Það sauð gjörsamlega allt upp úr á þriðjudagskvöldið er Mílanóliðin mættust. Zlatan og Lukaku lentu í hörðum orðaskiptum og þurfti að skilja þá að í fyrri hálfleik er allt var á suðupunkti.
Lukaku hafðu fengið gult spjald fyrr í keppninni og er því á leið í bann. Hann verður því ekki með í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Juventus í undanúrslitum ítalska bikarsins og Zlatan, sem fékk rautt spjald í leiknum, verður ekki með í fyrsta leik AC í ítalska bikarnum á næstu leiktíð.
Málinu gætu þó ekki verið lokið. Sky Sport Italia segir að ítalska knattspyrnusambandið gæti enn tekið málið upp hjá sér en dómari leiksins hefur enn ekki skilað inn skýrslu varðandi málið. Því gætu Zlatan og Lukaku átt yfir höfði sér lengra bann.
Inter er komið í undanúrslit keppninnar eftir flautu sigurmark Christian Eriksen en AC er úr leik. Þeir eru þó á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar og fer því öll einbeiting þeirra þangað, sem og í Evrópudeildina.
Ibrahimovic and Lukaku receive ONE-MATCH ban after furious Milan derby confrontation https://t.co/N5yFL0EZ8i
— MailOnline Sport (@MailSport) January 29, 2021