Fyrsta útsending dagsins er frá Omega Dubai Desert meistaramótinu. Hefst útsendingin klukkan 08.30. Klukkan 18.00 er það svo annað golfmót dagsins, Farmers Insurance Open.
Fullt af fótbolta má finna í dag; ensku B-deildina, toppliðið á Ítalíu, Cristiano Ronaldo og félaga í Juventus, blóðheitan Romelu Lukaku og samherja í Inter sem og spænsku meistarana í Real Madrid.
Það má einnig finna íslenskan handbolta. Fram fer norður og mætir KA/Þór í Olís deild kvenna og HK mætir Val í Kópavogi. Seinni bylgjan, bæði kvenna og karla, er svo á dagskrá í kvöld; kvenna klukkan 20.00 og karla klukkan 21.15.