Mótmæli bænda urðu að óeirðum Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2021 16:20 Þúsundir bænda mótmæltu á götum Nýju Delí. Margir óku um á traktorum og einhverjir voru jafnvel á hestum. AP/Altaf Qadri Þúsundir indverskra bænda lentu í átökum við lögreglu í Nýju Delí, höfuðborg landsins, í dag. Bændurnir hafa fjölmennt í borginni í nærri því tvo mánuði til að mótmæla nýjum lögum sem þeir segja að komi verulega niður á þeim en einn bóndi lét lífið í mótmælunum í dag. Bændurnir keyrðu um götur borgarinnar í traktorum, mótorhjólum og jafnvel hestum en margir þeirra yfirgáfu kröfugönguna og lögðu leið sína til miðborgar Nýju Delí þar sem verið var að halda árlega skrúðgöngu hermanna. Úr varð mikil óreiða. Þeir ruddu sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og brutust inn í Rauða virkið svokallaða og hífðu þar fána að húni. Virkið var áður heimili keisara Mughalveldisins og þar dró fyrsti forsætisráðherra Indlands fána landsins að húni árið 1947. Lögregluþjónar skutu táragasi að mótmælendunum til að reyna að tvístra þeim. Einn bóndi dó þegar traktor hans valt. Þá hefur Times of India eftir lögreglu að minnst 83 lögregluþjónar séu særðir eftir átök við bændur. Reuters segir um helming íbúa Indlands, sem eru um 1,3 milljarðar, vinni við landbúnað og að reiði um 150 milljóna landeigenda hafi valdið áhyggjum í ríkisstjórn Narenda Modi, forsætisráðherra. Í viðræðum hefur ríkisstjórnin lagt til að fresta lögunum um 18 mánuði. Bændur, sem segja lögin koma niður á þeim en hygla stórfyrirtæki sem kaupi landbúnaðarvörur, segja það ekki koma til greina og vilja að lögin verði afnumin. Leiðtogar samtaka bænda hafa fordæmt ofbeldið og kallað eftir því að menn haldi friðinn. Hér má sjá hrátt myndefni AP fréttaveitunnar frá óeirðunum. Hér að neðan má sjá frétt BBC með myndefni frá Nýju Delí. Indland Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Bændurnir keyrðu um götur borgarinnar í traktorum, mótorhjólum og jafnvel hestum en margir þeirra yfirgáfu kröfugönguna og lögðu leið sína til miðborgar Nýju Delí þar sem verið var að halda árlega skrúðgöngu hermanna. Úr varð mikil óreiða. Þeir ruddu sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og brutust inn í Rauða virkið svokallaða og hífðu þar fána að húni. Virkið var áður heimili keisara Mughalveldisins og þar dró fyrsti forsætisráðherra Indlands fána landsins að húni árið 1947. Lögregluþjónar skutu táragasi að mótmælendunum til að reyna að tvístra þeim. Einn bóndi dó þegar traktor hans valt. Þá hefur Times of India eftir lögreglu að minnst 83 lögregluþjónar séu særðir eftir átök við bændur. Reuters segir um helming íbúa Indlands, sem eru um 1,3 milljarðar, vinni við landbúnað og að reiði um 150 milljóna landeigenda hafi valdið áhyggjum í ríkisstjórn Narenda Modi, forsætisráðherra. Í viðræðum hefur ríkisstjórnin lagt til að fresta lögunum um 18 mánuði. Bændur, sem segja lögin koma niður á þeim en hygla stórfyrirtæki sem kaupi landbúnaðarvörur, segja það ekki koma til greina og vilja að lögin verði afnumin. Leiðtogar samtaka bænda hafa fordæmt ofbeldið og kallað eftir því að menn haldi friðinn. Hér má sjá hrátt myndefni AP fréttaveitunnar frá óeirðunum. Hér að neðan má sjá frétt BBC með myndefni frá Nýju Delí.
Indland Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira