Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2021 23:54 Sóttvarnalæknir og landlæknir segja mikilvægt að vera áfram á varðbergi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. Ástæðan er ekki síst ný afbrigði kórónuveirunnar, sem hafa náð mikilli útbreiðslu erlendis. Hið svokallaða breska afbrigði hefur nú greinst í yfir sextíu ríkjum og suðurafríska afbrigðið í tuttugu. Brasilíska afbrigðið hefur aðeins greinst innanlands og hjá einstaka ferðamanni. Afbrigðin þrjú virðast meira smitandi og þá eru spurningar uppi um hvort þau séu ónæmari fyrir bóluefnum en greint var frá því í dag að bóluefni Moderna virðist veita vörn gegn breska afbrigðinu og því suðurafríska. Sóttvarnalæknir hefur verið varkár í svörum inntur eftir mögulegum afléttingum aðgerða en hann segir það meðal annars helgast af þróuninni erlendis. Það þurfi að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið og ekki síður að það dreifi sér í samfélaginu. „Það er líka ástæða til að reyna að fara varlega núna þegar við erum að auka bólusetningar; við viljum ekki missa faraldurinn úr höndunum núna þegar við erum að reyna að bólusetja sem flesta,“ segir Þórólfur. Undir þetta tók Alma D. Möller landlæknir á upplýsingafundi dagsins. „Aðgerðirnar á landamærunum miða vissulega að því að lágmarka áhættu á að smit, til dæmis með þessum afbrigðum, berist hingað til landsins en þær koma ekki algjörlega í veg fyrir það. Og því verðum við að halda vöku okkar á landamærunum og fylgja reglum í hvívetna en líka fylgja reglum vel hér innanlands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. 25. janúar 2021 11:28 Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. 25. janúar 2021 10:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Ástæðan er ekki síst ný afbrigði kórónuveirunnar, sem hafa náð mikilli útbreiðslu erlendis. Hið svokallaða breska afbrigði hefur nú greinst í yfir sextíu ríkjum og suðurafríska afbrigðið í tuttugu. Brasilíska afbrigðið hefur aðeins greinst innanlands og hjá einstaka ferðamanni. Afbrigðin þrjú virðast meira smitandi og þá eru spurningar uppi um hvort þau séu ónæmari fyrir bóluefnum en greint var frá því í dag að bóluefni Moderna virðist veita vörn gegn breska afbrigðinu og því suðurafríska. Sóttvarnalæknir hefur verið varkár í svörum inntur eftir mögulegum afléttingum aðgerða en hann segir það meðal annars helgast af þróuninni erlendis. Það þurfi að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið og ekki síður að það dreifi sér í samfélaginu. „Það er líka ástæða til að reyna að fara varlega núna þegar við erum að auka bólusetningar; við viljum ekki missa faraldurinn úr höndunum núna þegar við erum að reyna að bólusetja sem flesta,“ segir Þórólfur. Undir þetta tók Alma D. Möller landlæknir á upplýsingafundi dagsins. „Aðgerðirnar á landamærunum miða vissulega að því að lágmarka áhættu á að smit, til dæmis með þessum afbrigðum, berist hingað til landsins en þær koma ekki algjörlega í veg fyrir það. Og því verðum við að halda vöku okkar á landamærunum og fylgja reglum í hvívetna en líka fylgja reglum vel hér innanlands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. 25. janúar 2021 11:28 Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. 25. janúar 2021 10:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29
Nýleg dæmi um að fólk sé á ferðinni með einkenni Covid-19 Nýleg dæmi eru um að fólk sé á ferðinni í sínum daglegu störfum með einkenni Covid-19. Þess vegna hvetja almannavarnir og sóttvarnayfirvöld almenning áfram til þess að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. 25. janúar 2021 11:28
Einn greindist innanlands Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví. 25. janúar 2021 10:42