Handteknir vegna hótana í garð Mette Frederiksen Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 15:43 Kveikt var í brúðu sem á var búið að festa mynd af Mette Frederiksen forsætisráðherra og hótanir gegn henni í Kaupmannahöfn í gær. EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið tvo einstaklinga vegna hótana í garð Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa kveikt í brúðu, sem á var búið að festa mynd af andliti forsætisráðherrans auk skilaboða um líflátshótun. Ekki er útilokað að fleiri verði handteknir vegna málsins að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í dag. Hópur sem kalla sig „Men in Black“ eða „Svartklædda andspyrnan“ kom saman í miðborg Kaupmannahafnar í gærkvöldi þar sem hörðum sóttvarnaraðgerðum ríkisstjórnarinnar og bólusetningum vegna covid-19 var mótmælt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópurinn kemur saman til mótmæla og áður hefur lögregla þurft að skerast í leikinn þegar komið hefur til óeirða. Hópurinn hefur gengið hart fram í mótmælum sínum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Á dúkkunni sem kveikt var í var skilti sem á stóð „hún verður og á að vera drepin.“ Hinir handteknu eru karlmenn, annar 30 ára og hinn 34 ára, og hafa þeir verið kærðir fyrir margvíslega aðild sína að málinu. Fyrst og fremst eru þeir kærðir fyrir brot á 113. grein hegningarlaga um hótanir gegn ríkinu sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Til vara eru þeir kærðir fyrir brot á 115. grein sem fjallar um móðgun gegn konungstign. Loks eru þeir kærðir fyrir brot á 266. gein sem varðar hótanir að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið. Uppfært klukkan 16:27 Lögreglan hefur handtekið einn mann til viðbótar vegna málsins en sá er 32 ára gamall. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort hann sæti sambærilegri kæru og hinir tveir. Vi har anholdt to personer i en sag om trusler mod statsministeren. De fremstilles i grundlovsforhør i dag, og vi udelukker ikke flere anholdelser #politidk #anklager https://t.co/6ZhvF9K7oF— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) January 24, 2021 Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Hópur sem kalla sig „Men in Black“ eða „Svartklædda andspyrnan“ kom saman í miðborg Kaupmannahafnar í gærkvöldi þar sem hörðum sóttvarnaraðgerðum ríkisstjórnarinnar og bólusetningum vegna covid-19 var mótmælt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópurinn kemur saman til mótmæla og áður hefur lögregla þurft að skerast í leikinn þegar komið hefur til óeirða. Hópurinn hefur gengið hart fram í mótmælum sínum gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN/DENMARK OUT Á dúkkunni sem kveikt var í var skilti sem á stóð „hún verður og á að vera drepin.“ Hinir handteknu eru karlmenn, annar 30 ára og hinn 34 ára, og hafa þeir verið kærðir fyrir margvíslega aðild sína að málinu. Fyrst og fremst eru þeir kærðir fyrir brot á 113. grein hegningarlaga um hótanir gegn ríkinu sem getur varðað allt að sextán ára fangelsi. Til vara eru þeir kærðir fyrir brot á 115. grein sem fjallar um móðgun gegn konungstign. Loks eru þeir kærðir fyrir brot á 266. gein sem varðar hótanir að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið. Uppfært klukkan 16:27 Lögreglan hefur handtekið einn mann til viðbótar vegna málsins en sá er 32 ára gamall. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort hann sæti sambærilegri kæru og hinir tveir. Vi har anholdt to personer i en sag om trusler mod statsministeren. De fremstilles i grundlovsforhør i dag, og vi udelukker ikke flere anholdelser #politidk #anklager https://t.co/6ZhvF9K7oF— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) January 24, 2021
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira