Johnson fer til Skotlands vegna vaxandi kröfu um sjálfstæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2021 23:15 Boris Johnson mun á morgun ferðast til Skotlands vegna vaxandi kröfu um sjálfstæði Skotlands. Nicola Sturgeon hefur gagnrýnt ákvörðun hans um að ferðast og segir það slæmt fordæmi vegna faraldursins. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun á morgun ferðast til Skotlands vegna vaxandi kröfu Skota um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði landsins fari fram. Johnson hefur verið mjög mótfallinn þeirri hugmynd og er gert ráð fyrir að hann muni berjast hart gegn því að Skotar yfirgefi ríkið. Undanfarin fimm ár hafa samskipti Skotlands og Bretlands farið versnandi meðal annars vegna Brexit, viðbragða breskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og ítrekaðrar kröfu skoskra stjórnvalda um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um skoskt sjálfstæði. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, hefur gagnrýnt Johnson harðlega undanfarna mánuði vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum. Johnson svaraði því að hluta í dag þegar hann sagði Skotland græða mikið á því að vera hluti af Bretlandi þar sem Skotar fengju skjótt og öruggt aðgengi að bóluefni Oxford háskóla sem nú er í dreifingu. „Við höfum tekið okkur á til þess að ráða niðurlögum veirunnar,“ sagði Johnson í dag. „Samvinna allra á Bretlandi í þessum faraldri er einmitt það sem Skotar kölluðu eftir og það er það sem við höfum einblínt á.“ Sturgeon benti hins vegar á það í dag að það skyti skökku við að forsætisráðherrann predikaði um aðgerðir vegna faraldursins en ætlaði nú að ferðast frá Lundúnum til Skotlands og spurði hvort heimsóknin væri virkilega nauðsynleg og sagði hana ekki gott fordæmi. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vonist til þess að flokkur hennar, skoski þjóðarflokkurinn, tryggi sér meirihluta í skosku þingkosningunum í maí næstkomandi. Það myndi gefa henni umboð til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Kjósi Skotar að lýsa yfir sjálfstæði þýðir það að Bretland missir nærri þriðjung landssvæðis síns og nærri tíu prósent íbúa. Johnson, sem þyrfti að samþykkja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, hefur sagt ítrekað að ónauðsynlegt sé að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að Skotar kusu gegn sjálfstæði árið 2014. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014 greiddu 55 prósent kjósenda gegn sjálfstæði og 45 prósent kjósenda með. Hins vegar vildi meirihluti Skota vera áfram í Evrópusambandinu, þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit fór fram, og síðan þá hafa skoskir þjóðernissinnar krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Bretland Brexit Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn. 28. nóvember 2020 09:35 Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 17. desember 2019 23:30 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Undanfarin fimm ár hafa samskipti Skotlands og Bretlands farið versnandi meðal annars vegna Brexit, viðbragða breskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og ítrekaðrar kröfu skoskra stjórnvalda um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um skoskt sjálfstæði. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, hefur gagnrýnt Johnson harðlega undanfarna mánuði vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum. Johnson svaraði því að hluta í dag þegar hann sagði Skotland græða mikið á því að vera hluti af Bretlandi þar sem Skotar fengju skjótt og öruggt aðgengi að bóluefni Oxford háskóla sem nú er í dreifingu. „Við höfum tekið okkur á til þess að ráða niðurlögum veirunnar,“ sagði Johnson í dag. „Samvinna allra á Bretlandi í þessum faraldri er einmitt það sem Skotar kölluðu eftir og það er það sem við höfum einblínt á.“ Sturgeon benti hins vegar á það í dag að það skyti skökku við að forsætisráðherrann predikaði um aðgerðir vegna faraldursins en ætlaði nú að ferðast frá Lundúnum til Skotlands og spurði hvort heimsóknin væri virkilega nauðsynleg og sagði hana ekki gott fordæmi. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vonist til þess að flokkur hennar, skoski þjóðarflokkurinn, tryggi sér meirihluta í skosku þingkosningunum í maí næstkomandi. Það myndi gefa henni umboð til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Kjósi Skotar að lýsa yfir sjálfstæði þýðir það að Bretland missir nærri þriðjung landssvæðis síns og nærri tíu prósent íbúa. Johnson, sem þyrfti að samþykkja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, hefur sagt ítrekað að ónauðsynlegt sé að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að Skotar kusu gegn sjálfstæði árið 2014. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014 greiddu 55 prósent kjósenda gegn sjálfstæði og 45 prósent kjósenda með. Hins vegar vildi meirihluti Skota vera áfram í Evrópusambandinu, þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit fór fram, og síðan þá hafa skoskir þjóðernissinnar krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Bretland Brexit Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn. 28. nóvember 2020 09:35 Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 17. desember 2019 23:30 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn. 28. nóvember 2020 09:35
Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 17. desember 2019 23:30
„Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24