Meira en 100 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 08:16 Myndin er tekin við bólusetningu í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru það land sem hefur farið verst út úr faraldrinum í heiminum; hvergi hafa fleiri smitast eða dáið. Getty/David Ryder Fjöldi þeirra sem greinst hefur smitaður af kórónuveirunni á heimsvísu er nú kominn yfir 100 milljónir manna, að því er fram kemur hjá Reuters fréttastofunni. Er þar vísað í eigin talningu fréttastofunnar en tölfræði Johns Hopkins-háskólans vegna Covid-19 sýnir einnig meira en 100 milljónir greindra smita á heimsvísu. Þetta þýðir að nærri 1,3 prósent mannkyns hefur smitast af veirunni. Þá hafa rúmlega 2,1 milljónir manna látist af völdum Covid-19. Dánartíðnin er 2,1 prósent samkvæmt greiningu Reuters. Ein manneskja hefur smitast á 7,7 sekúndna fresti á jörðinni frá upphafi þessa árs og dagleg tilfelli eru rúmlega 660 þúsund. Verst er ástandið í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi, Rússlandi og í Bretlandi en smitaðir í þessum fimm löndum eru rúmur helmingur allra þeirra sem hafa smitast í heildina. Þessar fimm þjóðir eru þó aðeins 28 prósent af heildarfjölda mannskyns. Tölfræðin sýnir að faraldurinn er á miklu flugi; það tók ellefu mánuði uns 50 milljónir greindust smitaðar en aðeins þrjá mánuði uns sú tala var komin upp í 100 milljónir. Ef litið er nánar til Bandaríkjanna þá hefur fjórðungur allra greindra kórónuveirusmita á heimsvísu greinst þar í landi. Bandaríska þjóðin telur um 330 milljónir eða um fjögur prósent mannkyns. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna í Bandaríkjunum, alls meira en 25 milljónir, og hvergi hafa fleiri látist vegna Covid-19 eða tæplega 425 þúsund manns. Það eru tvisvar sinnum fleiri dauðsföll en í Brasilíu sem er það land þar sem næstflestir hafa látist úr Covid-19. Staðan er einnig slæm í Evrópu. Eins og staðan er nú greinist að meðaltali ein milljón nýsmitaðra yfir fjögurra daga tímabil og nærri þrjátíu milljónir hafa látið lífið. Bretland varð í gær fimmta ríki heims, og fyrsta Evrópuríkið, þar sem meira en hundrað þúsund hafa látist vegna Covid-19. Áður höfðu yfir hundrað þúsund látist í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Er þar vísað í eigin talningu fréttastofunnar en tölfræði Johns Hopkins-háskólans vegna Covid-19 sýnir einnig meira en 100 milljónir greindra smita á heimsvísu. Þetta þýðir að nærri 1,3 prósent mannkyns hefur smitast af veirunni. Þá hafa rúmlega 2,1 milljónir manna látist af völdum Covid-19. Dánartíðnin er 2,1 prósent samkvæmt greiningu Reuters. Ein manneskja hefur smitast á 7,7 sekúndna fresti á jörðinni frá upphafi þessa árs og dagleg tilfelli eru rúmlega 660 þúsund. Verst er ástandið í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi, Rússlandi og í Bretlandi en smitaðir í þessum fimm löndum eru rúmur helmingur allra þeirra sem hafa smitast í heildina. Þessar fimm þjóðir eru þó aðeins 28 prósent af heildarfjölda mannskyns. Tölfræðin sýnir að faraldurinn er á miklu flugi; það tók ellefu mánuði uns 50 milljónir greindust smitaðar en aðeins þrjá mánuði uns sú tala var komin upp í 100 milljónir. Ef litið er nánar til Bandaríkjanna þá hefur fjórðungur allra greindra kórónuveirusmita á heimsvísu greinst þar í landi. Bandaríska þjóðin telur um 330 milljónir eða um fjögur prósent mannkyns. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna í Bandaríkjunum, alls meira en 25 milljónir, og hvergi hafa fleiri látist vegna Covid-19 eða tæplega 425 þúsund manns. Það eru tvisvar sinnum fleiri dauðsföll en í Brasilíu sem er það land þar sem næstflestir hafa látist úr Covid-19. Staðan er einnig slæm í Evrópu. Eins og staðan er nú greinist að meðaltali ein milljón nýsmitaðra yfir fjögurra daga tímabil og nærri þrjátíu milljónir hafa látið lífið. Bretland varð í gær fimmta ríki heims, og fyrsta Evrópuríkið, þar sem meira en hundrað þúsund hafa látist vegna Covid-19. Áður höfðu yfir hundrað þúsund látist í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira