Bayern sektaði leikmann fyrir að fá sér nýtt húðflúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 10:00 Corentin Tolisso sýndi algjört hugsunarleysi og má ekki umgangast Bayern liðið á næstunni. Getty/Mario Hommes Franskur heimsmeistari varð að fá sér nýtt húðflúr í miðjum heimsfaraldri og yfirmenn hans voru allt annað en sáttir. Franski miðjumaðurinn Corentin Tolisso var hvergi sjáanlegur í leik Bayern München um helgina og það var aðeins honum sjálfum að kenna. Forráðamenn Bayern ákváðu að sekta leikmanninn og taka hann út úr hópnum fyrir leikinn á móti Hoffenheim í þýsku deildinni. *** BILDplus Inhalt *** Corona-Verstoß! - Bayern-Star lässt sich tätowieren https://t.co/UBLnVhFRoK #fcbayern #bayernmünchen #münchen— BILD FC Bayern (@BILD_Bayern) January 29, 2021 Franski heimsmeistarinn braut sóttvarnarreglur með því að „laumast út“ og fá sér nýtt húðflúr. Corentin Tolisso sýndi myndband af sér og nýja húðflúrinu á samfélagsmiðlum en tók það seinna út. Forráðamenn Bayern urðu þess hins vegar varir og brugðust skjótt við. „Við erum ánægð með að það geti hreinlega farið fram leikir í Bundesligunni í þessu ástandi. Þetta er ástand sem kallar á það að leikmenn, þjálfarar og starfsmenn passi upp á það að fylgja öllum sóttvarnarreglum,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, í yfirlýsingu. Bayern Munich midfielder Corentin Tolisso got a tattoo this week, breaking the DFL's hygiene concept in the process.Karl-Heinz Rummenigge: "We won t tolerate violations like this. We will hand Corentin Tolisso a heavy fine, which will be donated to charity."#FCBTSG pic.twitter.com/Bbf4vIj0y8— DW Sports (@dw_sports) January 30, 2021 „Corentin Tolisso hefur nú brotið þessar reglur þrátt fyrir að stjórnendur félagsins hafi farið skýrt og greinilega yfir þessar reglur með liðnu. Þetta er pirrandi og verður ekki umborið,“ sagði Rummenigge. Corentin Tolisso er 26 ára gamall. Hann hefur komið við sögu í átján leikjum á tímabilinu þar af tólf í þýsku deildinni. Hann skoraði eitt mark í þýska ofurbikarnum í lok september og annað mark í sigri á Atlético Madrid í Meistaradeildinni. Þýski boltinn Húðflúr Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Corentin Tolisso var hvergi sjáanlegur í leik Bayern München um helgina og það var aðeins honum sjálfum að kenna. Forráðamenn Bayern ákváðu að sekta leikmanninn og taka hann út úr hópnum fyrir leikinn á móti Hoffenheim í þýsku deildinni. *** BILDplus Inhalt *** Corona-Verstoß! - Bayern-Star lässt sich tätowieren https://t.co/UBLnVhFRoK #fcbayern #bayernmünchen #münchen— BILD FC Bayern (@BILD_Bayern) January 29, 2021 Franski heimsmeistarinn braut sóttvarnarreglur með því að „laumast út“ og fá sér nýtt húðflúr. Corentin Tolisso sýndi myndband af sér og nýja húðflúrinu á samfélagsmiðlum en tók það seinna út. Forráðamenn Bayern urðu þess hins vegar varir og brugðust skjótt við. „Við erum ánægð með að það geti hreinlega farið fram leikir í Bundesligunni í þessu ástandi. Þetta er ástand sem kallar á það að leikmenn, þjálfarar og starfsmenn passi upp á það að fylgja öllum sóttvarnarreglum,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, í yfirlýsingu. Bayern Munich midfielder Corentin Tolisso got a tattoo this week, breaking the DFL's hygiene concept in the process.Karl-Heinz Rummenigge: "We won t tolerate violations like this. We will hand Corentin Tolisso a heavy fine, which will be donated to charity."#FCBTSG pic.twitter.com/Bbf4vIj0y8— DW Sports (@dw_sports) January 30, 2021 „Corentin Tolisso hefur nú brotið þessar reglur þrátt fyrir að stjórnendur félagsins hafi farið skýrt og greinilega yfir þessar reglur með liðnu. Þetta er pirrandi og verður ekki umborið,“ sagði Rummenigge. Corentin Tolisso er 26 ára gamall. Hann hefur komið við sögu í átján leikjum á tímabilinu þar af tólf í þýsku deildinni. Hann skoraði eitt mark í þýska ofurbikarnum í lok september og annað mark í sigri á Atlético Madrid í Meistaradeildinni.
Þýski boltinn Húðflúr Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Sjá meira