Fjórum sleppt vegna morðs bandarísks blaðamanns eftir átján ár í fangelsi í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2021 10:19 Ahmed Omar Saeed Sheikh, árið 2002, þegar hann var dæmdur vegna morðs Daniel Pearl. Hæstiréttur Paksitan hefur ákveðið að sleppa eigi Sheikh úr haldi. AP(Zia Mazhar Hæstiréttur Paksistan sýknaði í gær fjóra menn sem höfðu verið dæmdir fyrir að ræna og myrða bandaríska blaðamanninn Daniel Pearl árið 2002. Sá vann fyrir Wall Street Journal og var að rannsaka hryðjuverkastarfsemi í Pakistan þegar hann hvarf. Mánuði eftir hvarf hans var myndband af afhöfðun hans sent til bandrískra embættismanna. Þetta var eitt fyrsta aftökumyndbandið sem íslamskir hryðjuverkamenn hafi tekið og dreift. Samkvæmt frétt CNN segir Hvíta húsið að sýknanirnar séu lítilsvirðing við fórnarlömb hryðjuverka. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Hæstaréttar Pakistans og kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. Yfirvöld í Pakistan hafa þegar áfrýjað ákvörðuninni og verður hún tekin aftur til skoðunar, samkvæmt frétt Reuters. Pearl var nánar tiltekið að rannsaka hinn breska hryðjuverkamann Richard C. Reid og tengsl hans við öfgamenn í Pakistan. Reid hafði verið handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Pearl hvarf í borginni Karachi og fjórum mánuðum síðar fannst lík hans í gröf fyrir utan borgina. Árið 2007 birti Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna játningu Khalid Sheikh Mohammed, sem skipulagði árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001, þar sem hann viðurkenndi að hafa myrt Pearl. „Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl,“ sagði í útskrift sem varnarmálaráðuneytið birti, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed, þar sem hann var pyntaður. Mohammed situr í Gvantanamófangelsinu á Kúbú og hefur gert það um árabil án þess að vera ákærður fyrir morðið á Pearl, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórir menn voru handteknir vegna morðsins og allir dæmdir í fangelsi. Meðal þeirra var Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi. Hann var dæmdur til dauða vegna morðsins og var sakaður um að hafa leitt Pearl í gildru. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Dómar felldir niður í fyrra Í apríl var málið tekið aftur til skoðunar fyrir dómstólum í Pakistan og var niðurstaðan sú að fella niður dóma mannanna fjögurra, nema þann dóm sem Sheikh fékk fyrir mannrán, sem hann viðurkenndi. Var það gert á þeim grundvelli að lögregluþjónar hefðu ekki fylgt starfsreglum og notast við ólöglega yfirheyrsluaðferðir, svo eitthvað sé nefnt. Eftir ákvörðun Hæstaréttar Pakistans í gær stendur nú til að sleppa öllum fjórum úr haldi. Í samtali við CNN segir Judea Pearl, faðir David að fjölskylda hans sé í áfalli vegna fregnanna. Hann segist vonast til þess að þetta óréttlæti verði leiðrétt, eins og hann orðaði það. Antony Blinken, utanríksiráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Sheikh verði fluttur til Bandaríkjanna og réttað verði yfir honum þar. Pakistan Bandaríkin Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Mánuði eftir hvarf hans var myndband af afhöfðun hans sent til bandrískra embættismanna. Þetta var eitt fyrsta aftökumyndbandið sem íslamskir hryðjuverkamenn hafi tekið og dreift. Samkvæmt frétt CNN segir Hvíta húsið að sýknanirnar séu lítilsvirðing við fórnarlömb hryðjuverka. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst yfir áhyggjum vegna ákvörðunar Hæstaréttar Pakistans og kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. Yfirvöld í Pakistan hafa þegar áfrýjað ákvörðuninni og verður hún tekin aftur til skoðunar, samkvæmt frétt Reuters. Pearl var nánar tiltekið að rannsaka hinn breska hryðjuverkamann Richard C. Reid og tengsl hans við öfgamenn í Pakistan. Reid hafði verið handtekinn með sprengju í skóm sínum um borð í flugvél sem flogið var frá París til Miami. Pearl hvarf í borginni Karachi og fjórum mánuðum síðar fannst lík hans í gröf fyrir utan borgina. Árið 2007 birti Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna játningu Khalid Sheikh Mohammed, sem skipulagði árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001, þar sem hann viðurkenndi að hafa myrt Pearl. „Ég hjó með minni blessuðu hægri hendi höfuðið af ameríska Gyðingnum Daniel Pearl,“ sagði í útskrift sem varnarmálaráðuneytið birti, um yfirheyrslurnar yfir Mohammed, þar sem hann var pyntaður. Mohammed situr í Gvantanamófangelsinu á Kúbú og hefur gert það um árabil án þess að vera ákærður fyrir morðið á Pearl, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fjórir menn voru handteknir vegna morðsins og allir dæmdir í fangelsi. Meðal þeirra var Omar Saeed Sheikh, sem fæddist í Bretlandi. Hann var dæmdur til dauða vegna morðsins og var sakaður um að hafa leitt Pearl í gildru. Hann viðurkenndi að hafa komið að ráni Pearl en ekki morðinu. Dómar felldir niður í fyrra Í apríl var málið tekið aftur til skoðunar fyrir dómstólum í Pakistan og var niðurstaðan sú að fella niður dóma mannanna fjögurra, nema þann dóm sem Sheikh fékk fyrir mannrán, sem hann viðurkenndi. Var það gert á þeim grundvelli að lögregluþjónar hefðu ekki fylgt starfsreglum og notast við ólöglega yfirheyrsluaðferðir, svo eitthvað sé nefnt. Eftir ákvörðun Hæstaréttar Pakistans í gær stendur nú til að sleppa öllum fjórum úr haldi. Í samtali við CNN segir Judea Pearl, faðir David að fjölskylda hans sé í áfalli vegna fregnanna. Hann segist vonast til þess að þetta óréttlæti verði leiðrétt, eins og hann orðaði það. Antony Blinken, utanríksiráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Sheikh verði fluttur til Bandaríkjanna og réttað verði yfir honum þar.
Pakistan Bandaríkin Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira