Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2021 23:24 Sanofi hyggst framleiða hundrað milljón skammta fyrir Pfizer. Getty Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. Þau lyfjafyrirtæki sem fengið hafa markaðsleyfi fyrir bóluefnum sínum hafa átt erfitt með að anna eftirspurn. Þannig hafa orðið tafir á dreifingu bóluefnis Pfizer, sem vinnur nú að því að auka framleiðslugetu sína. Færri skammtar munu berast til Evrópulanda, þar á meðal Íslands, næstu vikurnar vegna þessa. Sanofi hefur sjálft unnið að þróun bóluefnis gegn veirunni ásamt breska lyfjafyrirtækinu GSK. Bóluefnið reyndist ekki veita nógu góða vörn hjá eldra fólki og mun því ekki koma á markað fyrr en í lok þessa árs. Paul Hudson forstjóri Sanofi tjáði franska dagblaðinu Le Figaro í dag að fyrirtækið muni aðstoða Pfizer við framleiðslu á hundrað milljónum skammta af bóluefni þess síðarnefnda. Skammtarnir verði allir framleiddir á þessu ári í verksmiðju Sanofi í Frankfurt. Ekki er þó gert ráð fyrir að framleiðsla á skömmtunum, þ.e. áfylling glasa og innpökkun, hefjist fyrr en í júlí. „Þar sem aðalbóluefni okkar seinkaði um nokkra mánuði spurðum við okkur að því hvernig við gætum rétt fram hjálparhönd núna,“ sagði Hudson í Le Figaro. Sanofi hyggst þó enn koma sínu eigin bóluefni, sem er próteinbóluefni líkt og bóluefni AstraZeneca og Janssen, á markað. Þá mun það einnig halda áfram þróun á mRNA-bóluefni gegn veirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Translate Bio. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir að rannsókn á bóluefni Sanofi fari í svokallaðan „fasa 2b“ í febrúar. Þá sé áætlað að samningagerð Íslands við Sanofi hefjist í byrjun janúar 2021. Upplýsingar um fjölda skammta liggi ekki fyrir, auk þess sem óvissa ríki enn um skráningu og afhendingartíma. Gera megi ráð fyrir að það verði í fyrsta lagi á fjórða ársfjórðungi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. 26. janúar 2021 12:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þau lyfjafyrirtæki sem fengið hafa markaðsleyfi fyrir bóluefnum sínum hafa átt erfitt með að anna eftirspurn. Þannig hafa orðið tafir á dreifingu bóluefnis Pfizer, sem vinnur nú að því að auka framleiðslugetu sína. Færri skammtar munu berast til Evrópulanda, þar á meðal Íslands, næstu vikurnar vegna þessa. Sanofi hefur sjálft unnið að þróun bóluefnis gegn veirunni ásamt breska lyfjafyrirtækinu GSK. Bóluefnið reyndist ekki veita nógu góða vörn hjá eldra fólki og mun því ekki koma á markað fyrr en í lok þessa árs. Paul Hudson forstjóri Sanofi tjáði franska dagblaðinu Le Figaro í dag að fyrirtækið muni aðstoða Pfizer við framleiðslu á hundrað milljónum skammta af bóluefni þess síðarnefnda. Skammtarnir verði allir framleiddir á þessu ári í verksmiðju Sanofi í Frankfurt. Ekki er þó gert ráð fyrir að framleiðsla á skömmtunum, þ.e. áfylling glasa og innpökkun, hefjist fyrr en í júlí. „Þar sem aðalbóluefni okkar seinkaði um nokkra mánuði spurðum við okkur að því hvernig við gætum rétt fram hjálparhönd núna,“ sagði Hudson í Le Figaro. Sanofi hyggst þó enn koma sínu eigin bóluefni, sem er próteinbóluefni líkt og bóluefni AstraZeneca og Janssen, á markað. Þá mun það einnig halda áfram þróun á mRNA-bóluefni gegn veirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Translate Bio. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er gert ráð fyrir að rannsókn á bóluefni Sanofi fari í svokallaðan „fasa 2b“ í febrúar. Þá sé áætlað að samningagerð Íslands við Sanofi hefjist í byrjun janúar 2021. Upplýsingar um fjölda skammta liggi ekki fyrir, auk þess sem óvissa ríki enn um skráningu og afhendingartíma. Gera megi ráð fyrir að það verði í fyrsta lagi á fjórða ársfjórðungi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Frakkland Tengdar fréttir Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18 Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. 26. janúar 2021 12:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37
„Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt“ „Ósköp var þetta nú Miðflokkslegt. En gott og vel, það er bara partur af veruleikanum hér í þingsal og eitthvað sem við verðum að reyna að hafa skilning á,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, þegar hún svaraði fyrirpurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um bóluefni. 26. janúar 2021 18:18
Uppfært: Bóluefni fyrir 35 þúsund manns væntanlegt fyrir lok mars Ísland á von á bóluefni fyrir 33.500 manns í febrúar mánuði. Enn sé stefnt að því að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár, þó engu sé slegið á föstu. 26. janúar 2021 12:10