Meira en 100 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 08:16 Myndin er tekin við bólusetningu í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru það land sem hefur farið verst út úr faraldrinum í heiminum; hvergi hafa fleiri smitast eða dáið. Getty/David Ryder Fjöldi þeirra sem greinst hefur smitaður af kórónuveirunni á heimsvísu er nú kominn yfir 100 milljónir manna, að því er fram kemur hjá Reuters fréttastofunni. Er þar vísað í eigin talningu fréttastofunnar en tölfræði Johns Hopkins-háskólans vegna Covid-19 sýnir einnig meira en 100 milljónir greindra smita á heimsvísu. Þetta þýðir að nærri 1,3 prósent mannkyns hefur smitast af veirunni. Þá hafa rúmlega 2,1 milljónir manna látist af völdum Covid-19. Dánartíðnin er 2,1 prósent samkvæmt greiningu Reuters. Ein manneskja hefur smitast á 7,7 sekúndna fresti á jörðinni frá upphafi þessa árs og dagleg tilfelli eru rúmlega 660 þúsund. Verst er ástandið í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi, Rússlandi og í Bretlandi en smitaðir í þessum fimm löndum eru rúmur helmingur allra þeirra sem hafa smitast í heildina. Þessar fimm þjóðir eru þó aðeins 28 prósent af heildarfjölda mannskyns. Tölfræðin sýnir að faraldurinn er á miklu flugi; það tók ellefu mánuði uns 50 milljónir greindust smitaðar en aðeins þrjá mánuði uns sú tala var komin upp í 100 milljónir. Ef litið er nánar til Bandaríkjanna þá hefur fjórðungur allra greindra kórónuveirusmita á heimsvísu greinst þar í landi. Bandaríska þjóðin telur um 330 milljónir eða um fjögur prósent mannkyns. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna í Bandaríkjunum, alls meira en 25 milljónir, og hvergi hafa fleiri látist vegna Covid-19 eða tæplega 425 þúsund manns. Það eru tvisvar sinnum fleiri dauðsföll en í Brasilíu sem er það land þar sem næstflestir hafa látist úr Covid-19. Staðan er einnig slæm í Evrópu. Eins og staðan er nú greinist að meðaltali ein milljón nýsmitaðra yfir fjögurra daga tímabil og nærri þrjátíu milljónir hafa látið lífið. Bretland varð í gær fimmta ríki heims, og fyrsta Evrópuríkið, þar sem meira en hundrað þúsund hafa látist vegna Covid-19. Áður höfðu yfir hundrað þúsund látist í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Er þar vísað í eigin talningu fréttastofunnar en tölfræði Johns Hopkins-háskólans vegna Covid-19 sýnir einnig meira en 100 milljónir greindra smita á heimsvísu. Þetta þýðir að nærri 1,3 prósent mannkyns hefur smitast af veirunni. Þá hafa rúmlega 2,1 milljónir manna látist af völdum Covid-19. Dánartíðnin er 2,1 prósent samkvæmt greiningu Reuters. Ein manneskja hefur smitast á 7,7 sekúndna fresti á jörðinni frá upphafi þessa árs og dagleg tilfelli eru rúmlega 660 þúsund. Verst er ástandið í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi, Rússlandi og í Bretlandi en smitaðir í þessum fimm löndum eru rúmur helmingur allra þeirra sem hafa smitast í heildina. Þessar fimm þjóðir eru þó aðeins 28 prósent af heildarfjölda mannskyns. Tölfræðin sýnir að faraldurinn er á miklu flugi; það tók ellefu mánuði uns 50 milljónir greindust smitaðar en aðeins þrjá mánuði uns sú tala var komin upp í 100 milljónir. Ef litið er nánar til Bandaríkjanna þá hefur fjórðungur allra greindra kórónuveirusmita á heimsvísu greinst þar í landi. Bandaríska þjóðin telur um 330 milljónir eða um fjögur prósent mannkyns. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna í Bandaríkjunum, alls meira en 25 milljónir, og hvergi hafa fleiri látist vegna Covid-19 eða tæplega 425 þúsund manns. Það eru tvisvar sinnum fleiri dauðsföll en í Brasilíu sem er það land þar sem næstflestir hafa látist úr Covid-19. Staðan er einnig slæm í Evrópu. Eins og staðan er nú greinist að meðaltali ein milljón nýsmitaðra yfir fjögurra daga tímabil og nærri þrjátíu milljónir hafa látið lífið. Bretland varð í gær fimmta ríki heims, og fyrsta Evrópuríkið, þar sem meira en hundrað þúsund hafa látist vegna Covid-19. Áður höfðu yfir hundrað þúsund látist í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira