Erlent

Fjöldi mótmælti þungunarrofsbanni

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
„Kvennaverkfall“ stendur á þessu skilti sem mótmælendur báru í Varsjá.
„Kvennaverkfall“ stendur á þessu skilti sem mótmælendur báru í Varsjá. AP/Czarek Sokolowski

Nærri algjört bann við þungunarrofi tók gildi í Póllandi í nótt. 

Mikill fjöldi safnaðist saman í höfuðborginni Varsjá í gærkvöldi til að mótmæla banninu rétt eins og í október þegar stjórnlagadómstóll úrskurðaði bannið löglegt. 

Þungunarrof er nú einungis heimilt ef heilsa móðurinnar er í hættu eða hún varð ólétt vegna ofbeldis.

Niðurstaðan nýtur ekki almenns stuðnings meðal Pólverja en íhaldssöm öfl innan ríkisstjórnarinnar hafa löngum sótt að réttinum til þungunarrofs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×