„Hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. janúar 2021 19:04 Helena ræddi um komandi landsliðsþjálfara í viðtali á Stöð 2 í kvöld. vísir/skjáskot Helena Ólafsdóttir, spekingur Stöð 2 Sport og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna, hefði viljað sjá Elísabetu Gunnarsdóttur taka við kvennalandsliðinu í fótbolta. Þetta sagði hún í Sportpakkanum á Stöð 2. Það kom ljós í síðustu viku að Elísabet myndi ekki taka við íslenska landsliðinu. Samningaviðræður KSÍ og hennar gengu ekki upp og sagði Elísabet sjálf að hún hefði verið verulega óhress með það. „Það er verið að ræða um tvo frábæra þjálfara. Maður sá ákveðinn sjarma í að að Beta yrði ráðin í starfið. Í upphafi viðræðna hafa menn væntanlega gert sér grein fyrir því að hún er nýbúin að skrifa undir samning við Kristianstad og því þyrfti að leysa þetta ár sem hún væri að stýra tveimur liðum. Ég var því hissa á að þetta hafi ekki gengið upp því þeir fóru í viðræðurnar með þessa vitneskju. Að mati KSÍ hefur hún of mikið á sinni könnu,“ sagði Helena. „Í þessu tilfelli þá ætlaði hún bara að klára árið í Svíþjóð. Það eru æfingaleikir með landsliðinu í vor og undankeppni í haust en ég hefði haldið, með góðum aðstoðarmanni, að þá væri hægt að bjarga þessu þar sem hún hefur mikinn áhuga á landsliðsstarfinu. Ég sá fyrir mér að hún yrði næstu fimm árin með þetta landslið.“ Elísabet hefur lengi verið við störf í sænska boltanum þar sem hún þjálfar lið Kristianstad og hefur gert þar frábæra hluti. „Ég held að það hefði verið hægt að leysa þetta því það eru fordæmi fyrir því. Það sem hræðir mig er að ég hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna.“ „Hún er að fara í Meistaradeildina með Kristianstad og er búin að vinna þrekvirki þar. Ég get séð hana fara í eitthvað stærra og meira og ég veit ekki hvar við yrðum í röðinni þegar þar að kemur. Það er framtíðin og enginn veit hver hún verður.“ Næstur á blaði, að mati Helenu og svo margra annarra, er margfaldi Íslandmeistarinn Þorsteinn Halldórsson. Þorsteinn þjálfar í dag lið Breiðabliks. „Það lítur allt út fyrir að það verði Þorsteinn og ég fagna því að það verði maður sem gjörþekkir íslenska fótboltann. Bæði hefur hann þjálfað marga hér heima og erlendis. Það er það sem skiptir máli.“ „Það er ekkert alltaf sem eins góðir kostir hafa verið í boði. Það sem er svekkjandi við að hafa misst af Betu er að hún er hámenntuð, búin að taka hæstu gráðuna í þjálfum og er tilbúin. En það er Steini líka. Hann hefur verið lengi með Blika og þetta er kannski sjálfsagt skref á hans ferli.“ Klippa: Sportpakkinn - Helena um landsliðsþjálfarastarfið KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16 Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54 Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Sjá meira
Það kom ljós í síðustu viku að Elísabet myndi ekki taka við íslenska landsliðinu. Samningaviðræður KSÍ og hennar gengu ekki upp og sagði Elísabet sjálf að hún hefði verið verulega óhress með það. „Það er verið að ræða um tvo frábæra þjálfara. Maður sá ákveðinn sjarma í að að Beta yrði ráðin í starfið. Í upphafi viðræðna hafa menn væntanlega gert sér grein fyrir því að hún er nýbúin að skrifa undir samning við Kristianstad og því þyrfti að leysa þetta ár sem hún væri að stýra tveimur liðum. Ég var því hissa á að þetta hafi ekki gengið upp því þeir fóru í viðræðurnar með þessa vitneskju. Að mati KSÍ hefur hún of mikið á sinni könnu,“ sagði Helena. „Í þessu tilfelli þá ætlaði hún bara að klára árið í Svíþjóð. Það eru æfingaleikir með landsliðinu í vor og undankeppni í haust en ég hefði haldið, með góðum aðstoðarmanni, að þá væri hægt að bjarga þessu þar sem hún hefur mikinn áhuga á landsliðsstarfinu. Ég sá fyrir mér að hún yrði næstu fimm árin með þetta landslið.“ Elísabet hefur lengi verið við störf í sænska boltanum þar sem hún þjálfar lið Kristianstad og hefur gert þar frábæra hluti. „Ég held að það hefði verið hægt að leysa þetta því það eru fordæmi fyrir því. Það sem hræðir mig er að ég hefði viljað ná henni núna því ég er ekki viss um að við náum henni seinna.“ „Hún er að fara í Meistaradeildina með Kristianstad og er búin að vinna þrekvirki þar. Ég get séð hana fara í eitthvað stærra og meira og ég veit ekki hvar við yrðum í röðinni þegar þar að kemur. Það er framtíðin og enginn veit hver hún verður.“ Næstur á blaði, að mati Helenu og svo margra annarra, er margfaldi Íslandmeistarinn Þorsteinn Halldórsson. Þorsteinn þjálfar í dag lið Breiðabliks. „Það lítur allt út fyrir að það verði Þorsteinn og ég fagna því að það verði maður sem gjörþekkir íslenska fótboltann. Bæði hefur hann þjálfað marga hér heima og erlendis. Það er það sem skiptir máli.“ „Það er ekkert alltaf sem eins góðir kostir hafa verið í boði. Það sem er svekkjandi við að hafa misst af Betu er að hún er hámenntuð, búin að taka hæstu gráðuna í þjálfum og er tilbúin. En það er Steini líka. Hann hefur verið lengi með Blika og þetta er kannski sjálfsagt skref á hans ferli.“ Klippa: Sportpakkinn - Helena um landsliðsþjálfarastarfið
KSÍ EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16 Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54 Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari byrjar á leik gegn Frökkum Fyrsti leikur nýs þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður gegn ógnarsterku liði Frakka. 26. janúar 2021 11:16
Ekki ásættanlegt að gera landsliðsþjálfarastarfið að hlutastarfi „Ég held að við værum ekki einu sinni að ræða þetta ef að um karlalandsliðið væri að ræða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um þá niðurstöðu að ráða ekki Elísabetu Gunnarsdóttur í starf landsliðsþjálfara samhliða starfi hennar sem þjálfari Kristianstad. 25. janúar 2021 12:54
Elísabet drullusvekkt með að verða ekki landsliðsþjálfari Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Samningaviðræður hennar og KSÍ sigldu í strand. 25. janúar 2021 11:25