„Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. janúar 2021 08:00 Sigríður Ásdís Snævarr sendiherra. Vísir/Vilhelm Lífshlaup og starfsferill Sigríðar Snævarr sendiherra hljómar eflaust eins og eitt stórt ævintýri fyrir marga. Ráðherrar, forsetar, njósnir, ísjaki til Parísar, Páfastóll í Róm, núvitund og nýsköpun, Harvard, Björn í ABBA og svo mætti lengi telja. Fyrir þann sem hefur auga fyrir ævintýrum og segir sögu sína út frá þeim, er hvert ævintýrið á fætur öðru í sögu sem þó er hvergi nærri lokið. Sigríður starfar nú sem heimasendiherra. Það þýðir að hún er búsett á Íslandi en umdæmisríkin hennar eru Ástralía, Malasía, Singapúr og Páfastóll (Vatikanborgríkið). Í þessari viku hefur Sigríður verið að undirbúa fjarfund með norrænum sendiherrum í Ástralíu en að þeim fundi stendur hún með kollega sínum, Pär Ahlberger, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi en áður í Ástralíu . „Covid hefur kennt okkur margt sem við áður héldum ómögulegt,“ segir Sigríður og brosir. Helgarviðtal Atvinnulífsins er við Sigríði Ásdísi Snævarr sendiherra en þann 1.febrúar 2021 eru þrjátíu ár síðan Sigríður var skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna. Viðtalið er birt í tveimur hlutum. Sönglaði á latínu fimm ára Enginn maður skapar sig sjálfur né sína eigin sögu. Öll þessi ævintýri á ég foreldrum mínum að þakka og öllu því góða fólki sem fólu mér ungri að takast á við ævintýrin og tækifærin sem hér er lýst.“ Sigríður er fædd árið 1952 og alin upp í Reykjavík. Sigríður er elst fimm systkina en foreldrar hennar voru Gunnsteinn Ármann Snævarr prófessor, háskólarektor og hæstaréttardómari og Valborg Sigurðardóttir uppeldisfræðingur og skólastjóri Fósturskóla Íslands. Sigríður lærði latínu strax á fyrstu æviárunum. Fyrsta erlenda tungumálið sem Sigríður lærði var latína. „Ég man eftir mér í fallegum ljósbláum kjól að verða fimm ára, þar sem ég sönglaði á latínu fyrir gesti heima í stofu á Hagamel 16,“ segir Sigríður. Að læra latínu tengdist því að foreldrarnir aðstoðuðu systurdóttur föður hennar, Birnu Stefánsdóttur við heimanám í latínu. „Pabbi og bræður hans ákváðu að hver þeirra myndi mennta eitt barn systur sinnar á Egilstöðum þannig að þau fengju tækifæri til frekari menntunar en þá bauðst á landsbyggðinni. Birna kom til okkar og tengdist okkur svo náið að ég fer aldrei að sofa án þess að tala við Birnu,“ segir Sigríður. „Mamma og pabbi kunnu ekki við að segja mér að latínan væri löngu úrelt. Þegar ég var fimm til sex ára sögðu þau mér því að ég gæti talað hana á Ítalíu. Á þetta minnti ég þau rúmum áratug síðar þegar ég tilkynnti að ég vildi til Ítalíu í nám,“ segir Sigríður og hlær. Pär Ahlberger sendiherra Svíþjóðar á Íslandi gaf Sigríði fallegan blómvönd á dögunum en þau hafa unnið saman að undirbúningi fjarfundar með norrænum sendiherrum í Ástralíu. Ástralía er eitt af umdæmisríkjum Sigríðar en þar var Ahlberger sendiherra Svíþjóðar áður en hann kom til Íslands.Vísir/Vilhelm Hugmyndin vaknar Sigríður man vel hvenær hugmyndin vaknaði að því að verða diplómati. „Ég man að ég var 17 ára og stóð við Berlínarmúrinn. Alþjóðleg samskipti heilluðu mig alltaf en þarna gerðist eitthvað,“ segir Sigríður og bætir við: Að sjá þýskar fjölskyldur sem gátu ekki hist, búandi sitt hvoru meginn við hryllilegan múrinn var svo raunveruleg upplifun af því hve alþjóðastjórnmál stjórna lífi einstaklinga og örlögum. Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði að því að verða diplómati. Þetta var svona móment.“ Þá segir hún það hafa haft mikil áhrif að foreldrar hennar voru miklir jafnréttissinar sem hvöttu hana til að leita inn á nýjar brautir og velja nám samkvæmt því. Áður en Sigríður lauk stúdentsprófi frá MR árið 1972, bjó hún í eitt ár með fjölskyldunni í Svíþjóð. „Ég fékk smjörþefinn af starfi sendiráða þegar ég heimsótti sendiráð Íslands í Stokkhólmi með foreldrunum og fjölskyldunni. Ég var bara menntaskólanemi en háskólanemar voru í hópnum sem hertóku sendiráðið,“ segir Sigríður. Sigríður vissi ekki þá að sendiherrabústaðurinn sem hún heimsótti í Stokkhólmi, ætti eftir að verða að stórum kafla í sögu hennar síðar. Eins átti það eftir að skipta miklu máli síðar að Sigríður talaði sænsku. Árásin sem Sigríður vísar hins vegar til er þegar ellefu námsmenn réðust inn í sendiráð Íslands í Stokkhólmi árið 1970 til að mótmæla lánakjörum námsmanna. Sósalísk bylting, kommúnistar og jafnvel landráðamenn má sjá í skrifum fjölmiðla frá þessum tíma en málið endaði þó þannig að ríkissaksóknari felldi niður ákærur vegna góðrar framkomu og ungæðisháttar námsmannanna. Þegar Sigríður kom heim frá Svíþjóð, lauk hún stúdentsprófinu í MR. Þar sat hún í skólastjórn, meðal annars með Kjartani Gunnarssyni sem síðar varð eiginmaður hennar. Þegar Sigríður sat í skólastjórn MR mótmælti hún því að það væru sérstakir kvennabekkir. Sigríður var líka ein þeirra ungu kvenna sem mótmæltu fegurðarsamkeppnum á þessum tíma. „Ég man að ég mótmælti fyrirkomulagi kvennabekkja. Það fyrirkomulag var sagt nauðsynlegt vegna leikfimistímanna sem lýsir því svolítið hvernig tíðarandinn var,“ segir Sigríður. Með latínu, norsku og sænsku í farteskinu lá leiðin til Perugia á Ítalíu. Þar lauk Sigríður diplómanámi í ítölsku. Þaðan lá leiðin til Bretlands eftir mjög gefandi missseri við háskóla Íslands í stjórnmálafræði með áherslu á íslensk stjórnmál. Árið 1977 lauk Sigríður B.Sc. Econ prófi frá London School of Economics árið 1977. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna þaðan sem hún lauk MA. í Fletcher School of Law and Diplomacy árið 1978. Mynd af Sigríði við Berlínarmúrinn. Berlínarmúrinn hefur verið mjög táknrænn í lífi Sigríðar. Fyrst þar, 17 ára gömul, tók hún ákvörðun um að verða diplómati. Síðar var hún viðstödd þegar hann féll. ,,Heiður himinn virtist blasa við öllum,“ segir Sigríður um þá upplifun. Starfsferillinn hefst Samhliða námi og allt til 1978, starfaði Sigríður sem leiðsögumaður ferðamanna á Íslandi og fyrir íslenska ferðamenn á Ítalíu. Hún hóf störf í Utanríkisráðuneytinu árið 1978. „Um leið og ég heyrði að Benedikt Gröndal yrði ráðherra vissi ég að tækifæri myndu opnast fyrir konur. Því hann var Harvard maður og þannig þenkjandi,“ segir Sigríður. Nýir tímar kröfðust nýrra vinnubragða og haustið 1978 var í fyrsta sinn auglýst eftir embættismönnum. Margir sóttu um og þau ráðin þrjú, auk hennar þau Gunnar Snorri Gunnarsson og Berglind Ásgeirsdóttir. Það gera sér ekki allir grein fyrir því að Utanríkisráðuneytið var stofnað fyrir 81 ári sem þýðir að ég hef starfað þar í ríflega helming þess tíma. Ég náði því að kynnast og starfa með mörgum sem voru eldri í starfsaldri en okkar eigin utanríkisþjónusta, því þeir höfðu sumir starfað í þeirri dönsku. Þeir voru upphafsmennirnir og frumkvöðlarnir sem mótuðu okkar starf og voru áhrifamiklir langt fram yfir eftirlaunaaldur. Eftirminnilegt er hve gefandi þessar hetjur mínar voru og örlátir á tíma sinn jafnvel í þágu algjörra grænjaxla eins og okkar þremenninganna,“ segir Sigríður. Alla tíð hefur Sigríður litið á Pétur Thorsteinsson, fyrrum sendiherra og forsetaframbjóðanda, sem sinn helsta læriföður í utanríkisþjónustunni. Pétur varð sendiherra í Sovétríkjunum 35 ára gamall, talaði þá fullkomna rússnesku og var auk þess fæddur á sjálfan byltingardaginn, 7. nóvember 1917. „Og það kunnu Sovétmenn svo sannarlega að meta og kom margt gott út úr stöðu hans og starfi þarna austur frá,“ segir Sigríður. Njósnir í Moskvu Fljótlega opnaðist tækifæri til að fara til útlanda í sendiráð: Til Moskvu Sovétríkjunum! Þegar Sigríður fór til starfa í Moskvu, var hún aðeins 26 ára gömul og Kalda stríðið í algleymi. Þar átti Sigríður að starfa sem sendiráðsritari í nokkur ár. „Pétur Thorsteinsson sá til þess að ég fengi góðan undirbúning, færi í tíma til að læra rússnesku á miðjum vinnudegi. Það þótti merkilegt því á þessum tíma þekktist varla endurmenntun eða símenntun,“ segir Sigríður. En fleira þurfti hún að ráðast í til undirbúnings. „Ekkert fékkst í Moskvu á þessum tímum. Ég þurfti að slá lán í íslenskum banka til að hafa með mér til Sovétríkjanna nauðsynjavörur til nokkurra ára og það á tímum þegar neyslulán voru ekki í boði. Heldur óyndislegar sögur af daglegri notkun gamalla Pravda-dagblaða með lausri prentsvertu gáfu mér kjarkinn til að ganga fyrir bankastjórann, “ segir Sigríður og hlær þegar hún rifjar upp þennan tíma. Í Moskvu biðu hennar mjög óvenjulegar ef ekki hálfhræðilegar aðstæður. „Í íbúðinni voru kakkalakkar út um allt og fyrir utan klofaði maður yfir ruslapoka til að komast inn, með krákurnar þar allt um kring.“ Kalda stríðið var í algleymi þar sem Brezhnev var leiðtogi Sovétríkjanna og Carter forseti Bandaríkjanna. KGB njósnaði um okkur erlendu diplómatana og starfsmenn sendiráðanna enda tilheyrðum við óvininum sem aðilar í NATO. Í raun voru erlendir embættismenn metnir sem mögulegur fórnarkostnaður því ef Bandaríkjamenn myndu bomba í Sovétríkjunum, yrðum við drepin,“ segir Sigríður. KGB reyndi að vekja ótta hjá embættismönnum með öllum tiltækum ráðum. „Eins og frá var skýrt í dagblöðum á sínuum tíma var hlerunarbúnaður KGB alls staðar, líka heima hjá mér. Á morgnana dreifði maður hrísgrjónum eða hveiti á gólfin því þannig gat maður séð fótspor og vitað hvort einhver hefði komið inn. Eitt sinn reyndu þeir líka að keyra mig út af. Valborg systir mín var með í bílnum og Petrína Bachman samstarfskona og aldavinur. Þeir keyrðu þvert yfir fjórar akreinar og á okkur og klesstu bílinn. Hver var að verki? Ósannað. En nauðsynlegt var að fara í tugklukkustunda ferð til Helsinki með bílinn í viðgerð, heimilisbókhaldið fór úr skorðum, en ekki áhugi minn á starfinu í þessu annars stórkostlega landi. Hitt fannst mér verra og það var þegar frystikistan mín fór skyndilega úr sambandi. Ég hafði auðvitað hvorki tíma né peninga til að fara í langa verslunarferð að fylla frystinn aftur, því matarbúðin var í margra kílómetra fjarlægð og bíllinn bilaður. Tárin runnu niður kinnarnar þegar ég sá dýrmætan matinn til margra vikna eyðileggjast. En alltaf sé ég gullið í grjótinu og fann að lífið var að herða mig og lífsreynslan að þroska mig,“ segir Sigríður. Leiðtogafundur Gorbatsjev og Reagan í Höfða árið 1986. Fundurinn var ákveðinn með níu daga fyrirvara. SIgríður var þá kölluð heim hið snarasta úr sumarfríi hjá vinkonu sinni í Moskvu. Leiðtogafundurinn Árin eftir Moskvu starfaði Sigríður sem varafastafulltrúi hjá Evrópuráðinu í Strassborg 1982-1983, blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins 1983-1986, sendiráðsnautur 1984, í sendiráði Íslands í Bonn 1987 og sendifulltrúi þar 1988-1991. Þá var hún styrkþegi við Harvard Russian Research Center 1987. Einn stærsti alþjóðlegi viðburðurinn sem haldinn hefur verið á Íslandi, er án efa Leiðtogafundur Gorbatsjev og Reagan í Höfða 1986. Sigríður var þá blaðafulltrúi en í sumarfríi þegar allt fór af stað og stödd hjá Dóru Ásgeirsdóttur vinkonu sinni í Moskvu. Í blöðunum var sagt að Helgi Ágústsson hefði verið kallaður heim frá Washington og ég heim frá Moskvu. Þetta hljómaði mjög vel. Hið rétta var að ég var hjá Dóru vinkonu í sumarfríi í Moskvu. Þar lá ég uppi í sófa að lesa Tolstoj þegar síminn hringir,“ segir Sigríður og hlær. „Sigga Dís þú verður að koma heim undir eins, það er toppfundur framundan!“ heyrðist í símanum. Frá flugvellinum var Sigríður keyrð beint í kjallara Hagaskóla vestur í bæ þaðan sem hún stýrði því hvaða erlendu miðlar mættu komast að leiðtogunum. „Ég man bara eftir að hafa stundum sofið á fatahrúgunni sem ég var með í ferðatöskunni því sumar nætur komst maður ekki heim.“ Margir gera sér ekki grein fyrir því að Sigríður hefur starfað fyrir Utanríkisráðuneytið í rúmlega helming þess starfstíma sem ráðuneytið hefur starfað, eða í 42 ár af 81 starfsári ráðuneytisins.Vísir/Vilhelm Fyrsta konan sendiherra Þótt kona væri orðin forseti á Íslandi og fyrsti kvensendiherrann á Norðurlöndunum verið hér við góðan orðstír, var aldrei á það minnst að kona yrði sendiherra Íslands. „Alla vega aldrei nokkurn tíma við mig,“ segir Sigríður. „Hannes Hafstein ráðuneytisstjóri og sendiherra, annar frábær diplómati og mentor eins og Pétur, hafði áhyggjur af því að væntingarnar mínar væru of miklar. Eitt sinn kom hann til mín og sagði að þótt hann treysti mér fullkomlega til starfans væri hann hræddur um að veikara kynið ætti ekki möguleika á sendiherrastöðu fyrir lítið land,“ segir Sigríður og bætir við: Og ég man að ég spurði hann þá hvort styrkleikar kynja miðuðust þá við léttvín eða sterkt? Mikið hlógum við svo saman að þessu og sagan sýnir væntumþykju hans, umhyggju og nærfærni.“ Það var þó á sama árinu og í tíð ríkistjórnar Steingríms Hermannssonar og Jóns Baldvins sem tækifærið opnaðist. Ákvörðunin um skipun Sigríðar í embættið var tekin seint um haustið 1990 og næstu mánuðir fóru svo bara í að flytja frá Þýskalandi og ljúka skyldum sínum þar og koma sér í árbyrjun til Svíþjóðar. „Hverjum hefði þá dottið í hug að fimmtán frábærar konur yrðu skipaðar sendiherrar eftir það?” spyr Sigríður. Þegar Sigríður afhenti trúnaðarbréfið sitt í Stokkhólmi var sjónvarpað frá því í öllum norrænu sjónvarpsstöðvunum. Það var þó ekki vegna þess að Sigríður væri fyrsta íslenska konan til að gegna sendiherrastöðu. Skýringin á áhuga norrænu fjölmiðlanna var að sænska utanríkisþjónustan átti 200 ára afmæli og ákveðið hafði verið að gera heimildarmynd um siði og venjur við afhendingu trúnaðarbréfa sem hafði haldist óbreytt í 200 ár. „Beðið var eftir sænskumælandi sendiherra og ég datt bara ofan í þessar aðstæður,“ segir Sigríður. Nordvision sá svo um að nýta efnið víðar en sjálf segist hún ekki frá því að sænskukunnáttan hafi verið kveikjan á því að Jón Baldvin skipaði hana sem sendiherra. Þau höfðu unnið saman á vettvangi Evrópuráðsins í Strassborg þar sem Jón Baldvin heyrði Sigríði tala á sænsku. Sigríður var í sendiráði Íslands í Þýskalandi þegar Berlínarmúrinn féll og kalda stríðið virtist þá brátt heyra sögunni til. „Heiður himinn virtist blasa við öllum,“ segir Sigríður. Sigríður Snævarr var skipuð sendiherra Svíþjóðar 1.febrúar 1991, fyrst íslenskra kvenna.Vísir/Vilhelm Fasteignaviðskiptin í Svíþjóð Sigríður var skipuð sendiherra Íslands í Svíþjóð og Finnlandi með aðsetur í Stokkhólmi 1991-1996. Samhliða var hún sendiherra nýfrjálsríkjanna Namibíu, Slóveníu, Eistlands, Lettlands. Árin 1996-1999 verður hún prótókollstjóri í utanríkisráðuneytinu og jafnframt heimasendiherra í Namibíu, Mósambík og Suður-Afríku. Sendiherraferillinn hófst með hvelli. Sigríður óskaði eftir og fékk heimild til að selja sendiherrabústaðinn og spara þannig tugi milljóna í viðhald. „Að selja bústaðinn tók auðvitað gríðarlegan tíma og sitt sýndist hverjum um það, en þarna voru kjöraðstæður, fasteignaverð var að lækka á árinu 1991 og hægt var að fá mun verðmætari, betri og nýtanlegri eign í miðbænum í stað gamla bústaðarins sem var barn síns tíma,“ segir Sigríður. Og það var enginn annar en Björn Ulvaeus í ABBA sem keypti húsið. Síðari hluti viðtalsins við Sigríði Snævarr verður birtur í Atvinnulífinu á morgun, mánudag. Helgarviðtal Atvinnulífsins Starfsframi Utanríkismál Tengdar fréttir „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00 „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sigríður starfar nú sem heimasendiherra. Það þýðir að hún er búsett á Íslandi en umdæmisríkin hennar eru Ástralía, Malasía, Singapúr og Páfastóll (Vatikanborgríkið). Í þessari viku hefur Sigríður verið að undirbúa fjarfund með norrænum sendiherrum í Ástralíu en að þeim fundi stendur hún með kollega sínum, Pär Ahlberger, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi en áður í Ástralíu . „Covid hefur kennt okkur margt sem við áður héldum ómögulegt,“ segir Sigríður og brosir. Helgarviðtal Atvinnulífsins er við Sigríði Ásdísi Snævarr sendiherra en þann 1.febrúar 2021 eru þrjátíu ár síðan Sigríður var skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna. Viðtalið er birt í tveimur hlutum. Sönglaði á latínu fimm ára Enginn maður skapar sig sjálfur né sína eigin sögu. Öll þessi ævintýri á ég foreldrum mínum að þakka og öllu því góða fólki sem fólu mér ungri að takast á við ævintýrin og tækifærin sem hér er lýst.“ Sigríður er fædd árið 1952 og alin upp í Reykjavík. Sigríður er elst fimm systkina en foreldrar hennar voru Gunnsteinn Ármann Snævarr prófessor, háskólarektor og hæstaréttardómari og Valborg Sigurðardóttir uppeldisfræðingur og skólastjóri Fósturskóla Íslands. Sigríður lærði latínu strax á fyrstu æviárunum. Fyrsta erlenda tungumálið sem Sigríður lærði var latína. „Ég man eftir mér í fallegum ljósbláum kjól að verða fimm ára, þar sem ég sönglaði á latínu fyrir gesti heima í stofu á Hagamel 16,“ segir Sigríður. Að læra latínu tengdist því að foreldrarnir aðstoðuðu systurdóttur föður hennar, Birnu Stefánsdóttur við heimanám í latínu. „Pabbi og bræður hans ákváðu að hver þeirra myndi mennta eitt barn systur sinnar á Egilstöðum þannig að þau fengju tækifæri til frekari menntunar en þá bauðst á landsbyggðinni. Birna kom til okkar og tengdist okkur svo náið að ég fer aldrei að sofa án þess að tala við Birnu,“ segir Sigríður. „Mamma og pabbi kunnu ekki við að segja mér að latínan væri löngu úrelt. Þegar ég var fimm til sex ára sögðu þau mér því að ég gæti talað hana á Ítalíu. Á þetta minnti ég þau rúmum áratug síðar þegar ég tilkynnti að ég vildi til Ítalíu í nám,“ segir Sigríður og hlær. Pär Ahlberger sendiherra Svíþjóðar á Íslandi gaf Sigríði fallegan blómvönd á dögunum en þau hafa unnið saman að undirbúningi fjarfundar með norrænum sendiherrum í Ástralíu. Ástralía er eitt af umdæmisríkjum Sigríðar en þar var Ahlberger sendiherra Svíþjóðar áður en hann kom til Íslands.Vísir/Vilhelm Hugmyndin vaknar Sigríður man vel hvenær hugmyndin vaknaði að því að verða diplómati. „Ég man að ég var 17 ára og stóð við Berlínarmúrinn. Alþjóðleg samskipti heilluðu mig alltaf en þarna gerðist eitthvað,“ segir Sigríður og bætir við: Að sjá þýskar fjölskyldur sem gátu ekki hist, búandi sitt hvoru meginn við hryllilegan múrinn var svo raunveruleg upplifun af því hve alþjóðastjórnmál stjórna lífi einstaklinga og örlögum. Það var við múrinn sem hugmyndin vaknaði að því að verða diplómati. Þetta var svona móment.“ Þá segir hún það hafa haft mikil áhrif að foreldrar hennar voru miklir jafnréttissinar sem hvöttu hana til að leita inn á nýjar brautir og velja nám samkvæmt því. Áður en Sigríður lauk stúdentsprófi frá MR árið 1972, bjó hún í eitt ár með fjölskyldunni í Svíþjóð. „Ég fékk smjörþefinn af starfi sendiráða þegar ég heimsótti sendiráð Íslands í Stokkhólmi með foreldrunum og fjölskyldunni. Ég var bara menntaskólanemi en háskólanemar voru í hópnum sem hertóku sendiráðið,“ segir Sigríður. Sigríður vissi ekki þá að sendiherrabústaðurinn sem hún heimsótti í Stokkhólmi, ætti eftir að verða að stórum kafla í sögu hennar síðar. Eins átti það eftir að skipta miklu máli síðar að Sigríður talaði sænsku. Árásin sem Sigríður vísar hins vegar til er þegar ellefu námsmenn réðust inn í sendiráð Íslands í Stokkhólmi árið 1970 til að mótmæla lánakjörum námsmanna. Sósalísk bylting, kommúnistar og jafnvel landráðamenn má sjá í skrifum fjölmiðla frá þessum tíma en málið endaði þó þannig að ríkissaksóknari felldi niður ákærur vegna góðrar framkomu og ungæðisháttar námsmannanna. Þegar Sigríður kom heim frá Svíþjóð, lauk hún stúdentsprófinu í MR. Þar sat hún í skólastjórn, meðal annars með Kjartani Gunnarssyni sem síðar varð eiginmaður hennar. Þegar Sigríður sat í skólastjórn MR mótmælti hún því að það væru sérstakir kvennabekkir. Sigríður var líka ein þeirra ungu kvenna sem mótmæltu fegurðarsamkeppnum á þessum tíma. „Ég man að ég mótmælti fyrirkomulagi kvennabekkja. Það fyrirkomulag var sagt nauðsynlegt vegna leikfimistímanna sem lýsir því svolítið hvernig tíðarandinn var,“ segir Sigríður. Með latínu, norsku og sænsku í farteskinu lá leiðin til Perugia á Ítalíu. Þar lauk Sigríður diplómanámi í ítölsku. Þaðan lá leiðin til Bretlands eftir mjög gefandi missseri við háskóla Íslands í stjórnmálafræði með áherslu á íslensk stjórnmál. Árið 1977 lauk Sigríður B.Sc. Econ prófi frá London School of Economics árið 1977. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna þaðan sem hún lauk MA. í Fletcher School of Law and Diplomacy árið 1978. Mynd af Sigríði við Berlínarmúrinn. Berlínarmúrinn hefur verið mjög táknrænn í lífi Sigríðar. Fyrst þar, 17 ára gömul, tók hún ákvörðun um að verða diplómati. Síðar var hún viðstödd þegar hann féll. ,,Heiður himinn virtist blasa við öllum,“ segir Sigríður um þá upplifun. Starfsferillinn hefst Samhliða námi og allt til 1978, starfaði Sigríður sem leiðsögumaður ferðamanna á Íslandi og fyrir íslenska ferðamenn á Ítalíu. Hún hóf störf í Utanríkisráðuneytinu árið 1978. „Um leið og ég heyrði að Benedikt Gröndal yrði ráðherra vissi ég að tækifæri myndu opnast fyrir konur. Því hann var Harvard maður og þannig þenkjandi,“ segir Sigríður. Nýir tímar kröfðust nýrra vinnubragða og haustið 1978 var í fyrsta sinn auglýst eftir embættismönnum. Margir sóttu um og þau ráðin þrjú, auk hennar þau Gunnar Snorri Gunnarsson og Berglind Ásgeirsdóttir. Það gera sér ekki allir grein fyrir því að Utanríkisráðuneytið var stofnað fyrir 81 ári sem þýðir að ég hef starfað þar í ríflega helming þess tíma. Ég náði því að kynnast og starfa með mörgum sem voru eldri í starfsaldri en okkar eigin utanríkisþjónusta, því þeir höfðu sumir starfað í þeirri dönsku. Þeir voru upphafsmennirnir og frumkvöðlarnir sem mótuðu okkar starf og voru áhrifamiklir langt fram yfir eftirlaunaaldur. Eftirminnilegt er hve gefandi þessar hetjur mínar voru og örlátir á tíma sinn jafnvel í þágu algjörra grænjaxla eins og okkar þremenninganna,“ segir Sigríður. Alla tíð hefur Sigríður litið á Pétur Thorsteinsson, fyrrum sendiherra og forsetaframbjóðanda, sem sinn helsta læriföður í utanríkisþjónustunni. Pétur varð sendiherra í Sovétríkjunum 35 ára gamall, talaði þá fullkomna rússnesku og var auk þess fæddur á sjálfan byltingardaginn, 7. nóvember 1917. „Og það kunnu Sovétmenn svo sannarlega að meta og kom margt gott út úr stöðu hans og starfi þarna austur frá,“ segir Sigríður. Njósnir í Moskvu Fljótlega opnaðist tækifæri til að fara til útlanda í sendiráð: Til Moskvu Sovétríkjunum! Þegar Sigríður fór til starfa í Moskvu, var hún aðeins 26 ára gömul og Kalda stríðið í algleymi. Þar átti Sigríður að starfa sem sendiráðsritari í nokkur ár. „Pétur Thorsteinsson sá til þess að ég fengi góðan undirbúning, færi í tíma til að læra rússnesku á miðjum vinnudegi. Það þótti merkilegt því á þessum tíma þekktist varla endurmenntun eða símenntun,“ segir Sigríður. En fleira þurfti hún að ráðast í til undirbúnings. „Ekkert fékkst í Moskvu á þessum tímum. Ég þurfti að slá lán í íslenskum banka til að hafa með mér til Sovétríkjanna nauðsynjavörur til nokkurra ára og það á tímum þegar neyslulán voru ekki í boði. Heldur óyndislegar sögur af daglegri notkun gamalla Pravda-dagblaða með lausri prentsvertu gáfu mér kjarkinn til að ganga fyrir bankastjórann, “ segir Sigríður og hlær þegar hún rifjar upp þennan tíma. Í Moskvu biðu hennar mjög óvenjulegar ef ekki hálfhræðilegar aðstæður. „Í íbúðinni voru kakkalakkar út um allt og fyrir utan klofaði maður yfir ruslapoka til að komast inn, með krákurnar þar allt um kring.“ Kalda stríðið var í algleymi þar sem Brezhnev var leiðtogi Sovétríkjanna og Carter forseti Bandaríkjanna. KGB njósnaði um okkur erlendu diplómatana og starfsmenn sendiráðanna enda tilheyrðum við óvininum sem aðilar í NATO. Í raun voru erlendir embættismenn metnir sem mögulegur fórnarkostnaður því ef Bandaríkjamenn myndu bomba í Sovétríkjunum, yrðum við drepin,“ segir Sigríður. KGB reyndi að vekja ótta hjá embættismönnum með öllum tiltækum ráðum. „Eins og frá var skýrt í dagblöðum á sínuum tíma var hlerunarbúnaður KGB alls staðar, líka heima hjá mér. Á morgnana dreifði maður hrísgrjónum eða hveiti á gólfin því þannig gat maður séð fótspor og vitað hvort einhver hefði komið inn. Eitt sinn reyndu þeir líka að keyra mig út af. Valborg systir mín var með í bílnum og Petrína Bachman samstarfskona og aldavinur. Þeir keyrðu þvert yfir fjórar akreinar og á okkur og klesstu bílinn. Hver var að verki? Ósannað. En nauðsynlegt var að fara í tugklukkustunda ferð til Helsinki með bílinn í viðgerð, heimilisbókhaldið fór úr skorðum, en ekki áhugi minn á starfinu í þessu annars stórkostlega landi. Hitt fannst mér verra og það var þegar frystikistan mín fór skyndilega úr sambandi. Ég hafði auðvitað hvorki tíma né peninga til að fara í langa verslunarferð að fylla frystinn aftur, því matarbúðin var í margra kílómetra fjarlægð og bíllinn bilaður. Tárin runnu niður kinnarnar þegar ég sá dýrmætan matinn til margra vikna eyðileggjast. En alltaf sé ég gullið í grjótinu og fann að lífið var að herða mig og lífsreynslan að þroska mig,“ segir Sigríður. Leiðtogafundur Gorbatsjev og Reagan í Höfða árið 1986. Fundurinn var ákveðinn með níu daga fyrirvara. SIgríður var þá kölluð heim hið snarasta úr sumarfríi hjá vinkonu sinni í Moskvu. Leiðtogafundurinn Árin eftir Moskvu starfaði Sigríður sem varafastafulltrúi hjá Evrópuráðinu í Strassborg 1982-1983, blaðafulltrúi utanríkisráðuneytisins 1983-1986, sendiráðsnautur 1984, í sendiráði Íslands í Bonn 1987 og sendifulltrúi þar 1988-1991. Þá var hún styrkþegi við Harvard Russian Research Center 1987. Einn stærsti alþjóðlegi viðburðurinn sem haldinn hefur verið á Íslandi, er án efa Leiðtogafundur Gorbatsjev og Reagan í Höfða 1986. Sigríður var þá blaðafulltrúi en í sumarfríi þegar allt fór af stað og stödd hjá Dóru Ásgeirsdóttur vinkonu sinni í Moskvu. Í blöðunum var sagt að Helgi Ágústsson hefði verið kallaður heim frá Washington og ég heim frá Moskvu. Þetta hljómaði mjög vel. Hið rétta var að ég var hjá Dóru vinkonu í sumarfríi í Moskvu. Þar lá ég uppi í sófa að lesa Tolstoj þegar síminn hringir,“ segir Sigríður og hlær. „Sigga Dís þú verður að koma heim undir eins, það er toppfundur framundan!“ heyrðist í símanum. Frá flugvellinum var Sigríður keyrð beint í kjallara Hagaskóla vestur í bæ þaðan sem hún stýrði því hvaða erlendu miðlar mættu komast að leiðtogunum. „Ég man bara eftir að hafa stundum sofið á fatahrúgunni sem ég var með í ferðatöskunni því sumar nætur komst maður ekki heim.“ Margir gera sér ekki grein fyrir því að Sigríður hefur starfað fyrir Utanríkisráðuneytið í rúmlega helming þess starfstíma sem ráðuneytið hefur starfað, eða í 42 ár af 81 starfsári ráðuneytisins.Vísir/Vilhelm Fyrsta konan sendiherra Þótt kona væri orðin forseti á Íslandi og fyrsti kvensendiherrann á Norðurlöndunum verið hér við góðan orðstír, var aldrei á það minnst að kona yrði sendiherra Íslands. „Alla vega aldrei nokkurn tíma við mig,“ segir Sigríður. „Hannes Hafstein ráðuneytisstjóri og sendiherra, annar frábær diplómati og mentor eins og Pétur, hafði áhyggjur af því að væntingarnar mínar væru of miklar. Eitt sinn kom hann til mín og sagði að þótt hann treysti mér fullkomlega til starfans væri hann hræddur um að veikara kynið ætti ekki möguleika á sendiherrastöðu fyrir lítið land,“ segir Sigríður og bætir við: Og ég man að ég spurði hann þá hvort styrkleikar kynja miðuðust þá við léttvín eða sterkt? Mikið hlógum við svo saman að þessu og sagan sýnir væntumþykju hans, umhyggju og nærfærni.“ Það var þó á sama árinu og í tíð ríkistjórnar Steingríms Hermannssonar og Jóns Baldvins sem tækifærið opnaðist. Ákvörðunin um skipun Sigríðar í embættið var tekin seint um haustið 1990 og næstu mánuðir fóru svo bara í að flytja frá Þýskalandi og ljúka skyldum sínum þar og koma sér í árbyrjun til Svíþjóðar. „Hverjum hefði þá dottið í hug að fimmtán frábærar konur yrðu skipaðar sendiherrar eftir það?” spyr Sigríður. Þegar Sigríður afhenti trúnaðarbréfið sitt í Stokkhólmi var sjónvarpað frá því í öllum norrænu sjónvarpsstöðvunum. Það var þó ekki vegna þess að Sigríður væri fyrsta íslenska konan til að gegna sendiherrastöðu. Skýringin á áhuga norrænu fjölmiðlanna var að sænska utanríkisþjónustan átti 200 ára afmæli og ákveðið hafði verið að gera heimildarmynd um siði og venjur við afhendingu trúnaðarbréfa sem hafði haldist óbreytt í 200 ár. „Beðið var eftir sænskumælandi sendiherra og ég datt bara ofan í þessar aðstæður,“ segir Sigríður. Nordvision sá svo um að nýta efnið víðar en sjálf segist hún ekki frá því að sænskukunnáttan hafi verið kveikjan á því að Jón Baldvin skipaði hana sem sendiherra. Þau höfðu unnið saman á vettvangi Evrópuráðsins í Strassborg þar sem Jón Baldvin heyrði Sigríði tala á sænsku. Sigríður var í sendiráði Íslands í Þýskalandi þegar Berlínarmúrinn féll og kalda stríðið virtist þá brátt heyra sögunni til. „Heiður himinn virtist blasa við öllum,“ segir Sigríður. Sigríður Snævarr var skipuð sendiherra Svíþjóðar 1.febrúar 1991, fyrst íslenskra kvenna.Vísir/Vilhelm Fasteignaviðskiptin í Svíþjóð Sigríður var skipuð sendiherra Íslands í Svíþjóð og Finnlandi með aðsetur í Stokkhólmi 1991-1996. Samhliða var hún sendiherra nýfrjálsríkjanna Namibíu, Slóveníu, Eistlands, Lettlands. Árin 1996-1999 verður hún prótókollstjóri í utanríkisráðuneytinu og jafnframt heimasendiherra í Namibíu, Mósambík og Suður-Afríku. Sendiherraferillinn hófst með hvelli. Sigríður óskaði eftir og fékk heimild til að selja sendiherrabústaðinn og spara þannig tugi milljóna í viðhald. „Að selja bústaðinn tók auðvitað gríðarlegan tíma og sitt sýndist hverjum um það, en þarna voru kjöraðstæður, fasteignaverð var að lækka á árinu 1991 og hægt var að fá mun verðmætari, betri og nýtanlegri eign í miðbænum í stað gamla bústaðarins sem var barn síns tíma,“ segir Sigríður. Og það var enginn annar en Björn Ulvaeus í ABBA sem keypti húsið. Síðari hluti viðtalsins við Sigríði Snævarr verður birtur í Atvinnulífinu á morgun, mánudag.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Starfsframi Utanríkismál Tengdar fréttir „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00 „Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00 „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00
„Er enginn annar að afgreiða hérna nema þetta barn?“ Verslunin Stella í Bankastræti 3 var stofnuð árið 1942. Sagan hefst þó fyrr því það var langafi eigenda Stellu sem byggði húsið árið 1880. Fjórða kynslóðin á nú húsið og Edda Hauksdóttir er ein eigenda og verslunarstjóri Stellu. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið Stellu og húsið í Bankastræti 3. 29. nóvember 2020 08:00
„Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00