Martin: Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2021 09:31 Martin Hermannsson í leik með Valencia Basket en þetta er hans fyrsta tímabil á Spáni. Getty/Borja B. Hojas Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson er í veglegu viðtali á heimasíðu Euroleague deildarinnar en þar fer hann meðal annars yfir áhrif frænda hans Jóns Arnórs Stefánssonar. Jón Arnór Stefánsson var besti körfuboltamaður Íslands í langan tíma en það má segja að Martin Hermannsson hafi tekið við keflinu af honum en Martin var á dögunum kosinn besti körfuboltamaður Íslands fimmta árið í röð. Martin Hermansson er nú að spila með Euroleague liðinu Valencia á Spáni alveg eins og Jón Arnór gerði á sínum tíma. Martin segir frá því í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór til Spánar á þeim tíma. Jón Arnór spilaði með Valencia tímabilið 2006-07 og svo aftur 2015-16. Martin rifjaði það upp í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór. Martin Hermannsson @hermannsson15 discusses his signing with @valenciabasket in @EuroLeague 'If you work hard and are determined, you can play with the best in the world'https://t.co/7QoiijVjdb— Tangram Sports (@TangramSports) January 26, 2021 „Ég kom hingað 2006. Ég var ellefu eða tólf ára gamall og fjölskyldan var á Alicante. Afi minn á hús þar og við fórum og heimsóttum hann,“ sagði Martin. „Við hringdum í Jón til að athuga hvort hann væri heima af því að við vildum líka sjá Valencia. Við keyrðum því þangað frá Alicante og fórum út að borða með honum,“ sagði Martin. „Hann var því miður meiddur og var ekki að spila á þessum tíma. Ég sá samt borgina og fékk að fara með honum í íþróttahöllina. Það var mjög gaman og allar götur síðan hef ég haft þann draum að spila hér einhvern daginn. Það er frekar fyndið að það sé einmitt að gerast núna,“ sagði Martin. Hann samdi við Valencia í sumar eftir að hafa gert frábæra hluti með Alba Berlin liðinu í Þýskalandi. „Ég var þarna farinn að spila körfubolta sjálfur. Faðir minn var atvinnumaður líka og ég snerti minn fyrsta körufbolta áður en ég gat talað. Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum. Ég reyndi að apa eftir því sem hann gerði, bæði inn á vellinum og utan hans. Ég vildi klæða mig eins og hann og líta út eins og hann. Við vorum með sömu hárgreiðsluna og allt,“ sagði Martin léttur. Showtime in Valencia!@hermannsson15 with the DIME #7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/kMAEdkD5DX— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) January 15, 2021 „Hann var stærsta fyrirmyndin mín, það er enginn vafi á því. Það var svo magnað að sjá ferilinn hans og þetta var eitthvað sem ég vildi leika eftir. Spila á stóra sviðinu á móti bestu leikmönnunum. Það var ekki bara ég sem var að apa eftir honum heldur allir ungir körfuboltamenn á Íslandi. Hann var eini leikmaðurinn sem við áttum á þessu sviði. Hann var Michael Jordan fyrir íslensku krakkana,“ sagði Martin. „Svo þú getur rétt ímyndað þér hvernig það var fyrir ellefu strák að fá að heimsækja hann til Valencia. Ég talaði um það næstu fjögur eða fimm árin því þetta var svo stórt fyrir mig. Ég neita því ekki að ég montaði mig mikið þegar ég kom aftur heim,“ sagði Martin Hermannsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Spænski körfuboltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var besti körfuboltamaður Íslands í langan tíma en það má segja að Martin Hermannsson hafi tekið við keflinu af honum en Martin var á dögunum kosinn besti körfuboltamaður Íslands fimmta árið í röð. Martin Hermansson er nú að spila með Euroleague liðinu Valencia á Spáni alveg eins og Jón Arnór gerði á sínum tíma. Martin segir frá því í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór til Spánar á þeim tíma. Jón Arnór spilaði með Valencia tímabilið 2006-07 og svo aftur 2015-16. Martin rifjaði það upp í viðtalinu þegar hann heimsótti Jón Arnór. Martin Hermannsson @hermannsson15 discusses his signing with @valenciabasket in @EuroLeague 'If you work hard and are determined, you can play with the best in the world'https://t.co/7QoiijVjdb— Tangram Sports (@TangramSports) January 26, 2021 „Ég kom hingað 2006. Ég var ellefu eða tólf ára gamall og fjölskyldan var á Alicante. Afi minn á hús þar og við fórum og heimsóttum hann,“ sagði Martin. „Við hringdum í Jón til að athuga hvort hann væri heima af því að við vildum líka sjá Valencia. Við keyrðum því þangað frá Alicante og fórum út að borða með honum,“ sagði Martin. „Hann var því miður meiddur og var ekki að spila á þessum tíma. Ég sá samt borgina og fékk að fara með honum í íþróttahöllina. Það var mjög gaman og allar götur síðan hef ég haft þann draum að spila hér einhvern daginn. Það er frekar fyndið að það sé einmitt að gerast núna,“ sagði Martin. Hann samdi við Valencia í sumar eftir að hafa gert frábæra hluti með Alba Berlin liðinu í Þýskalandi. „Ég var þarna farinn að spila körfubolta sjálfur. Faðir minn var atvinnumaður líka og ég snerti minn fyrsta körufbolta áður en ég gat talað. Jón Arnór var eins og Jordan í mínum augum. Ég reyndi að apa eftir því sem hann gerði, bæði inn á vellinum og utan hans. Ég vildi klæða mig eins og hann og líta út eins og hann. Við vorum með sömu hárgreiðsluna og allt,“ sagði Martin léttur. Showtime in Valencia!@hermannsson15 with the DIME #7DAYSMagicMoment pic.twitter.com/kMAEdkD5DX— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) January 15, 2021 „Hann var stærsta fyrirmyndin mín, það er enginn vafi á því. Það var svo magnað að sjá ferilinn hans og þetta var eitthvað sem ég vildi leika eftir. Spila á stóra sviðinu á móti bestu leikmönnunum. Það var ekki bara ég sem var að apa eftir honum heldur allir ungir körfuboltamenn á Íslandi. Hann var eini leikmaðurinn sem við áttum á þessu sviði. Hann var Michael Jordan fyrir íslensku krakkana,“ sagði Martin. „Svo þú getur rétt ímyndað þér hvernig það var fyrir ellefu strák að fá að heimsækja hann til Valencia. Ég talaði um það næstu fjögur eða fimm árin því þetta var svo stórt fyrir mig. Ég neita því ekki að ég montaði mig mikið þegar ég kom aftur heim,“ sagði Martin Hermannsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Spænski körfuboltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira