Tveir Norðmenn fórust í snjóflóði á Jan Mayen Kristján Már Unnarsson skrifar 31. janúar 2021 23:35 Frá bækistöð norska hersins á Jan Mayen. Torbjørn Kjosvold/Forsvaret Tveir starfsmenn við norsku herstöðina á Jan Mayen, karl og kona, fórust í snjóflóði skammt frá stöðinni um tvöleytið í gær, laugardag. Einn maður komst lífs af úr flóðinu, lítið slasaður, og tókst honum að komast til baka og láta vita af slysinu. Þremenningarnir höfðu farið í gönguferð í eigin frítíma þegar snjóflóðið féll. Starfsfólk frá stöðinni hóf björgunaraðgerð um leið og fréttist af slysinu. Eftir skamma leit í gegnum snjóflóðið fundust þau sem saknað var en lífgunartilraunir á staðnum báru ekki árangur. Voru þau úrskurðuð látin um klukkan 19 í gærkvöldi, að því er fram kemur í tilkynningu norska hersins. Hin látnu voru borgaralegir starfsmenn við herstöðina, Robin Karlsen, 31 árs gamall verkfræðingur, og Bjørg Kathrine Batalden, 57 ára gamall hjúkrunarfræðingur, bæði Norðmenn. Þau voru í hópi átján manna starfsliðs norska hersins á eyjunni. Eldfjallið Beerenberg er 2.277 metra hátt og langhæsti hluti Jan Mayen.Arterra/Getty Images Jan Mayen er um 550 kílómetra norðaustur af Íslandi. Eyjan er um 380 ferkílómetrar að flatarmáli og teygir sig frá suðvestri til norðausturs. Hún er 54 kílómetra löng en breidd hennar er mest um 16 kílómetrar. Langhæsti hluti hennar er eldfjallið Beerenberg, 2.277 metra hátt. Það gaus síðast árið 1985 og þar áður 1973 og 1970. Nafn sitt dregur hún af hollenskum hvalveiðiskipstjóra sem þangað kom árið 1614 en Norðmenn eignuðu sér eyjuna árið 1930. Noregur Norðurslóðir Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Sjá meira
Þremenningarnir höfðu farið í gönguferð í eigin frítíma þegar snjóflóðið féll. Starfsfólk frá stöðinni hóf björgunaraðgerð um leið og fréttist af slysinu. Eftir skamma leit í gegnum snjóflóðið fundust þau sem saknað var en lífgunartilraunir á staðnum báru ekki árangur. Voru þau úrskurðuð látin um klukkan 19 í gærkvöldi, að því er fram kemur í tilkynningu norska hersins. Hin látnu voru borgaralegir starfsmenn við herstöðina, Robin Karlsen, 31 árs gamall verkfræðingur, og Bjørg Kathrine Batalden, 57 ára gamall hjúkrunarfræðingur, bæði Norðmenn. Þau voru í hópi átján manna starfsliðs norska hersins á eyjunni. Eldfjallið Beerenberg er 2.277 metra hátt og langhæsti hluti Jan Mayen.Arterra/Getty Images Jan Mayen er um 550 kílómetra norðaustur af Íslandi. Eyjan er um 380 ferkílómetrar að flatarmáli og teygir sig frá suðvestri til norðausturs. Hún er 54 kílómetra löng en breidd hennar er mest um 16 kílómetrar. Langhæsti hluti hennar er eldfjallið Beerenberg, 2.277 metra hátt. Það gaus síðast árið 1985 og þar áður 1973 og 1970. Nafn sitt dregur hún af hollenskum hvalveiðiskipstjóra sem þangað kom árið 1614 en Norðmenn eignuðu sér eyjuna árið 1930.
Noregur Norðurslóðir Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Sjá meira