„Mér skilst að hann hafi sagt eitthvað sem hann átti ekki að segja“ Atli Arason skrifar 25. janúar 2021 22:42 Úr leik hjá Grindavík á síðustu leiktíð. Vísir/Elín Björg Kristinn Pálsson, leikmaður Grindavíkur, var vitanlega ekki sáttur eftir stórt tap gegn Keflavík á útivelli í kvöld en tæplega þrjátíu stiga munur var á liðunum er lokaflautið gall. „Það er mikið sem við getum lært af þessu. Þetta var ekki nógu góð frammistaða hjá, sérstaklega í seinni hálfleik. Bæði liðin voru taplaus fyrir þennan leik og menn komu vel stemdir inn í leikinn en þeir bara yfirspiluðu okkur og out-hössluðu okkur og það er eitthvað sem við þurfum að læra fyrir næstu leiki. Við erum að fara í svaka törn þannig að við verðum að taka þetta með og koma mótiveraðri í næstu leiki,“ sagði Kristinn frekar fúll í viðtali eftir leik. Það munaði ekki nema 5 stigum á liðunum í hálfleik en Keflvíkingar vinna seinni hálfleikinn með 22 stigum. Það var því töluvert meiri munur á liðunum í þeim síðari. Joonas Jarvelainen var rekin út af um miðjan þriðja leikhluta, Kristinn telur það vera hluta af skýringunni. „Við missum stóra manninn okkar út, hann var rekinn út úr húsi. Hann var með 21 stig í fyrri hálfleik og var svolítið að draga vagninn fyrir okkur. Það er mikill missir að vera án kana og hans, þá erum við frekar litlir og eigum erfitt með að gera marga hluti. Það fór svolítið með þennan leik. Við vorum inn í leiknum fram af því, þó það hafi kannski orðið 8 stiga munur, þá vorum við samt inn í þessum leik,“ svaraði Kristinn. Kristinn var ekki alveg viss hvers vegna Joonas var rekinn út af. „Ég sá það ekki. Mér skilst að hann hafi sagt eitthvað sem hann átti ekki að segja, í hita leiksins þá getur allt gerst en við verðum bara að læra af þessu,“ bætti Kristinn við áður en hann var spurður út í afar áhugaverða viðureign sem Grindavík á næst, en það er leikur gegn uppeldisfélagi Kristins í Njarðvík. „Mjög spenntur, það er bara að halda áfram og vonandi gengur okkur betur þar en hér,“ sagði Kristinn Pálsson, bakvörður Grindavíkur að lokum. Dominos-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
„Það er mikið sem við getum lært af þessu. Þetta var ekki nógu góð frammistaða hjá, sérstaklega í seinni hálfleik. Bæði liðin voru taplaus fyrir þennan leik og menn komu vel stemdir inn í leikinn en þeir bara yfirspiluðu okkur og out-hössluðu okkur og það er eitthvað sem við þurfum að læra fyrir næstu leiki. Við erum að fara í svaka törn þannig að við verðum að taka þetta með og koma mótiveraðri í næstu leiki,“ sagði Kristinn frekar fúll í viðtali eftir leik. Það munaði ekki nema 5 stigum á liðunum í hálfleik en Keflvíkingar vinna seinni hálfleikinn með 22 stigum. Það var því töluvert meiri munur á liðunum í þeim síðari. Joonas Jarvelainen var rekin út af um miðjan þriðja leikhluta, Kristinn telur það vera hluta af skýringunni. „Við missum stóra manninn okkar út, hann var rekinn út úr húsi. Hann var með 21 stig í fyrri hálfleik og var svolítið að draga vagninn fyrir okkur. Það er mikill missir að vera án kana og hans, þá erum við frekar litlir og eigum erfitt með að gera marga hluti. Það fór svolítið með þennan leik. Við vorum inn í leiknum fram af því, þó það hafi kannski orðið 8 stiga munur, þá vorum við samt inn í þessum leik,“ svaraði Kristinn. Kristinn var ekki alveg viss hvers vegna Joonas var rekinn út af. „Ég sá það ekki. Mér skilst að hann hafi sagt eitthvað sem hann átti ekki að segja, í hita leiksins þá getur allt gerst en við verðum bara að læra af þessu,“ bætti Kristinn við áður en hann var spurður út í afar áhugaverða viðureign sem Grindavík á næst, en það er leikur gegn uppeldisfélagi Kristins í Njarðvík. „Mjög spenntur, það er bara að halda áfram og vonandi gengur okkur betur þar en hér,“ sagði Kristinn Pálsson, bakvörður Grindavíkur að lokum.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira