Það voru heimamenn í Rayo Vallecano sem komust yfir á 63. mínútu en Lionel Messi jafnaði sjö mínútum síðar.
Það var svo Hollendingurinn Frenkie de Jong sem skoraði sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok en Hollendingurinn hefur verið drjúgur að undaförnu.
Börsungar eru þar af leiðandi komnir í átta liða úrslit keppninnar.
FULL TIME! pic.twitter.com/6OgeN8iOMP
— FC Barcelona (@FCBarcelona) January 27, 2021