Anníe Mist: Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir er að hefja keppni á ný eftir að hafa eignast Freyju Mist í ágúst síðastliðnum. Instagram/@anniethorisdottir Nýtt CrossFit tímabil nálgast óðum en opni hluti heimsleikanna hefst 11. mars næstkomandi. Meðal keppenda verður mamman Anníe Mist Þórisdóttir en þessi fyrrum tvöfaldi heimsmeistari er að koma til baka eftir barnsburðarleyfi. Anníe Mist Þórisdóttir ræddi nýtt fyrirkomulag á CrossFit tímabilinu í viðtali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up vefnum. Anníe Mist fagnar því að keppendur í ár endurheimti undankeppnir í líkingu við gömlu svæðakeppnirnar. Að þessu sinni komast keppendur ekki á heimsleikana í gegnum The Open heldur tryggja sér þar þátttökurétt í næstu tveimur hlutum undankeppninnar. „Að hafa bara keppni á netinu sem undankeppni er ekki nóg,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. Nú verða bæði átta manna úrslit og undanúrslit sem skera úr um hverjir komast á heimsleikana. Anníe Mist telur að nýju hlutar undankeppninnar færi henni og hinum aftur svipaða tilfinningu og fylgdi því að keppa á svæðakeppnunum sem margir söknuðu þegar þær voru aflagðar. „Við þurfum þessar keppnir þar sem þú ert að keppa á staðnum og á móti íþróttafólki sem er að reyna að tryggja sér sæti á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist leggur áherslu á mikilvægi þess að það sé ekki bara verið að hugsa um afreksfólkið sem ætli sér stóra hluti á heimsleikunum. „Þetta snýst ekki bara um okkur, fólkið sem getur komist á heimsleikana. Þetta á líka vera fyrir íþróttafólkið sem er að taka næstu skrefin á CrossFit ferli sínum,“ sagði Anníe Mist. Með því að komast áfram í næsta stig undankeppninnar þá tekur þetta fólk einu skrefi meira en að „vera þetta venjulega fólk sem mætir í líkamsræktarsalinn og tekur þátt í The Open,“ eins og Anníe orðar það. Anníe er jafnframt ánægð með að íþróttafólkið þurfi að taka þátt í opna hlutanum á nýjan leik. „Já, The Open hefur tekið langan tíma og hefur áhrif á æfingarnar þínar en The Open er um leið eitt af mínu uppáhalds hlutum á tímabilinu,“ sagði Anníe Mist. „Við erum öllum saman í þessu. Ég er að keppa með mömmu og pabba og þetta skiptir alla í salnum mínum svo miklu. Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að keppa á heimsleikunum og ég fær að deila því með þeim öllum. Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist vonast til þess að með því að stytta opna hlutan úr fimm vikum niður í þrjár vikur fái fleira fólk til að taka þátt í ár. „Fólk segir kannski að það ætli ekki að skrá sig en að það ætli samt að gera allar æfingarnar. Þér líður bara svolítið öðruvísi með þetta þegar þú sérð nafnið þitt á stigatöflunni. Þú verður aðeins betri bara með því að skrá þig,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir ræddi nýtt fyrirkomulag á CrossFit tímabilinu í viðtali við Justin LoFranco hjá Morning Chalk Up vefnum. Anníe Mist fagnar því að keppendur í ár endurheimti undankeppnir í líkingu við gömlu svæðakeppnirnar. Að þessu sinni komast keppendur ekki á heimsleikana í gegnum The Open heldur tryggja sér þar þátttökurétt í næstu tveimur hlutum undankeppninnar. „Að hafa bara keppni á netinu sem undankeppni er ekki nóg,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir. Nú verða bæði átta manna úrslit og undanúrslit sem skera úr um hverjir komast á heimsleikana. Anníe Mist telur að nýju hlutar undankeppninnar færi henni og hinum aftur svipaða tilfinningu og fylgdi því að keppa á svæðakeppnunum sem margir söknuðu þegar þær voru aflagðar. „Við þurfum þessar keppnir þar sem þú ert að keppa á staðnum og á móti íþróttafólki sem er að reyna að tryggja sér sæti á heimsleikunum,“ sagði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe Mist leggur áherslu á mikilvægi þess að það sé ekki bara verið að hugsa um afreksfólkið sem ætli sér stóra hluti á heimsleikunum. „Þetta snýst ekki bara um okkur, fólkið sem getur komist á heimsleikana. Þetta á líka vera fyrir íþróttafólkið sem er að taka næstu skrefin á CrossFit ferli sínum,“ sagði Anníe Mist. Með því að komast áfram í næsta stig undankeppninnar þá tekur þetta fólk einu skrefi meira en að „vera þetta venjulega fólk sem mætir í líkamsræktarsalinn og tekur þátt í The Open,“ eins og Anníe orðar það. Anníe er jafnframt ánægð með að íþróttafólkið þurfi að taka þátt í opna hlutanum á nýjan leik. „Já, The Open hefur tekið langan tíma og hefur áhrif á æfingarnar þínar en The Open er um leið eitt af mínu uppáhalds hlutum á tímabilinu,“ sagði Anníe Mist. „Við erum öllum saman í þessu. Ég er að keppa með mömmu og pabba og þetta skiptir alla í salnum mínum svo miklu. Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að keppa á heimsleikunum og ég fær að deila því með þeim öllum. Þau taka öll þessi fyrstu skref ferðalagsins með mér,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist vonast til þess að með því að stytta opna hlutan úr fimm vikum niður í þrjár vikur fái fleira fólk til að taka þátt í ár. „Fólk segir kannski að það ætli ekki að skrá sig en að það ætli samt að gera allar æfingarnar. Þér líður bara svolítið öðruvísi með þetta þegar þú sérð nafnið þitt á stigatöflunni. Þú verður aðeins betri bara með því að skrá þig,“ sagði Anníe Mist í viðtalinu. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Sjá meira