Guðmundur Magnússon látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2021 10:55 Guðmundur Magnússon heitinn var uppáhaldskennari margra nemenda við Hagaskóla í hátt í fjörutíu ár. Vísir/Vilhelm Guðmundur Magnússon, kennari og leiðsögumaður, er látinn 84 ára að aldri. Útför Guðmundar fer fram frá Grensáskirkju klukkan 15 í dag en streymt verður frá athöfninni vegna samkomutakmarkana. Guðmundur kenndi í Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur í tæplega fjörutíu ár. Því gefur augaleið að margur Vesturbæingurinn naut handleiðslu og kennslu hans á unglingsárum. Guðmundur kenndi fyrst myndlist en síðar landafræði. Blaðamaður var á meðal þeirra sem naut kennslu hans sem var afar lifandi enda Guðmundur afar áhugasamur um umfjöllunarefnið. Þá kenndi hann einnig við Fósturskólann, Æfingadeild Kennaraskólans og var stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Einar Magnússon, fyrrverandi skólastjóri við Hagaskóla, er einn þeirra sem minnast Guðmundar í minningargrein í Morgunblaðinu í dag. „Drengur góður, orðvar, glettinn, hugmyndaríkur, ódeigur að takast á við ný verkefni, þúsundþjalasmiður, lífskúnstner og kunni að lifa lífinu lifandi. Stakur reglumaður,“ segir Einar og lýsir starfi Guðmundar í Hagaskóla. „Guðmundur kenndi um langt árabil við Hagaskóla, lengst af myndmennt þar sem hann fór ekki troðnar slóðir. Hann hvatti nemendur sína til sjálfstæðra vinnubragða og var þeim innan handar í einu og öllu. Hann viðaði stöðugt að sér efni sem hann safnaði saman í geymslum skólans og sótti svo í eftir þörfum. Til hans var leitað þegar settar voru upp sýningar um skólastarfið á merkisdögum því hann var með afbrigðum úrræðaóður og lausnamiðaður.“ Hann nýtti teiknigáfu sína við landafræðikennslu síðar meir. „Um miðjan aldur varð hann landfræðingur og gæddi kennsluna lífi með frábærum teikningum sem hann rissaði oft upp á töflu í þrívídd. Guðmundur var lengi leiðsögumaður innanlands og utan.“ Guðmundur starfaði einnig sem leiðsögumaður bæði hérlendis sem erlendis. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Gunnhildur Skaftadóttir landfræðingur. „Hann fór margar ævintýraferðir jafnvel á slóðir sem honum voru ókunnar en farþegar kunnu vel að meta,“ segir Einar. Guðmundur fékk Alzheimer-sjúkdóminn seint í lífsleiðinni og var rætt við Gunnhildi eiginkonu hans í Kompás um þeirra samskipti á tímum Covid-19 faraldursins sem eðli máls samkvæmt voru erfið. Þáttinn má sjá að neðan en umfjöllun um Guðmund og Gunnhildi hefst eftir tæpar tvær mínútur. Hér að neðan má svo fylgjast með útförinni klukkan 15 úr Grensáskirkju. Andlát Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
Guðmundur kenndi í Hagaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur í tæplega fjörutíu ár. Því gefur augaleið að margur Vesturbæingurinn naut handleiðslu og kennslu hans á unglingsárum. Guðmundur kenndi fyrst myndlist en síðar landafræði. Blaðamaður var á meðal þeirra sem naut kennslu hans sem var afar lifandi enda Guðmundur afar áhugasamur um umfjöllunarefnið. Þá kenndi hann einnig við Fósturskólann, Æfingadeild Kennaraskólans og var stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Einar Magnússon, fyrrverandi skólastjóri við Hagaskóla, er einn þeirra sem minnast Guðmundar í minningargrein í Morgunblaðinu í dag. „Drengur góður, orðvar, glettinn, hugmyndaríkur, ódeigur að takast á við ný verkefni, þúsundþjalasmiður, lífskúnstner og kunni að lifa lífinu lifandi. Stakur reglumaður,“ segir Einar og lýsir starfi Guðmundar í Hagaskóla. „Guðmundur kenndi um langt árabil við Hagaskóla, lengst af myndmennt þar sem hann fór ekki troðnar slóðir. Hann hvatti nemendur sína til sjálfstæðra vinnubragða og var þeim innan handar í einu og öllu. Hann viðaði stöðugt að sér efni sem hann safnaði saman í geymslum skólans og sótti svo í eftir þörfum. Til hans var leitað þegar settar voru upp sýningar um skólastarfið á merkisdögum því hann var með afbrigðum úrræðaóður og lausnamiðaður.“ Hann nýtti teiknigáfu sína við landafræðikennslu síðar meir. „Um miðjan aldur varð hann landfræðingur og gæddi kennsluna lífi með frábærum teikningum sem hann rissaði oft upp á töflu í þrívídd. Guðmundur var lengi leiðsögumaður innanlands og utan.“ Guðmundur starfaði einnig sem leiðsögumaður bæði hérlendis sem erlendis. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Gunnhildur Skaftadóttir landfræðingur. „Hann fór margar ævintýraferðir jafnvel á slóðir sem honum voru ókunnar en farþegar kunnu vel að meta,“ segir Einar. Guðmundur fékk Alzheimer-sjúkdóminn seint í lífsleiðinni og var rætt við Gunnhildi eiginkonu hans í Kompás um þeirra samskipti á tímum Covid-19 faraldursins sem eðli máls samkvæmt voru erfið. Þáttinn má sjá að neðan en umfjöllun um Guðmund og Gunnhildi hefst eftir tæpar tvær mínútur. Hér að neðan má svo fylgjast með útförinni klukkan 15 úr Grensáskirkju.
Andlát Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira