Körfubolti

NBA: Brooklyn tapaði fyrir Cleveland annan leikinn í röð | Denver vann í framlengingu

Ísak Hallmundarson skrifar
Nikola Jokic fór á kostum í nótt.
Nikola Jokic fór á kostum í nótt. getty/Maddie Meyer

Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt, alls voru spilaðir ellefu leikir.

Brooklyn Nets og Cleveland Cavaliers mættust annan leikinn í röð og í annað skipti hafði Cleveland betur, í þetta sinn voru Nets þó án Kevin Durant.

Collin Sexton var aftur stigahæstur í liði Cavaliers en hann skoraði 25 stig. Jarret Allen, fyrrum leikmaður Nets, skoraði 19 stig af bekknum fyrir Cavaliers. Kyrie Irving var stigahæstur með 38 stig í liði Nets en James Harden skoraði 19 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Lokatölur 125-113 fyrir Cleveland.

Denver Nuggets unnu 130-126 sigur á Phoenix Suns í framlengingu. Nikola Jokic heldur áfram að gera magnaða hluti fyrir Denver á tímabilinu og í nótt skoraði hann 31 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Devin Booker var eins og svo oft áður stigahæstur hjá Phoenix en hann skoraði einnig 31 stig. Chris Paul gaf 15 stoðsendingar auk þess að skora ellefu stig fyrir Suns.

Þá vann LA Clippers sinn sjötta sigur í röð í nótt, 120-106 gegn Oklahoma City Thunder. Kawhi Leonard var stigahæstur með 31 stig.



Öll úrslit næturinnar:

Charlotte 110-123 Chicago

Detroit 102-103 Houston

Indiana 120-118 Orlando

Cleveland 125-113 Brooklyn

Philadelphia 122-110 Boston

Toronto 101-81 Miami

Minnesota 98-116 Atlanta

San Antonio 117-122 Dallas

Phoenix 126-130 Denver

LA Clippers 120-106 Oklahoma

Sacramento 103-94 New York Knicks

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×