Körfubolti

Is­rael Martin: Það var mín á­kvörðun að spila ekki Ragga Nat

Andri Már Eggertsson skrifar
Israel Martin er þjálfari Hauka. Þeir hafa tapað fjórum leikjum í röð.
Israel Martin er þjálfari Hauka. Þeir hafa tapað fjórum leikjum í röð. vísir/bára

„Ég var ánægður með hvernig liðið kom inn í leikinn þó við byrjuðum fyrstu mínúturnar ekki nógu vel og vorum við yfir í hálfleik,” sagði Israel Martin, þjálfari Hauka, svekktur eftir tapið gegn ÍR í kvöld.

Þriðji leikhluti var það sem tapaði leiknum fyrir Hauka. ÍR hittu úr öllum sínum skotum og virtustu lærisveinar Israel Martin eiga fá svör.

„Við vissum að ÍR er með frábæra leikmenn í stöðunni einn á einn sem mátti sjá í tölfræði leiksins þar sem flest allir leikmenn ÍR skiluðu stigum á töfluna og verðum við að bæta okkur varnarlega þegar við mætum mönnum einn á einn.”

Honum fannst hans menn hefðu átt að vera agressívari í vörninni og vera nær mönnum en að mati Israel Martin á 83 stig að duga til að vinna körfubolta leiki.

„Tapaðir boltar eru hluti af leiknum. Mér fannst vanta einbeitingu í okkur þegar ÍR fór að finna sinn takt í leiknum og þá missum við þá frá okkur,” sagði Israel Martin um töpuðu bolta liðsins.

Ragnar Ágúst Nathanaelsson spilaði ekkert í liði Hauka í kvöld sem vakti athygli og sagði hann að þetta væri ákvörðun þjálfarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×