Furðar sig á seinagangi við upptöku skimana fyrir ristilkrabbameini Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. janúar 2021 10:06 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. vísir Öll Norðurlöndin utan Íslands eru með reglubundna skimun fyrir krabbameini í ristli. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins furðar sig á því að sú skimun hafi ekki verið tekin upp þegar þjónustan færðist til heilsugæslunnar. Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Í nokkur ár hefur verið til umræðu að taka upp reglubundna skimun á ristilkrabbameini og hefur slíkt raunar áður verið boðað. „Það sem við hefðum mjög gjarnan viljað sjá í sambandi við þessar breytingar núna væri að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi væri tekin upp. Það er breyting sem nauðsynlega þarf að gera hér á landi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið vann með heilbrigðisráðuneytinu að undirbúningi slíkra skimana árin 2016 og 2017. „Í upphafi árs 2018 buðumst við til að prufukeyra það ferli og af því varð ekki,“ segir Halla. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins kemur til greina að hefja skimanir að einhverju leyti á næsta ári.vísir/Vilhelm Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að tillögur skimunarráðs um málið hafi verið til skoðunar síðan í október. Þar eru lagðar til útfærslur um innleiðingu skimana í áföngum. Samkvæmt tillögunum er miðað við að skima fyrst einstaklinga frá 60-69 ára aldri og svo 50-74 ára ef vel tekst til. Þetta virðist þó ekki á dagskrá á allra næstunni en í svari ráðuneytisins segir að það eigi eftir að kostnaðarmeta fyrirkomulagið. Það þurfi að gera áður en ný fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram. Ráðuneytið telur þó koma til greina að hefja skimanir í einhverjum mæli á næsta ári. Halla segir þennan undirbúning hafa staðið yfir í mörg ár. „Og það er búið að verja til undirbúnings tugum milljóna án þess að þetta hafi komist í framkvæmd. Við erum orðin eftirbátar allra Norðurlandanna og við missum einn til tvo einstaklinga úr þessu krabbameini í hverri einustu viku þannig þetta er mjög brýnt mál.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Skimanir fyrir leghálskrabbameini færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar um áramótin. Í nokkur ár hefur verið til umræðu að taka upp reglubundna skimun á ristilkrabbameini og hefur slíkt raunar áður verið boðað. „Það sem við hefðum mjög gjarnan viljað sjá í sambandi við þessar breytingar núna væri að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi væri tekin upp. Það er breyting sem nauðsynlega þarf að gera hér á landi,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið vann með heilbrigðisráðuneytinu að undirbúningi slíkra skimana árin 2016 og 2017. „Í upphafi árs 2018 buðumst við til að prufukeyra það ferli og af því varð ekki,“ segir Halla. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins kemur til greina að hefja skimanir að einhverju leyti á næsta ári.vísir/Vilhelm Í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að tillögur skimunarráðs um málið hafi verið til skoðunar síðan í október. Þar eru lagðar til útfærslur um innleiðingu skimana í áföngum. Samkvæmt tillögunum er miðað við að skima fyrst einstaklinga frá 60-69 ára aldri og svo 50-74 ára ef vel tekst til. Þetta virðist þó ekki á dagskrá á allra næstunni en í svari ráðuneytisins segir að það eigi eftir að kostnaðarmeta fyrirkomulagið. Það þurfi að gera áður en ný fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram. Ráðuneytið telur þó koma til greina að hefja skimanir í einhverjum mæli á næsta ári. Halla segir þennan undirbúning hafa staðið yfir í mörg ár. „Og það er búið að verja til undirbúnings tugum milljóna án þess að þetta hafi komist í framkvæmd. Við erum orðin eftirbátar allra Norðurlandanna og við missum einn til tvo einstaklinga úr þessu krabbameini í hverri einustu viku þannig þetta er mjög brýnt mál.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira