Innlent

Tveggja til tólf stiga frost

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Það verður kalt.
Það verður kalt. Vísir/Vilhelm

Búast má við hægum vindi og björtu veðri í dag, en austan- og suðaustan strekkingi með suðurströndinni. Mögulega er von á éljum sunnan- og vestanlands. Áfram verður kalt í veðri, tveggja til tólf stiga frost.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Kaldast verður í innsveitum á Norðurlandi. Það tekur hins vegar að hlýna sunnar á landinu síðdegis og verður hiti þá í kringum frostmark.

Á morgun má búast við fremur hægri suðlægri átt, skýjað með köflum og dálítil él suðaustanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands:

Á mánudag og þriðjudag:

Suðlæg átt 3-8 m/s, en 8-13 með suðurströndinni. Skýjað með köflum og dálítil él suðaustantil. Frost 2 til 10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan, en um frostmark við suðausturströndina.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Suðaustlæg átt og snjókoma eða slydda með köflum sunnantil með hita nærri frostmarki, en bjart með köflum og áfram talsvert frost norðaustanlands.

Á föstudag:

Suðaustlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt að mestu fyrir norðan. Vægt frost, en áfram kringum frostmark syðst.

Á laugardag:

Útlit fyrir hvassa norðaustanátt, skýjað en þurrt að mestu og bjart sunnan heiða. Áfram frost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×