Lukaku og Zlatan hnakkrifust og móðguðu fjölskyldumeðlimi hvor annars Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2021 10:00 Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic var heitt í hamsi í leik Mílanó-liðanna, Inter og AC Milan, á San Siro í gær. getty/Nicolò Campo Samherjunum fyrrverandi, Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic, sinnaðist þegar Inter og AC Milan áttust við í átta liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í gær. Zlatan kom Milan yfir á 31. mínútu með sínu fjórtánda marki á tímabilinu. Undir lok fyrri hálfleiks lenti þeim Lukaku saman, þeir nudduðu saman höfðum eins og reiðir hrútar og létu hvorn annan heyra það. Þeir fengu báðir gult spjald. Lukaku og Zlatan léku saman hjá Manchester United og kom vel saman. Vináttan var þó hvergi sjáanleg þegar þeir rifust í gær. Zlatan á að hafa kallað Lukaku asna og móðgað móður hans. Belginn á aftur á móti að hafa látið miður falleg ummæli falla um eiginkonu Svíans. Eftir að flautað var til hálfleiks reyndi Lukaku að elta Zlatan þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja en liðsfélagar hans héldu aftur af honum. Lukaku virtist hafa róast í hálfleikshléinu en Zlatan var ekki hættur og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Aleksandar Kolarov á 58. mínútu. Inter nýtti sér liðsmuninn. Lukaku jafnaði úr vítaspyrnu á 71. mínútu og þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1, Inter í vil sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, sagði að Zlatan hefði beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir leikinn. „Hann baðst afsökunar eins og meistarinn sem hann er. Hann fór aðeins fram úr sér í að hjálpa liðinu,“ sagði Pioli. Milan hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deild og bikar. Á laugardaginn laut liðið í lægra haldi fyrir Atalanta, 0-3, í ítölsku úrvalsdeildinni. Ítalski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Zlatan kom Milan yfir á 31. mínútu með sínu fjórtánda marki á tímabilinu. Undir lok fyrri hálfleiks lenti þeim Lukaku saman, þeir nudduðu saman höfðum eins og reiðir hrútar og létu hvorn annan heyra það. Þeir fengu báðir gult spjald. Lukaku og Zlatan léku saman hjá Manchester United og kom vel saman. Vináttan var þó hvergi sjáanleg þegar þeir rifust í gær. Zlatan á að hafa kallað Lukaku asna og móðgað móður hans. Belginn á aftur á móti að hafa látið miður falleg ummæli falla um eiginkonu Svíans. Eftir að flautað var til hálfleiks reyndi Lukaku að elta Zlatan þegar leikmenn liðanna gengu til búningsherbergja en liðsfélagar hans héldu aftur af honum. Lukaku virtist hafa róast í hálfleikshléinu en Zlatan var ekki hættur og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Aleksandar Kolarov á 58. mínútu. Inter nýtti sér liðsmuninn. Lukaku jafnaði úr vítaspyrnu á 71. mínútu og þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1, Inter í vil sem er komið í undanúrslit bikarkeppninnar. Stefano Pioli, knattspyrnustjóri Milan, sagði að Zlatan hefði beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir leikinn. „Hann baðst afsökunar eins og meistarinn sem hann er. Hann fór aðeins fram úr sér í að hjálpa liðinu,“ sagði Pioli. Milan hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deild og bikar. Á laugardaginn laut liðið í lægra haldi fyrir Atalanta, 0-3, í ítölsku úrvalsdeildinni.
Ítalski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira