. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, telur þó að það hljóti að liggja í augum uppi. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ sagði Líf á Twittersíðu sinni. Lygin eyðileggjandi sýking á lýðræðinu Dóra Björt segir jafnframt að reynsla hennar af sveitarstjórnarpólitíkinni hafi reynst sálrænt áfall. „Í raun hef ég farið í gegnum ákveðið sorgarferli við það að horfast í augu við þennan veruleika sem grefur undan lýðræðinu. Það er heilbrigt að takast á um staðreyndir mála og eiga í efnislegum rökræðum. Því miður hefur á þessu kjörtímabili mikið meira farið fyrir gagnrýni í formi gífuryrða og hreins uppspuna.“ Dóra segir að Bolli hafi reyndar bara viðurkennt að hluta ósannindi sem fram komi í áróðursmyndbandinu. Enn sé því haldið fram að Óðinstorg hafi kostað tífalda raunupphæð. Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna. Áður en ég kom inn í stjórnmálin...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Mánudagur, 1. febrúar 2021 „Liggur þó fyrir að þetta áróðursmyndband hefur náð til margra sem þessi leiðrétting mun aldrei komast í tæri við. Ég vona að þetta ýti undir aukna gagnrýna hugsun og meðvitund hjá þeim sem skilaboðin ná til. Ég vona að við getum búið til samfélag þar sem fjölmiðlar hafa bolmagn til að veita aðhald. Þar sem lygin fær ekki að grassera í formi alvarlegrar og eyðileggjandi sýkingar á lýðræðinu sjálfu,“ segir Dóra í lok pistils síns. Sjálf er Dóra Björt ekki óumdeild en hún stóð til að mynda nýverið í ströngu ekki fyrir fáeinum mánuðum þegar hún hafði í flimtingum á Twitter að vert væri að lykla bíla sem lagt væri uppi á gangstétt. Fleiri sem fantasera í leyni um að lykla bíla sem lagt hefur verið ólöglega uppi á gangstétt? Spyr fyrir vin.— Dóra Björt (@DoraBjort) November 17, 2020 Þannig að fyrir liggur að átökin í stjórnmálunum í borginni hafa verið afar róstursöm það sem af er kjörtímabils og sér ekki fyrir endann á því. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
„Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna,“ segir Dóra Björt í pistli á Facebook. Útgangspunktur pistils Dóru Bjartar er frétt af því að Bolli Kristinsson kaupmaður hafi beðist afsökunar á rangfærslum sem fram komu í umdeildum myndbandi sem í umræðunni hefur verið beintengt við riffilskot sem fundust í hurð bíls Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Frjálslega farið með sannleikann „Áður en ég kom inn í stjórnmálin gerði ég mér enga grein fyrir hve frjálslega er farið með sannleikann meðal margra þeirra sem best ættu að þekkja til. Ef ég ætti að leiðrétta allt það rugl sem ákveðnir flokkar fleyta af stað í umræðuna gerði ég ekkert annað,“ segir Dóra í pistli sínum. Ekki ætti nokkur maður að þurfa að velkjast í vafa um að flokkarnir sem Dóra vísar til eru þeir sem eru í minnihluta í borginni; Sjálfstæðisflokkur en þó kannski einkum Miðflokkurinn sem Vigdís Hauksdóttir fer fyrir. En Dóra hefur áður sagt að Vigdís umgangist sannleikann frjálslega. Afar grunnt hefur verið á því góða milli Vigdísar og fulltrúa meirihlutans í borginni: Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna. Vigdís er þulur í myndbandinu sem jafnan er nefnt í sömu andrá og skotin sem fundust í bíl borgarstjórans. Vert er að geta þess að enn hefur ekkert hefur komið fram sem tengir þetta tvennt. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, telur þó að það hljóti að liggja í augum uppi. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ sagði Líf á Twittersíðu sinni. Lygin eyðileggjandi sýking á lýðræðinu Dóra Björt segir jafnframt að reynsla hennar af sveitarstjórnarpólitíkinni hafi reynst sálrænt áfall. „Í raun hef ég farið í gegnum ákveðið sorgarferli við það að horfast í augu við þennan veruleika sem grefur undan lýðræðinu. Það er heilbrigt að takast á um staðreyndir mála og eiga í efnislegum rökræðum. Því miður hefur á þessu kjörtímabili mikið meira farið fyrir gagnrýni í formi gífuryrða og hreins uppspuna.“ Dóra segir að Bolli hafi reyndar bara viðurkennt að hluta ósannindi sem fram komi í áróðursmyndbandinu. Enn sé því haldið fram að Óðinstorg hafi kostað tífalda raunupphæð. Lygin hefur ferðast hálfan hnöttinn áður en sannleikurinn nær að reima á sig skóna. Áður en ég kom inn í stjórnmálin...Posted by Dóra Björt Guðjónsdóttir on Mánudagur, 1. febrúar 2021 „Liggur þó fyrir að þetta áróðursmyndband hefur náð til margra sem þessi leiðrétting mun aldrei komast í tæri við. Ég vona að þetta ýti undir aukna gagnrýna hugsun og meðvitund hjá þeim sem skilaboðin ná til. Ég vona að við getum búið til samfélag þar sem fjölmiðlar hafa bolmagn til að veita aðhald. Þar sem lygin fær ekki að grassera í formi alvarlegrar og eyðileggjandi sýkingar á lýðræðinu sjálfu,“ segir Dóra í lok pistils síns. Sjálf er Dóra Björt ekki óumdeild en hún stóð til að mynda nýverið í ströngu ekki fyrir fáeinum mánuðum þegar hún hafði í flimtingum á Twitter að vert væri að lykla bíla sem lagt væri uppi á gangstétt. Fleiri sem fantasera í leyni um að lykla bíla sem lagt hefur verið ólöglega uppi á gangstétt? Spyr fyrir vin.— Dóra Björt (@DoraBjort) November 17, 2020 Þannig að fyrir liggur að átökin í stjórnmálunum í borginni hafa verið afar róstursöm það sem af er kjörtímabils og sér ekki fyrir endann á því.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira