Sérfræðingar WHO þurfa samstarf yfirvalda í Wuhan Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2021 16:57 Sérfræðingar WHO yfirgefa hótelið þar sem þau hafa verið í sóttkví. AP/Ng Han Guan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem sendir voru til Kína til að rannsaka uppruna faraldurs nýju kórónuveirunnar og það hvernig hún barst fyrst í menn, hafa lokið tveggja vikna sóttkví þeirra. Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Sjá einnig: Sérfræðingar WHO geta hafið rannsókn sína í Wuhan Verkefnið hefur í raun einkennst af miklum töfum enda er meira en ár síðan veiran greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína, þar sem vísindamennirnir eru nú staddir. Samkvæmt áætlun munu þeir vera við störf í borginni í tvær vikur. Samkvæmt frétt Reuters munu vísindamennirnir heimsækja sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og rannsóknarstofur, auk þess að ræða við embættismenn. Þá stendur einnig til að heimsækja fiskmarkað þar sem upprunalega var talið að veiran hefði fyrst smitast í menn. Thea Fischer, danskur vísindamaður, sagði fréttaveitunni að sú heimsókn gæti varpað ljósi á hvort sú kenning gæti verið rétt. Hún sagði einnig að vísindamennirnir ættu nú að hafa aðgang að þeim staðsetningum og persónum sem þeir vildu en verkefnið gæti ekki heppnast án samstarfs yfirvalda í Kína. Yfirvöld í Kína hafa þó verið gagnrýnd harðlega fyrir að draga lappirnar í upphafi faraldursins og standa í vegi rannsókna á upphafi faraldursins og hvernig nýja kórónuveiran barst yfir í menn. Sjá einnig: Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Þar að auki hafa yfirvöld í Kína varið töluverðu púðri í að ýta undir kenningar um að veiran hafi ekki smitast fyrst í menn í Kína og hún hafi jafnvel verið þróuð í rannsóknarstofum í Bandaríkjunum. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Ma sendi frá sér stutt myndband en sást síðast í október Kínverski auðjöfurinn Jack Ma ávarpaði hóp kennara í Kína í myndbandi sem birt var í morgun og var það í fyrsta sinn sem hann sést opinberlega frá því í október. Við það hækkuðu hlutabréf í félagi hans, Alibaba, verulega. 20. janúar 2021 09:35 Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína. 14. janúar 2021 23:34 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Fyrstu vísindamennirnir lentu í Kína þann 6. janúar og var þeim þá meinuð innganga í landið. Viðræður um verkefnið á milli WHO og yfirvalda í Kína höfðu þá staðið yfir í marga mánuði. Sjá einnig: Sérfræðingar WHO geta hafið rannsókn sína í Wuhan Verkefnið hefur í raun einkennst af miklum töfum enda er meira en ár síðan veiran greindist fyrst í borginni Wuhan í Kína, þar sem vísindamennirnir eru nú staddir. Samkvæmt áætlun munu þeir vera við störf í borginni í tvær vikur. Samkvæmt frétt Reuters munu vísindamennirnir heimsækja sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og rannsóknarstofur, auk þess að ræða við embættismenn. Þá stendur einnig til að heimsækja fiskmarkað þar sem upprunalega var talið að veiran hefði fyrst smitast í menn. Thea Fischer, danskur vísindamaður, sagði fréttaveitunni að sú heimsókn gæti varpað ljósi á hvort sú kenning gæti verið rétt. Hún sagði einnig að vísindamennirnir ættu nú að hafa aðgang að þeim staðsetningum og persónum sem þeir vildu en verkefnið gæti ekki heppnast án samstarfs yfirvalda í Kína. Yfirvöld í Kína hafa þó verið gagnrýnd harðlega fyrir að draga lappirnar í upphafi faraldursins og standa í vegi rannsókna á upphafi faraldursins og hvernig nýja kórónuveiran barst yfir í menn. Sjá einnig: Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Þar að auki hafa yfirvöld í Kína varið töluverðu púðri í að ýta undir kenningar um að veiran hafi ekki smitast fyrst í menn í Kína og hún hafi jafnvel verið þróuð í rannsóknarstofum í Bandaríkjunum.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Ma sendi frá sér stutt myndband en sást síðast í október Kínverski auðjöfurinn Jack Ma ávarpaði hóp kennara í Kína í myndbandi sem birt var í morgun og var það í fyrsta sinn sem hann sést opinberlega frá því í október. Við það hækkuðu hlutabréf í félagi hans, Alibaba, verulega. 20. janúar 2021 09:35 Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína. 14. janúar 2021 23:34 Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36
Ma sendi frá sér stutt myndband en sást síðast í október Kínverski auðjöfurinn Jack Ma ávarpaði hóp kennara í Kína í myndbandi sem birt var í morgun og var það í fyrsta sinn sem hann sést opinberlega frá því í október. Við það hækkuðu hlutabréf í félagi hans, Alibaba, verulega. 20. janúar 2021 09:35
Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína. 14. janúar 2021 23:34
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna