Ákvörðun um að gefa nemanda núll í prófi vegna meints prófsvindls felld úr gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 17:39 Ákvörðun um að veita nemanda við Háskóli íslands áminningu og núll í einkunn hefur verið felld úr gildi. Ákvörðun deildarforseta við raunvísindadeild Háskóla Íslands um að gefa nemanda núll í einkunn á lokaprófi í lífrænni efnafræði vegna meints prófsvindls hefur verið felld úr gildi. Ákvörðun um að veita nemandanum ekki rétt til endurtökuprófs og að veita honum áminningu hefur einnig verið felld úr gildi. Þetta kemur fram í úrskurði áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema sem birtur var í dag. Nemandinn kærði ákvörðun deildarforseta en nemandinn var grunaður um að hafa nýtt sér utanaðkomandi aðstoð við úrlausn prófsins og var fyrir þær sakir veitt áminning og gefið núll í einkunn. Nefndin tók þó ekki afstöðu til þess hvort nemandinn hafi svindlað í prófinu heldur byggir ákvörðun nefndarinnar um að fella niður stjórnvaldsákvörðun á því að nemandinn hafi ekki fengið tækifæri til andmæla á öllum stigum málsins. Fram kemur í úrskurðinum að ákvörðunin hafi verið verulega íþyngjandi fyrir nemandann. Honum hafi gefist kostur á að koma á framfæri andmælum við málsmeðferð deildarforseta en eftir að athugasemdir nemandans bárust óskaði deildarforseti eftir áliti sérfræðings. Sérfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að nemandinn hefði afritað lausnina af vefsíðunni chegg.com. „Þótt kærandi hafi komið að andmælum á fyrri stigum fékk kærandi ekki að gera athugasemdir við álit sérfræðingsins. Þegar aðila máls er ókunnugt um að ný gögn og upplýsingar hafa bæst við í máli hans og telja verður að upplýsingarnar séu honum í óhag og hafi verulega þýðingu við úrlausn málsins er almennt óheimilt að taka ákvörðun í málinu fyrr en honum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér upplýsingarnar og tjá sig um þær,“ segir í úrskurðinum. Áfrýjunarnefndin fellst hins vegar ekki á flestar málsaðstæður í rökstuðningi nemandans. Til að mynda féllst nefndin ekki á þann rökstuðning nemandans að ásakanir á hendur honum hafi verið óskýrar. Það sé skýrt af gögnum málsins að ætlað brot nemandans fólst í því að hafa nýtt úrlausn af vefsíðunni chegg.com til að leysa dæmi í prófinu. Þá fellst nefndin meðal annars ekki heldur á að forseti fræðasviðs hafi verið vanhæfur til að koma að ákvörðunum um viðurlög ekki heldur á þá málsástæðu kæranda að reglur um námsgögn við próftöku hafi verið ónákvæmar og óskýrar. „Nefndin tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort að umrætt prófverkefni í lið 5a hafi verið leyst með eftirritun netlausnar verkefnisins, sem finna mátti á vefsíðunni chegg.com, enda ekki sérþekking til staðar innan nefndarinnar til að leggja mat á slíkt með óyggjandi hætti. Kemur einkunn kæranda í námskeiðinu þannig ekki til frekari skoðunar af hálfu nefndarinnar,“ segir ennfremur í úrskurðinum. Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Nemandinn kærði ákvörðun deildarforseta en nemandinn var grunaður um að hafa nýtt sér utanaðkomandi aðstoð við úrlausn prófsins og var fyrir þær sakir veitt áminning og gefið núll í einkunn. Nefndin tók þó ekki afstöðu til þess hvort nemandinn hafi svindlað í prófinu heldur byggir ákvörðun nefndarinnar um að fella niður stjórnvaldsákvörðun á því að nemandinn hafi ekki fengið tækifæri til andmæla á öllum stigum málsins. Fram kemur í úrskurðinum að ákvörðunin hafi verið verulega íþyngjandi fyrir nemandann. Honum hafi gefist kostur á að koma á framfæri andmælum við málsmeðferð deildarforseta en eftir að athugasemdir nemandans bárust óskaði deildarforseti eftir áliti sérfræðings. Sérfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu að nemandinn hefði afritað lausnina af vefsíðunni chegg.com. „Þótt kærandi hafi komið að andmælum á fyrri stigum fékk kærandi ekki að gera athugasemdir við álit sérfræðingsins. Þegar aðila máls er ókunnugt um að ný gögn og upplýsingar hafa bæst við í máli hans og telja verður að upplýsingarnar séu honum í óhag og hafi verulega þýðingu við úrlausn málsins er almennt óheimilt að taka ákvörðun í málinu fyrr en honum hefur verið gefinn kostur á að kynna sér upplýsingarnar og tjá sig um þær,“ segir í úrskurðinum. Áfrýjunarnefndin fellst hins vegar ekki á flestar málsaðstæður í rökstuðningi nemandans. Til að mynda féllst nefndin ekki á þann rökstuðning nemandans að ásakanir á hendur honum hafi verið óskýrar. Það sé skýrt af gögnum málsins að ætlað brot nemandans fólst í því að hafa nýtt úrlausn af vefsíðunni chegg.com til að leysa dæmi í prófinu. Þá fellst nefndin meðal annars ekki heldur á að forseti fræðasviðs hafi verið vanhæfur til að koma að ákvörðunum um viðurlög ekki heldur á þá málsástæðu kæranda að reglur um námsgögn við próftöku hafi verið ónákvæmar og óskýrar. „Nefndin tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort að umrætt prófverkefni í lið 5a hafi verið leyst með eftirritun netlausnar verkefnisins, sem finna mátti á vefsíðunni chegg.com, enda ekki sérþekking til staðar innan nefndarinnar til að leggja mat á slíkt með óyggjandi hætti. Kemur einkunn kæranda í námskeiðinu þannig ekki til frekari skoðunar af hálfu nefndarinnar,“ segir ennfremur í úrskurðinum.
Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira