Anníe Mist: Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir er að hefja keppni á ný eftir að hafa eignast Freyju Mist í ágúst síðastliðnum. Instagram/@anniethorisdottir Nýtt CrossFit tímabil nálgast óðum en opni hluti heimsleikanna hefst 11. mars næstkomandi. Meðal keppenda verður mamman Anníe Mist Þórisdóttir en þessi fyrrum tvöfaldi heimsmeistari er að koma til baka eftir barnsburðarleyfi. Anníe Mist Þórisdóttir ræddi nýtt fyrirkomulag á CrossFit tímabilinu í viðtali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up vefnum. Anníe Mist fagnar því að keppendur í ár endurheimti undankeppnir í líkingu við gömlu svæðakeppnirnar. Að þessu sinni komast keppendur ekki á heimsleikana í gegnum The Open heldur tryggja sér þar þátttökurétt í næstu tveimur hlutum undankeppninnar. „Að hafa bara keppni á netinu sem undankeppni er ekki nóg,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. Nú verða bæði átta manna úrslit og undanúrslit sem skera úr um hverjir komast á heimsleikana. Anníe Mist telur að nýju hlutar undankeppninnar færi henni og hinum aftur svipaða tilfinningu og fylgdi því að keppa á svæðakeppnunum sem margir söknuðu þegar þær voru aflagðar. „Við þurfum þessar keppnir þar sem þú ert að keppa á staðnum og á móti íþróttafólki sem er að reyna að tryggja sér sæti á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist leggur áherslu á mikilvægi þess að það sé ekki bara verið að hugsa um afreksfólkið sem ætli sér stóra hluti á heimsleikunum. „Þetta snýst ekki bara um okkur, fólkið sem getur komist á heimsleikana. Þetta á líka vera fyrir íþróttafólkið sem er að taka næstu skrefin á CrossFit ferli sínum,“ sagði Anníe Mist. Með því að komast áfram í næsta stig undankeppninnar þá tekur þetta fólk einu skrefi meira en að „vera þetta venjulega fólk sem mætir í líkamsræktarsalinn og tekur þátt í The Open,“ eins og Anníe orðar það. Anníe er jafnframt ánægð með að íþróttafólkið þurfi að taka þátt í opna hlutanum á nýjan leik. „Já, The Open hefur tekið langan tíma og hefur áhrif á æfingarnar þínar en The Open er um leið eitt af mínu uppáhalds hlutum á tímabilinu,“ sagði Anníe Mist. „Við erum öllum saman í þessu. Ég er að keppa með mömmu og pabba og þetta skiptir alla í salnum mínum svo miklu. Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að keppa á heimsleikunum og ég fær að deila því með þeim öllum. Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist vonast til þess að með því að stytta opna hlutan úr fimm vikum niður í þrjár vikur fái fleira fólk til að taka þátt í ár. „Fólk segir kannski að það ætli ekki að skrá sig en að það ætli samt að gera allar æfingarnar. Þér líður bara svolítið öðruvísi með þetta þegar þú sérð nafnið þitt á stigatöflunni. Þú verður aðeins betri bara með því að skrá þig,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir ræddi nýtt fyrirkomulag á CrossFit tímabilinu í viðtali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up vefnum. Anníe Mist fagnar því að keppendur í ár endurheimti undankeppnir í líkingu við gömlu svæðakeppnirnar. Að þessu sinni komast keppendur ekki á heimsleikana í gegnum The Open heldur tryggja sér þar þátttökurétt í næstu tveimur hlutum undankeppninnar. „Að hafa bara keppni á netinu sem undankeppni er ekki nóg,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. Nú verða bæði átta manna úrslit og undanúrslit sem skera úr um hverjir komast á heimsleikana. Anníe Mist telur að nýju hlutar undankeppninnar færi henni og hinum aftur svipaða tilfinningu og fylgdi því að keppa á svæðakeppnunum sem margir söknuðu þegar þær voru aflagðar. „Við þurfum þessar keppnir þar sem þú ert að keppa á staðnum og á móti íþróttafólki sem er að reyna að tryggja sér sæti á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist leggur áherslu á mikilvægi þess að það sé ekki bara verið að hugsa um afreksfólkið sem ætli sér stóra hluti á heimsleikunum. „Þetta snýst ekki bara um okkur, fólkið sem getur komist á heimsleikana. Þetta á líka vera fyrir íþróttafólkið sem er að taka næstu skrefin á CrossFit ferli sínum,“ sagði Anníe Mist. Með því að komast áfram í næsta stig undankeppninnar þá tekur þetta fólk einu skrefi meira en að „vera þetta venjulega fólk sem mætir í líkamsræktarsalinn og tekur þátt í The Open,“ eins og Anníe orðar það. Anníe er jafnframt ánægð með að íþróttafólkið þurfi að taka þátt í opna hlutanum á nýjan leik. „Já, The Open hefur tekið langan tíma og hefur áhrif á æfingarnar þínar en The Open er um leið eitt af mínu uppáhalds hlutum á tímabilinu,“ sagði Anníe Mist. „Við erum öllum saman í þessu. Ég er að keppa með mömmu og pabba og þetta skiptir alla í salnum mínum svo miklu. Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að keppa á heimsleikunum og ég fær að deila því með þeim öllum. Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist vonast til þess að með því að stytta opna hlutan úr fimm vikum niður í þrjár vikur fái fleira fólk til að taka þátt í ár. „Fólk segir kannski að það ætli ekki að skrá sig en að það ætli samt að gera allar æfingarnar. Þér líður bara svolítið öðruvísi með þetta þegar þú sérð nafnið þitt á stigatöflunni. Þú verður aðeins betri bara með því að skrá þig,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira